Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 31

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 31
FREYE 125 lega breytingum og skiftir um leiS litum. (Samanber litbrigði á marblettum.) Það hefir ekki verið hugsað nóg um að tryggja það, að vel blæddi úr kjötinu. Flestar þjóðir, sem flytja inn frosið dilkakjöt til Bretlands, skera féð á háls, án þess að skjóta það eða rota. Er talið að þá blæði betur. Bretar skjóta nú sitt fé, en stinga það samstundis og skera strax sund- ur mænuna. Við það spriklar kindin og rekur blóðið betur úr skrokknum. Kjöt af fjallafé, sem gengur mikið, er dekkra en kjöt af fé, sem heldur kyrru fyrir. Það inniheldur meira vöðva-hæmo- globin og er því mjög vandmeðfarið í geymslu. Matið á kjötinu hefir farið Kjötmatið. •i /? • mjog batnandi undaníarm ár, þó er það ekki óaðfinnanlegt. Það er enn ekki nógu gott samræmi milli mats- ins á öllum stöðum. Líka má yfirleitt telja, að matið hafi verið full vægt, einkum ver- ið of mikið af lambhrútakroppum sett í I. flokk. Þegar kjötið kemur til London, eru ætíð margir kroppar brotnir og aflagaðir. Brot orsakast af illri meðferð við framskipun, hleðslu í skipinu og uppskipun. Ástæður geta oft verið erfiðar, þegar skipa þarf út í opnum smábátum í misjöfnu veðri. Þetta verður þó að varast, því að brotnir og beiglaðir skrokkar eru lítils virði. Af- lögun á skrokkunum orsakast af því, að þeir eru ekki nógu harðfrosnir, þegar þeim er staflað í frystigeymsluna, eða þeir linast einhverntíma á geymslutímanum. ^ Eins og bent var á hér að gera, til þess a?s framan, er kjötmu sjálfu kjötis náí betur mjög ábótavant, hvað gæði aS fullnægja snertir. Það verður hægt hrofum enska . . ag þ,æta þag nokkuð 'með markaSsms? rgg^tun okkar fjár og heppilegri meðferð þess. En slíkt tekur all- langan tíma. Sjálfsagt er að gera frekari tilraunir með innflutning holdafjár. Þessi tilraun, sem gerð héfir verið og enn stendur yfir, með Border Leicester- féð, gefur góðar vonir um sæmilegan árangur. En allrækilegar tilraunir þarf að gera með kynblöndun, áður en vogandi er að framkvæma hana í stórum stíl. Við verðum því að bíða enn um skeið, unz sú leið getur orðið til þess að bæta almennt kjötframleiðslu vora. Hér er ekki rúm til þess að ræða fjár- ræktina sjálfa að neinu gagni. Mun ég snúa mér rækilega að þeirri hlið málsins síðar. Við getum gert annað, sem eigi er síð- ur þýðingarmikið. Það er að gelda hrút- lömbin á vorin og fullkomna meðferðina á kjötinu yfirleitt, við slátrun, geymslu og flutning. Þessu öllu væri hægt að kippa í lag, án mikils kostnaðar, á einu ári, ef all- ir aðiljar, sem að því standa, bændur og aðrir, sem við kjötið vinna, væru einhuga og samtaka. Um nauðsyn þess að gelda hrútlömbin ritaði ég í maí-hefti Freys s.l. vor og eyði ekki orðum um það hér. Bændur geta gert margt, til þess að var- ast að skemma kjötið: I. Reyna að varast að villa sláturlömbin frá mæðrum sínum á haustin, fyr en þau eru tekin til förgunar. II. Ljúka slátrun fyr að haustinu en gert er á sumum stöðum. Ætti allri lamba- slátrun að vera lokið eigi síðar en 10.—12. október, og fyr þar, sem lömb eru snemm- borin. Lömb geta ekki bætt við þunga eft- ir að öll grös eru fallin og veðrátta farin að spillast. Bráðþroskuðustu hlutar lambs- ins, þ. e. beinagrind og innýfli, geta hald- ið áfram að vaxa um skeið, eftir að lambið hættir að þyngjast, en þá aðeins á kostnað annara og verðmætari hluta kroppsins, þ.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.