Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 32

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 32
126 F R E Y R e. fitunnar og síðar vöSvanna. Samt getur veriS tjón aS byrja almenna slátrun of snemma, þ. e. fyrir 15.—20. september, einkum þar sem dilkar eru ungir. , III. Bændur verSa aS fara betur meS lömbin á haustin en víSa er gert. SumstaS- ar eru dagleiSir í göngum alltof langar. Lömbin, sem ekkert hafa veriS hreyfS, frá því mæSur þeirra komu meS þau í átthaga sína í afréttinum, eru oft rekin viSstöSu- laust, myrkranna á milli, fleiri tugi km. á dag. Þetta ofþreytir lömbin, þau villast undan mæSrunum, einkum hrútdilkarnir. Þau bíta ekki á nóttunni, heldur liggja og hvíla sig. Ofan á þessa meSferS bætist svo hungur í nátthögum viS réttirnar, heil- an sólarhring eSa lengur. SvO' er féð rekið langar leiðir úr réttunum heim til sín, þreytt og soltið. Þeir dilkar, sem fengið hafa slíka meðferð í 5—7 daga, bíða þess ekki bætur fyrir slátrun. Þeim hnignar strax. Kropparnir megrast og léttast. Síð- an þarf að reka lömbin oft langar leiðir til sláturhúsanna. ÞangaS eru þau oft rek- in á eins skömmum tíma og unnt er og slátrað strax, eða því sem næst. Allt þetta má eigi við svo búið standa. Því miður get- um við eigi losnað við þetta aS öllu leyti. Það verður að reka féð af fjalli, rétta það og reka lömbin til sláturhúsanna. En það er hægt að bæta mjög meðferð lambanna og draga úr því tjóni, sem af illri með- ferS leiðir. ÞaS má gera meS því að stytta lengstu dagleiðirnar í göngunum, hafa það hug- fast, að reka féð ávalt hægt, gefa því tíma til þess að bíta og drekka og hundbeita það ekki. Það má draga úr illum afleiðingum réttanna, með því að rétta færra fé í einu og rétta oftar. Taka má fé, sem leggst aS afréttargirðingum síðari hluta sumars, og rétta það áður en aðalgöngur hefjast. Því færra fé, sem rekið er saman í senn, því auðveldara er aS láta ærnar helga sér lömbin sín eftir á. Einnig má ganga ötulla að fjárdrætti réttardagana en sumstaðar er gert. Áfangana til sláturhúsanna verður aS stytta. Ætti ekki að reka lömb lengra en 15 km. á dag, sé þess nokkur kostur. Það þarf aS á oft, svo aS lömbin fái nóg að bíta og drekka og hvíla sig. Rétt er þó að svelta þau um stund rétt áður en þeim er slátr- aS, t. d. 8—10 tíma. Það er ekki einungis vegna þess aS lömbin leggi af, aS varast þarf að ofþreyta þau í rekstri. Þegar fé þreytist á rekstri, þá myndast sýrur í vöðvunum, einkum ganglimum. Sé fénu slátrað í þannig ástandi, þá stórspilla sýrur þessar kjötinu til geymslu. AnnaS, sem bændur verða að varast með öllu, er að láta hunda bíta féð eða berja í lömbin með svipum við innrekstur o. s. frv., og taka aldrei í ull á lambi. Þetta er fyrst og fremst ómannúðlegt. Auk þess bíSa eigendur fjárins við þetta stórtjón. Allir hundbitnir og marðir skrokkar verða aS dæmast óhæfir til útflutnings frosnir. Þeir lenda því í salti. Verða þeir þá oft 1—3 kr. verðminni hver. Hefir nokkur fjáreigandi efni á því að tapa 2 kr. á lambi fyrir þaS að taka í ull- ina á þeim, eða eiga grimman hund, sem bítur þau? Varast þarf að láta lömbin festast í gaddavírsgirðingum. Það mer kjötið og skemmir gæruna. Beggja vegna við öll hlið, sem mikil fjárumferð er um, ætti að vera netgirðing nokkurra faðma löng. Tveggja strengja stórgripagirðingar mega ekki hafa neðri strengina úr gaddavír. Ekki má girða gaddavírsgirðingu of nærri vegum, sem fé er rekið eftir. Fláningunni er enn all- siatrunm: ábótavant. Meðan kjötið

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.