Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 18

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 18
112 F R E Y R Menn geta gert sér í hugarlund, hve ófullkomin þessi byrjun var. Félagið átti að ná yfir allan Sunnlendingafjórðung. Stjórnin sat í Reykjavík og þar voru fundir félagsins haldnir. Bein þátttaka bænda í félagsstarfinu var því allatíð lítil. Stjórnendur félagsins, sem allt hlaut því að mæða á sem félaginu við kom, voru duglegir og áhugasamir menn, sem gerðu sér far um að vinna gagn. En félagið var lengi fátækt og gat litlu á- orkað. Fyrstu 30 árin er talið að það hafi getað varið um 140 kr. á ári til verð- launa og styrktar búnaðarframförum í heilum landsfjórðungi. Eftir 1870, er efnahagur félagsins fór að batna og einkum eftir að Alþingi fékk fjárveiting- arvald og tók að styrkja búnaðarfram- kvæmdir, varð félaginu meira ágengt. Þá hafði það flest ár einn eða fleiri ferðabúfræðinga og ráðunauta í þjón- ustu sinni, og má fullyrða að þær fram- farir, sem orðnar voru um jarðrækt í Sunnlendingafjórðungi um lok 19. aldar, ber mjög að þakka Búnaðarfélagi Suður- amtsins og áhrifum þess. Höfuðvandkvæði Búnaðarfélags Suð- uramtsins í upphafi og lengst alls starfstímans voru þau, að það náði aldrei öruggri fótfestu hjá bændum sjálfum. Það varð í raun og veru aldrei þeirra stofnun sjálfra, heldur aðeins stofnun, sem þeir gátu snúið sér til og var fús að leysa vandkvæði þeirra, eftir því sem því var unnt. Það hafði líka forustu um einstök atriði búnaðarframkvæmda. En það skorti alltaf bolmagn til þess að vinna alhliða að viðreisn búnaðarmál- anna, vegna þess að það stóð ekki nógu föstum fótum heima fyrir í sveitunum, hjá bændunum sjálfum. Við vitum nú að þetta var eðlilegt. 1 upphafi búnaðarsamtakanna í landinu skorti menn almennt alla reynzlu af fé- lagsstarfi í hverskonar mynd. Menn kunnu ekki að vinna saman og höfðu ef til vill ekki mikla trú á þessari nýung. Þó hófst bráðlega félagsskapur með bændum í ýmsum sveitum. En hér varð margt til tafar, og segja má að verulegur skriður kæmist ekki á um stofnun og starfsemi sveitabúnaðarfélaganna fyrr en um 1880. Þó var svo ástatt í lok ald- arinnar, er Búnaðarfélag Suðuramtsins hætti störfum og gekk inn í Búnaðarfé- lag íslands, er nú var stofnað, að það var mikið vandamál, hvernig ætti að tryggja bændum í öllum landshlutum á- hrif um stjórn og starfsemi allsherjar- búnaðarfélags í landinu. Grundvöllur- inn var að vísu fundinn. Hann var og hefir alltaf verið Búnaðarþingið, þar sem áttu að eiga sæti fulltrúar úr öllum landshlutum, að tiltölu við fólksfjölda í sveitunum. En búnaðarfélög bændanna voru þá enn svo dreifð og í þau svo stór- ar eyður, engin búnaðarfélög til á inörg- um stöðum og þátttakan í öðrum sveitum svo lítil, en samvinnan engin milli þess- ara félaga, að óhugsandi var að byggja starfsemi Búnaðarfálagsins og skipun Búnaðarþings á sveitarbúnaðarfélögun- um að svo komnu. Varð að hverfa að því ráði fyrst um sinn, að fela amtsráðunum að kjósa fulltrúa á Búnaðarþingið og síð- an sýslunefndum í amti hverju, er amts- ráðin voru niður lögð 1907. En með vax- andi starfsemi Búnaðarfélags íslands og stöðugri eflingu búnaðarfélaganna út um landið, tók þetta að breytast þegar á fyrsta tugi aldarinnar. Að því var alla tíð stefnt af forgöngumönnum búnaðar- samtakanna, að efla sveitarbúnaðarfé- lögin og samtök þeirra, sýslu- og héraða- samböndin, að þau gætu sem fyrst tekið að sér að ráða kosningu fulltrúa á Bún-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.