Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 30

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 30
124 F R E Y R verða fóðurþungir, og þeim hættir við að verða undir í lífsbaráttunni, þegar mest reynir á. Þannig varð féð þurftarlítið, en seinþroska og afurðarýrt. Seint á fráfærnaárum var farið að flytja ót sauðina á fæti. Verðgildi þeirra var metið eftir lifandi þunga. Var því far- ið að velja úr til kynbóta það fé, sem vóg mest á fæti, þ. e. stórt, hrikalegt og vamb- mikið fé, en vaxtarlagi og holdum lítill gaumur gefinn. Svo lögðust fráfærurnar niður, og ærn- ar voru látnar ganga með dilkum. Kjötið var selt saltað til Noregs. Var þá það fé talið bezt, sem hafði þyngstu kroppa á blóðvelli', hvernig sem þeir litu út. Útlit skipti engu máli, þar eð metið var ein- vörðungu eftir þunga og allt kjötið saltað niður í tunnur. Fyrir rúmum 10 árum síðan var svo farið að flytja kjötið út frosið, þegar salt- kjötsmarkaðurinn þrengdist. Það var nokkuð annað viðhorf. Kropp- arnir voru seldir í heilu lagi og metnir í gæðaflokka eftir holdafari og útliti. Komu þá í ljós, sem von var, gallar kjötsins, sem áður eru nefndir. II. Útlitsgallar kjötsins, sem orsakast af handvömm við slátrun og aðra meðferð, eru margir. Alltof margir kroppar eru illa flegnir. Himnunni og fitulaginu undir skinninu er flett burtu á blettum í nárum, á lærum, huppum og aftan á hálsi. Slíkt er alveg óþolandi. Kjötið þornar upp og geymist ver, ef það er illa flegið. Hitt er þó enn verra, hve þessir fláningsgallar lækka kjötið í verði, eins og fyr var sagt. Margir kroppar eru stórlýttir, vegna þess að alltof löng hækiljárn hafa verið notuð. Hækiljárnin fyrir lambkroppa eiga öll að vera jafnlöng, svo að 5—6 þumlunga bil verði milli hæklanna. Oft er klaufa- lega höggvið fram úr bringukollinum. Sumt af kjötinu er ekki nógu hreint. Hár og óhreinindi sjást á kroppunum. Slíkt má ekki viðgangast. Bógarnir og svírinn eru oft ekki rétt bundnir saman. Tilgangur- inn með því að binda upp bógana er sá að prýða útlit kroppsins. Má ekki keyra svír- ann of langt niður eða bógana of langt upp, eins og stundum er gert, því að það aflagar skrokkinn, heldur á að binda þá saman mátulega þétt, þannig að hálsinn standi beint fram. Marblettir sjást stundum á kroppunum. Þeir orsakast af því, að tekið hefir verið í ullina á lambinu skömmu fyrir slátrun, eða það hefir fest sig í gaddavír, verið hundbitið eða því um líkt. Að vísu hafa flestir kroppar, sem stórgallaðir hafa ver- ið vegna marbletta verið dæmdir, við mat- ið, óhæfir til útflutnings frosnir, enda verð- ur svo að vera. Útlit kjötsins Ijókkar oft við geymsl- una. í stað þess að kropparnir haldist blæ- fallegir og eins og nýir", þá blakkna þeir og verða óbragðlegir útlits. Vöðvarnir verða svartbrúnir á mögru kroppunum og fitan blakknar og gulnar. Þetta hlýtur að orsakast af rangri með- ferð við geymslu, a. m. k. að miklu leyti, vegna þess að kjötið fer aldrei allt svona. Oft er mun betur útlítandi kjöt frá einu frystihúsi en öðru. Kjötið er þó óefað vandmeðfarið, eink- um það magrasta. Það er erfitt að verj- ast því, að þeir kroppar, sem eru svo magr- ir, að skín í rauðann vöðvann þegar slátr- að er, þorni upp og ljókki nokkuð við geymsluna. Ef að blóð situr eftir í kjötinu þegar slátrað er, þá geymist kjötið mjög illa. í blóðinu er efni, sem hæmoglobin nefnist. Það inniheldur járn. Þegar blóðið deyr eða hættir störfum, tekur þetta efni auðveld-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.