Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 19

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 19
FREYR 113 aðarþingið og öðlast á þann hátt þau réttindi og skyldur, sem þeim bar að öllu sjálfsögðu, til þess að hafa veg og vanda af stjórn og starfi félagsins. Nú er þessu takmarki náð, en það hef- ir tekið nærri hundrað ár að koma því til vegar. Margir eru áfangarnir á þess- ari braut, framan af langir og torsóttir, en síðasta áratug hefir miðað jafnt og þétt að því takmarki sem nú er náð. 1 dag eru allri bændur í þessu landi starf- andi menn í búnaðarsamtökunum og hafa jöfn og óskoruð réttindi til þess að kjósa sér fulltrúa á Búnaðarþingið, og ráða þar með um störf og stjórn Búnað- arfélags íslands. Hér að framan hafa verið dregnir fram nokkrir drættir úr sögu búnaðarsamtaka vorra síðustu hundrað árin. Þótt stiklað hafi verið á fáum atriðum og mynd sú, sem fæst af þróun búnaðarfélagsskap- arins þetta árabil sé þess vegna ekki sem ljósust, má þó draga fram nokkrar heild- arlínur. I fyrstu er félagsskapur þessi borinn uppi að mestu eða öllu leyti af fáeinum ^mbættismönnum, flestum búsettum í _;eykjavík. Meðan svo var ástatt gætti áhrifa frá félagsskapnum fremur lítið, þrátt fyrir ríka viðleitni og áhuga þeirra sem að félaginu stóðu. En þegar grund- völlur var fenginn til þess, að bændur gætu sjálfir tekið sín mál að fullu í eigin hendur, s. s. með stofnun hreppabúnað- arfélaga og síðar búnaðarsambanda, efldist félagsskapurinn æ meir. Áhrifin verða meiri og árangur af- starfi þeirra augljósari. Hvað hefir áunnist þessi hundrað ár? ,,Höfum vér gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ Jú, án efa. Mörg og merkileg störf hafa verið framkvæmd og stórstígastar hafa framfarirnar ver- ið síðustu 40 árin. Víðáttumikil véltæk tún hafa venið ræktuð, þar sern áður voru óræktar móar eða mýrarflóar. Garðrækt hefir aukist til mildlla muna. Tilraunir eru hafnar um kornrækt, til þess að endurreisa á þann hátt forna hérlenda atvinnugrein. Stórfelldar umbætur hafa orðið í öllum greinum kvikfjárræktar, svo að afrakst- ur af búfé hefir aukist tii mikilla muna. Myndarlegar og vandaðar byggingar hafa víða risið upp í stað hrörlegra hreysa. Allt ber þetta, og margt fleira, vitni um þann undramátt sem félagsleg sam- tök ráða yfir — um þann þrótt og þá elju, sem íslenzkir bændur hafa sýnt og gert hefir þeim fært að yfirbuga ótal hindranir og erfiðleika. Erfiðleika, sem óblíð verátta og lítt gjöful náttúruskil- yrði að öðru leyti skapa íbúum þessa lands. Enginn skilji orð mín svo, að búið sé að yfirvinna allar hindranir, að lokið sé framkvæmdum, sem nauðsynlegar verða að teljast, svo að lifa megi full- komnu menningarlífi við landbúnaðar- störf í sveitum landsins. Nei, slíkt er fjarri öllum sanni, enda óhugsandi að tekist hefði á þeim stutta tíma, i?m starfað hefir verið að alhliða búnaðar- umbótum, að ná því marki. Það vita þeir sem bezt þekkja og reynt hafa, að sv-> er ekki. Hitt er sönnu nær, að það sem gert hefir verið, þótt mikið sé, þá er það þó aðeins byrjun á gríðarmiklu verkefni. Enn eru alltof mörg af bændabýlum vor- um með kargaþýfðum, lítt ræktuðum tún- um og hálfföllnum bæjarhúsum, sem fólk, er gerir nútímakröfur unir ekki við. Það er verkefni næstu ára að breyta ó-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.