Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 5

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 5
F R E Y R 99 Klukkan 5 síðdegis kom BúnaSarþing saman á fund í neSrideildarsal Alþingis, til þess aS samþykkja reglugerS um kosn- ingar til Búnaðarþings, samkvæmt þeirri breytingu, er gerS var á BúnaSarþingi í vetur, um skipun þess og fyrirkomulag kosninga. — Verður reglugerS þessi birt hér í blaðinu. Um kvöldið hafSi félagiS boð fyrir gesti sína aS Hótel Borg, og stýrði formaður samsætinu. Voru þar fluttar margar ræður og minni drukkin, svo sem tíðkanlegt er við slík tækifæri, og eftir því sem við átti í þetta sinn. M. a. fluttu hinir erlendu full- trúar þar ræður, en Árni G. Eylands ávarpaði þá í nafni félagsins, þakkaði komu þeirra og hlýjar kveðjur að heiman og bað þá flytja aftur hlýjar 'kveðjur heim. Tvö kvæði, tileinkuð aldarafmælinu og ort af starfsmönnum félagsins, birtast hér í blaðinu. í samsætinu flutti hr. Brynjólfur Jó- hannesson leikari kvæði Á. G. E. skörug- lega, en hitt birtist fyrst í „Framsókn“. Þá var útvarpið þetta kvöld helgað bún- aðarfélagsskapnum. Fluttu þar ræður Steingrímur Steinþórsson búnaðarmála- stjóri, fyrv. búnaðarmálastjóri Sigurður Sigurðsson og ráðunautarnir Páll Zóphón- íasson og Pálmi Einarsson. Ræða Stein- gríms birtist hér á eftir. Mörg heillaóskaskeyti bárust félaginu, og voru þau, sem þá voru komin, lesin upp, áður en borð voru upp tekin. Meðal þeirra, er sendu skeyti, var Svenska Landbrukssálskapet i Finland — og bæði finnsku búnaðarfélögin hafa skrif- lega sent B. í. árnaðaróskir og þakkað boðið. Einnig barst félaginu skeyti frá kon- ungsritara, Jóni Sveinbjörnssyni, sonar- syni Þórðar háyfirdómara — og „einasta íslenzka bóndanum í Danmörku“, eins og það er orðað í skeytinu. í blöðum bæjarins var aldarafmælisins rninnst meira og minna — og alstaðar meo viðurkenningu á störfum búnaðarfélags- skaparins, — en nokkurra missagna gætti þar og einnig í sumum ræðum, er fluttar voru við þetta tækifæri. En þetta leiðrétt- ist, er út kemur bráðlega minningarrit í tveim bindum, annað hefir skrifað dr. Þor- kell Jóhannesson, og er þar rakin saga búnaðarfélagsskaparins í landinu. Hitt hefir Sigurður Sigurðsson fýrv. búnaðar- málastjóri skrifað, og er það búnaðarsaga landsins síðustu öld. Munu þau verða bæði saman nálægt 60 arkir að stærð í Skírnis- broti. Aðalritstjórn þessara rita tók dr. Páll E. Ólason að sér, eftir lát Tryggva Þór- hallssonar. Þann 10. júlí bauð félagið mörgum af áðurnefndum gestum sínum í bílferð aust- ur um sveitir. Fóru sumir austur í Laug- ardal og Fljótshlíð, en aðrir í Þjórsárdal. Svo var og farið með Ole Hersoug bæði um Suðurlandsundirlendið og norður í land, og í þeirri ferð var Winther-Lútzen með norður að Hólum. Dr. med. K. A. Hasselbalch fór og norður í land, en var lítið sem ekkert á vegum félagsins. Um upphaf búnaðarfélagsskaparins, þróun hans og starfsemi vísast til áður- nefndra erinda formanns og búnaðarmála- stjóra, sem hér fara á eftir. En benda má á, að tvö elztu félög hér á landi, Bók- menntafélagið (stofnað 1816) og Búnað- arfélagið eru tengd við þá þætti í eðli og athöfnum íslendinga, er sterkastir hafa verið frá upphafi: bókmenntir og landbún- að — og fer það að vonum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.