Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 15

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 15
F R E Y R 109 III. Ræða búnaðarmálastjóra. HeiðruSu áheyrendur! Við minnumst eitt hundrað ára af- mælis Búnaðarfélags íslands í dag, eða þessa félagsskapar, sem var fyrirrennari Búnaðarfélagsins. Við minnumst þess í dag, að það eru hundrað ár síðan að það tókst, að mynda fyrstu raunverulegu búnaðarsamtökin hérlendis ogað þá tókst að finna búnaðarfélagsskapnum það form, sem síðan hefir haldist óbreytt í öllum helztu grundvallaratriðum. Við teljum þetta einhvern mesta merkisat- burð, sem skeð hefir' í okkar eitt þúsund ára sögu. Eg er þess fullviss, að þær um- bætur og framfarir, er orðið hafa á bún- aðarháttum okkar, einkum síðustu árin, eiga fyrst og fremst rót sína að rekja til samstarfs bænda, er fyrst og fremst á- vöxtur búnaðarsamtaka þeirra. Eftir því sem búnaðarfélagsskapurinn hefir mót- ast betur, og því meiri áhrif, sem bændur sjálfir hafa haft á sín eigin mál og með- ferð þeirra, því örari og stórstígari verða framkvæmdirnar. Þess vegna er það ekki að ástæðulausu að þessara atburða er minnst og þeim þakkað er þar ruddu veginn. Formaður Búnaðarfélags íslands hef- ir fyrr í dag minnst hundrað ára starfs félagsins og þar að verðleikum minnst nokkurra þeirra manna, sem fremstir hafa staðið í fylkingarbrjósti þess fé- lagsskapar þessa öld. Það skal ekki end- urtekið hér, sem þá var fram tekið. En hinsvegar hefi ég löngun til þess, að draga fram nokkrar meginlínur í starfi búnaðarsamtaka okkar. Benda á hvernig þessi félagsskapur hefir mótast, og þróast, frá því að vera samtök örfárra manna í höfuðstað landsins og þangað til það kerfisbundna og margþætta fé- lagsform hefir náðst, sem nú einkennir búnaðarfélagsskap okkar og grípur er atvinnuveginn varðar, og svo ekki síð- ur með því, að hafa vakandi auga á allri þeirri nýbreytni er til umbóta gæti orðið. Láta gagnprófa hana með tilraun- um, áður en bændurnir almennt taka hana upp, svo þeir þurfi ekki að eiga á hættu að kasta fé og fyrirhöfn til einskis, ef þeir aðeins afla sér nauðsynlegrar þekkingar á starfinu, fylgja ráttum regl- um og leysa verkin að öðru leyti vel af hendi. Tilraunastarfsemin er tiltölulega ung í starfsemi búnaðarfélagsskaparins hér á landi og skammt á veg komin hjá okk- ur. Sem betur fer hafa þó augu manna nú opnast fyrir því, að tilraunastarfsemin er einmitt sá hyrningarsteinn, sem allar ræktunarframkvæmdir verða að bygg.i- ast á, ef vel á að fara. Eg vil að síðustu bera fram þá ósk, að allir bændur landsins standi saman um að styðja og styrkia búnaðarfélagsskap- inn í landinu, og að þing og stjórn megi skilja þýðingu hans fyrir landbúnaðinn, og veita honum þann fjárhagslega stuðning sem honum er nauðsynlegur á hverjum tíma. Munu þá bráðlega rætast orð skáldsins: Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.