Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Page 10
70' 'FIMMTUDAGUR Fréttir BV Vildarbörn fengu hálft tonn af mynt Rúmar 5 milljónir kr. voru afhentar Vildarbörn- um við hátíðlega athöfn f aðalútibúi Landsbankans í gærdag. Um var að ræða u.þ.b. hálft tonn af mynt sem safnað hafði verið um borð í flugvélum Icelandair á síðasta ári. Það voru þeir Björgólfur Guðmundsson, bankastjóri Landsbankans, og Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sem afhentu Vildar- börnum upphæðina við at- höfnina. Fyrir hönd Vildar- barna tók Ragnhildur Geirsdóttir, formaður sjóðsstjórnar, við upphæð- inni. Með henni var eitt Vildarbarna, hinn 13 ára Daníel Anton Sigurjónsson, en hann mun nú vera á leið í draumferð sína að horfa á Liverpool spila um næstu helgi. Öflugt slökkvilið Hríseyjarhreppur hefur keypt notaða slökkvibifreið af Slökkviliði Akureyrar á 7 milljónir króna. Um er að ræða 16 ára dælubíl sem er sérútbúinn fyrir dreifbýli. Á heimasíðu Akureyrar- bæjar er haft eftir Erling Júlíussyni slökkviliðsstjóra að Hríseyingar myndu sofa rólegir því nú ættu þeir eitt öflugasta slökkvilið lands- ins miðað við höfðatölu. Hríseyingar fengu styrk fyrir helmingi kaupverðs- ins. Akureyringar ætla að fá annan slökkvibíl að láni þar til þeir hafa keypt nýjan bíl. „íbúum hér hefur fækkað heid- ur undanfarið en það er eng- an bilbug á okkur að finna," segirSkúli Þórðarson, sveitar- Landsíminn þings vestra.„Atvinnuástandið hér er viðunandi eins og sakir standa en við höfum ákveðn- ar væntingar varðandi hluti sem eru í bígerð og gætu haft áhrif ef af verður. Það er þó of snemmt að tjá sig um þau mál." Árið leggst vel í okkur hér og engin ástæða til að halda annað en að þetta verði okkur gott ár. Fjöldi ferðamanna hefur aukist undanfarin ár og stefnan er að auka þann fjölda. Við erum ákaflega vel staðsett mitt á milli Reykjavík- ur og Akureyrar og eigum að geta nýtt okkur það enn betur en hingað til." Umboðsmaður Alþingis segir ríkissaksóknara hafa brotið stjórnarskrá með því að segja Guðmund Magnússon, fyrrverandi forstöðumann Þjóðmenningarhúss, sekan um 697 þúsund króna umboðssvik. Guðmundur segir valdstjórnina hafa gert mjög alvarleg mistök. Forstöðumaður sakar valdstjórn um svívirðu „Þetta er mikil persónulegur sigur og uppreisn fyrir mig. Ég er afskaplega þakklátur og ánægður að málinu skuli ljúka með þessum hætti,“ segir Guðmundur Magnússon. Umboðsmaður alþingis segir ríkissaksóknara ekki hafa verið heimilt að segja Guðmund sekan um umboðssvik í starfi forstöðumanns Þjóð- menningarhúss. Ríkissaksóknari hafi einnig farið út fyrir heimildir þegar hann skýrði fjölniiðlum frá málinu. Segir valdstjórnina hafa gert mistök Guðmundur segir niðurstöðu umboðsmanns ekki aðeins sigur fyrir sig sjálfan heldur felist einnig í henni umtalsverður ávinningur íyrir hinn almenna borgara gagnvart ríkisvaldinu, handhöf- um hins opinbera valds. “Sjálfri valdstjórninni urðu á mjög alvarleg mistök og hafði hún í frammi f ásakanir sem voru í fyrsta lagi rangar og svívirðilegar. I öðru lagi var þess ekki gætt að fá þær staðfestar fyrir dómi eins og réttaníki gerir kröfu til. Með þessum vinnu- brögðum var brotið í bága við grundvallaratriði stjórnskipunar, stjórnarskrána og mannréttinda- sáttmála Evrópu. Umboðsmaður alþingis kveður mjög fast að orði í afdráttarlausri afstöðu sinni," segir Guðmundur. Forsætisráðherra rekur forstöðumann Ríkissaksóknari sagði Guðmund sekan um refsiverð umboðssvik í embætti forstöðumanns Þjóðmenningarhúss en að málið yrði fellt niður þar sem Guðmundi hefði þegar verið vikið úr starfmu. Þetta álit ríkissaksóknara kom bæði fram í tilkynningu frá embætti hans vegna málsins og f viðtölum hans við fjölmiðla. Ríkisendurskoðun hafði áður borið fjölmargar ávirðingar á Guðmund vegna meintra brota í starfi forstöðumanns. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra veitti honum lausn frá störfum í júní 2002. Saklaus uns sekt er sönnuð Eftir lögreglurannsókn taldi rfkissaksóknari blasa við að Guðmundur fengist ekki sakfelldur fyrir dómi nema fyrir tvo reikninga upp á samtals 697 þúsund krónur sem hann hafði gert Þjóð- hagsstofnun að greiða. Guðmundi var þá jafn- framt tilkynnt að horfið yrði frá málsókn á hend- ur honum: „Einkum með hliðsjón af því að yður hefur verið vikið úr starfi forstöðumanns Þjóðmenning- arhússins meðal annars vegna ávirðinga sem fel- ast í nefndu umboðssvikabroti," sagði ríkissak- sóknari í bréfi til Guðmundar 19. júlí 2002. Guðmundur kærði ffamgöngu ríkissaksóknar- ans til umboðsmanns alþingis. Guðmundur taldi ríkissaksóknara hafa brotið gegn grundvallarreglu stjórnarskrár Islands og mannréttindasáttmála Evrópu um að menn teljist saklausir uns sekt er sönnuð. Ámælisverð háttsemi í sjö atriðum Þess má geta að mánuði áður en ríkissaksókn- ari tilkynnti sína ákvörðun í júlí 2002 sendi opin- ber nefnd sem skipuð var til þess að rannsaka mál Guðmundar samkvæmt starfsmannalögum frá sér niðurstöðu. Taldi nefndin forstöðumanninn hafa sýnt ámælisverða háttsemi í sjö atriðum. Þar væri um að ræða verktakagreiðslur til Guðmundar sjálfs frá Þjóðmenningarhúsi, ráðningarsamband Þjóð- menningarhúss við eiginkonu Guðmundar og verktakagreiðslur hennar, verktakagreiðslur Þjóð- menningarhúss til Ólafas Ásgeirssonar þjóð- skjalavarðar, akstursgreiðslur, dagpeninga- greiðslur, greiðsla utanlandsferðar og lánataka úr sjóðum Þjóðmenningarhúss. Togast á um blæbrigði Ríkissaksóknari sagðist í svari til umboðs- manns telja það hafa verið óhjákvæmilegt að í til- kynningu um niðurfellingu saksóknarinnar kæmi fram að Guðmundur uppfyllti skilyrði refsiá- byrgðar - það er að embættið teldi hann sekan um nefnd brot. Umboðsmaður sagði hins vegar að grund- völlur fyrir því að fella niður málsókn með þess- um tiltekna hætti, byggðist ekki á að talið væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að viðkom- andi yrði sakfelldur. Nægjanlegt væri að ríkis- saksóknari teldi gögn málsins vera nægileg eða likleg til sakfellis. Ríkissaksóknari segir ekkert í bili Umboðsmaður segir ríkissaksóknara þannig hafa gengið lengra en tilefni var til í tilkynningu sinni um niðurfellingu málsóknarinnar: „Að virtri þessari niðurstöðu minni og þegar horft er til þess hvernig ríkissaksóknari kaus að greina ijölmiðlum frá afdrifum máls Guðmundar hjá embætti hans, er það jafnframt niðurstaða mín að hann hafi í því efni gengið Iengra en honum var heimilt að lögum," segir umboðsmaður alþingis. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segist ekkert vilja segja um niðurstöðu umboðsmanns. Hún sé til nánari skoðunar hjá embættinu. „Nú er ég að skoða með lögmanninum hvert framhald málsins verður, hver mín staða er. Nið- urstaðan er að minnsta kosti mikil persónuleg uppreisn fyrir mig,“ segir Guðmundur Magnús- son. gar<s>dv.is Landspítali setur nýjar reglur til höfuðs galla á tölvukerfi og bregst við vegna óvarinna persónuupplýsinga Ræstingafólk vinnur trúnaðareiða Landspítalinn hefur sett sérstak- ar verklagsreglur sem beint er gegn annmörkum á upplýsingakerfi á Rannsóknarstofu í meinafræði og lífsýnasafni. Fram hefur komið f DV að Per- sónuvernd segir galla á upplýsinga- kerfinu Meina geta leitt til þess að niðurstöður rannsókna Landspítal- ans á lífsýnum sjúklinga skráist á ranga einstaklinga. Verklagsreglun- um er ætlað að koma í veg fyrir þetta. Þá hefur Landspítalinn í sam- ræmi við athugasemdir Persónu- verndar gert trúnaðarsamninga við ræstingaverktaka. Starfsfólk þessara fyrirtækja sem gerir hreint hjá Land- Magnús Pétursson Landspítaiinn hefur frest fram til I. mai til að skipuleggja öryggi rannsóknarstofu og lífsýnasafns. Þegar hefur verið brugðist við sumum athuga- semdum Persónuverndar. Magnús Pétursson er forstjóri Landspítaians. spítalanum hefur verið látið undir- rita trúnaðarheit. Þetta er gert til þess að viðkomandi misnoti ekki persónulegar upplýsingar um sjúk- linga sem liggja óvarðar á víð og dreif um spítalagang- ana ef marka má niður- stöðu Persónuverndar. Landspítalinn hef- ur að öðru leyti frest fram til 1. maí til að skýra Persónuvernd frá því hvernig bregðast eigi við margvíslegum og alvarlegum ör- yggisbrestum á Rannsóknarstofu og lífsýnasafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.