Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2004, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004
Fréttir 0V
Miklar tafir á
flugvöllum
Vegna vaxandi ótta
Bandaríkjamanna við hætt-
una á hryðjuverkum hefur
umferð um og á flugvöllum
í landinu gengið hægt og
miklar tafir orðið víða.
Margir sætta sig við þetta
sem sjálfsagðan hlut en
aðrir reyna eftir megni að
finna aðrir leiðir til að kom-
ast milli staða. Hefur um-
ferð um landamærin til
Mexíkó og Kanada aukist
mikið frá fyrri árum.
Kóalabirnir
sækja í út-
hverfin
Miklir hitar geisa í Ástr-
alíu þessa dagana og eru
þurrkar orðnir alvarlegir á
nokkrum stöðum í landinu.
Kóalabirnir hafa orðið
einna verst úti en stofn
þeirra hefur látið verulega á
sjá undanfarin ár. Hafa þeir
sótt inn í úthverfi Sidney í
von um að finna vatn. íbú-
ar hafa tekið höndum sam-
an um að fylla fötur og
önnur ílát og skilja eftir fyr-
ir birnina.
Nautakjöt
munaðarvara
íJapan
Mildar verðhækkanir
hafa verið á nautakjöti í
Japan allar götur sfðan
japönsk yfirvöld bönnuðu
innflutning á nautakjöti frá
Bandaríkjunum vegna
kúariðu sem upp hefur
komið þar í lahdi.
Hefur þetta skapað
mikla umframeftirspurn og
verð hefur hækkað um allt
að 30% á stuttum tíma.
Fasteignaviðskipti hafa aldrei verið jafn lífleg og á síðasta ári. Veltan á fasteigna-
markaðnum hefur aukist árlega og eftirspurn virðist ekkert minnka
Nýliðið ár var metár hvað varðar fasteignavið-
skipti í landinu en skrifað var undir 11.800 kaup-
samninga síðustu 12 mánuði. Er það 17% aukn-
ing frá árinu 2002 en síðasta met er frá árinu 1999
þegar 11.600 fasteignir skiptu um eigendur.
Á vef Fasteignamats ríkisins kemur fram að
veltuaukning hefur verið á fasteignamarkaðnum
alla tfð síðan 1994. Árið 2003 námu viðskiptin alls
160 milljörðum króna.
Fasteignaverð heldur að sama skapi áfram að
hækka. Fermetraverð í fjölbýli er sem fyrr dýrara
en í sérbýli. Á meðfylgjandi töflu má sjá að víða
hefur fermetraverð bæði í sérbýli og fjölbýli allt
að tvöfaldast á síðustu tíu árum. Gildir það um
allt höfuðborgarsvæðið en einnig hefur orðið
hækkun á landsbyggðinni þó í minna mæli sé.
Aðeins á fsafirði lækkaði meðalverð í fjölbýli
samkvæmt gögnum Fasteignamats ríkisins.
Einnig er enn tiltölulega ódýrt að fjárfesta í eign í
Fjarðabyggð en ef allt gengur samkvæmt áætlun
mun fermetraverð þar hækka til muna þegar
stóriðja kemst þar í fullan gang innan fárra ára.
Fyrir áratug var dýrast að fjárfesta í einbýli í
Mosfellsbæ en Seltjarnarnes hefur skotið þeim
ref fyrir rass. Dýrasta fjölbýlisverðið er í Garðabæ
en ekki munar miklu á verði þar og í Kópavogi og
á Seltjarnarnesi. Úti á landi er Akureyri eina þétt-
býlið sem brýtur 100 þúsund króna múrinn. Fer-
metraverð þar hefur hækkað verulega en hlut-
fallslega minna en á suðvesturhorninu. Árborg er
einnig í dýrari kantinum á landsbyggðinni en
Akranes er enn tiltölulega ódýr kostur hafi fólk
áhuga á að búa nálægt höfuðborginni.
albert@dv.is
Fyrír áratug var dýrast að fjár-
festa / einbýli í MosfeUsbæ en
Seltjarnarnes hefur skotið
honum ref fyrír rass.
MEÐALFERMETRAVERÐ Á NOKKRUM STÖÐUM ÁRIÐ 2003 OG 1994
2003 1994
Suðvesturhornið Sérbýli Fjölbýli Sérbýli Fjölbýli
Seltjarnarnes 129.938 134.630 66.833 77.696
Kópavogur 114.243 134.242 58.334 71.961
Reykjavík 111.486 129.684 58.722 74.185
Garðabær 115.297 134.886 64.424 78.818
Hafnarfjörður 101.903 120.087 62.204 70.745
Mosfellsbær 116.663 127.025 67.989 66.060
Reykjanesbær 88.260 93.394 56.745 60.694
Landsbyggðin
Austurbyggð 66.821 86.857 34.424 49.942
Akureyri 90.375 100.712 57.990 66.157
Akranes 80.766 86.413 55.430 48.583
(safjörður 39.803 50.005 36.592 55.356
Fjarðabyggð 50.084 38.890 37.364 32.531
Árborg 83.575 99.237 46.884 57.666
Össur Skarphéðinsson
„Ég hefþað rosalega gott. Ég
kem vinnuþyrstur undan þess-
um löngu jólum/'segir Össur
Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar. Og hann
heldur áfram:„Ég var á skrif-
stofunni minni til klukkan hálf
ellefu í gærkvöid og var mætt-
ur klukkan hálfsjö i morgun,
brimandi afkrafti enda að
sinna sérstöku hugðarefni
mínu - tillögum um rann-
sóknirá þorski."
Ferðamálaráð úthlutar 40 milljónum til uppbyggingar ferðamannastaða á árinu.
15 milljónir í Gullfoss
Einar K. Guðfinnsson formaður
Ferðamálaráðs boðar breyttar
áherslur í starfi Ferðamálaráðs á
blaðamannafundi sem ráðið boðaði
til í gær. Á undanförnum áratug hef-
ur ráðið staðið fyrir uppbyggingu á
fjölförnum ferðamannastöðum og
veitt til þess 300 milljónum. I ár er
fyrirhugað að Ferðamálaráð veiti í
umhverfismálin 40 milljónum. í stað
þess að stýra framkvæmdum sjálfir
kallar ráðið eftir umsóknum.
„Heimamenn fá nú þessa fjármuni í
hendur og framkvæmdin er í þeirra
höndum," segir Einar.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
segir hið íslenska Ferðamálaráð hið
eina í heiminum sem hefur lög-
bundið hlutverk að bera ábyrgð á
uppbyggingu og vernd ferðamanna-
staða. „Stjórnvöld sýndu þar fram-
sýni en nú eru breyttar áherslur og
öðrum látið eftir að framkvæma."
Framkvæmdaáherslan færist yfir á
fræðslusvið og stjórnun.
„Völd og völd?“ segir Magnús en
neitar að þetta þýði minni völd
Ferðamálaráðs sem mun fara yfir
umsóknirnar og ákveða hvar pen-
ingarnir komi sér best. Þeir sem vilja
sækja um sneið af þessum 40 millj-
ónum sem ætlaðar eru til mála-
flokksins í ár verða að hafa hraðar
hendur því umsóknarfresturinn
rennur út 16. janúar.
300 milljónir á sfðasta áratug og
40 milljónir nú teljast tæpast mikilr
fjármunir þegar haft er í huga að oft
er álag á viðkvæma ferðamanna-
staði mikið og aðstöðuleysið tak-
markað. Fulltrúar Ferðamálaráðs
bentu á að utan þessara 300 millj-
óna væri ráðgjöf og stjórnun auk
þess sem verulegt framlag kæmi
bæði frá hinum ýmsu sveitarfélög-
um og Vegagerðinni. Og oft væri það
Gullfoss. Þessi frægasti foss Islands hefur á
undanförnum lOárum kostað Ferðamála-
ráð 15 milljónir. I raun hlægileg upphæð I
Ijósi þess hversu marga ferðamenn staðurinn
hefurdregið tilsin.
svo að snauð sveitarfélög sætu uppi
með náttúruperlur og hefðu engar
tekjur á móti kostnaði samfara
ferðamannastraumi. Valur Hilmars-
son umhverfisfulltrúi sagði að
dýrasta einstaka dæmið á undan-
Magnús Oddsson. Auglýsir nú 40 milljónir
til úthlutunar við uppbyggingu aðstöðu við
ferðamannastaði. Umsóknarfrestur rennur
út tó.janúar.
förnum 10 árum væri líklega Gull-
foss og reyndar Hraunfossar nú í
seinni tíð. Til uppbyggingar aðstöðu
við þessa staði hafa runnið um 15
milljónir.
jakob@dv.is