Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Guðni og Hafstein í gær afhenti Guðni Ágústsson landbúnaðar- raðherra Þjóðmenning- arhtisinu skrifborð Hannesar Hafstein ráð- herra til umráða. Hann- es Hafstein var sem kunnugt er fyrsti ís- lenski ráðherrann og með þessari gjöf Guðna hefjast opinberlega há- tíðahöld vegna 100 ára afmælis heimastjómar. Palle Pedersen Páli Pétursson, fyrrum félags- málaráðherra, heldur áfram störfum þó hættur sé í pólitík. Páll mun á næst- unni sinna norrænu samstarfi og meðal ann- ars fylgja eftir tillögum um nánara samstarf Vestur-Norðurlanda. ís- lendingar verða í forystu í Norrænu ráðherra- nefndinni á þessu ári og mun forysta Páls í fyrr- greindu máli tengjast því. Vont veður Horfiir em á stórviðri um norðan og vestanvert landið með hríð og mik- illi ofankomu á Norð- vesturlandi. Ekkert ferðaveður verður á landinu öllu. Veðurfræð- ingar telja að veðrið skáni ekki fyrr en á fimmtudag og þangað til mun snjóa linnulítið fyr- ir norðan. Meira sund Á morgun mun hópur íbúa Mosfellsbæjar af- henda bæjaryfirvöldum áskoranir þess efnis að áfram verði haldið með uppbyggingu almenn- ingslaugar á Varmár- svæðinu. Undirskriftar- listamir verða afhentir í verslunarmiðstöðinni Kjarna og em bæjarbúar hvattir til að fjölmenna klukkan 16:30. Skrýtið eða skrítið? „Skrítið" er skrýtið orð. Það er komið úr norsku -„skryten" - þar sem það er eins og sjá má skrifað með „y", en ((s- lenskri út- gáfu er það eitt af sárafáum orðum í íslensku sem menn mega stafsetja að vild sinni, það er ráða því hvort menn vilja skrifa það með„(" eða„ý". Það lýtur þvf ekki ströngum aga (slenskukennara og próf- arkalesara. Þetta frelsi ættu menn að not- færa út ( æsar og skrifa sem allra skrýtnast! Málið T3 £ C71 tð c OJ «o (TJ <u <u «o ro JQ. «o fD E «3 Skálkaskjólið Guði sé lof fyrir okkar Lúterskirkju. Hún er róleg og frjáislynd, leggur meira upp úr manngæzku og góð- verkum Nýja-Testamentisins en mann- vonzku og hryðjuverkum Gamla-Testament- isins. Víða annars staðar leggja trúfélög lóð sitt á vogarskál illsku og ofbeldis, haturs og hefnigirni. Sumar erlendar mótmælendakirkjur eru síður en svo tfi fyrirmyndar. Nærtækast er að minnast klerksins Ian Paisley, sem hefur lagt nótt við dag að koma illu af stað á Norður-ír- landi. Víða í Bandaríkjunum hafa söfnuðir af meiði mótmælenda orðið ofsafengnir og rót- tækt hægri sinnaðir. Sama er uppi á teningnum í öðrum trúar- brögðum. Israel er orðið ríki ofsatrúar og hryðjuverka þar sem heilar kynslóðir ungra manna eru settar til misþyrminga og mann- drápa. Sumir breytast í sturlaða ofbeldis- menn sem hér á landi væru settir á Sogn til að hlífa samfélaginu. Einna lengst á þessu sviði ganga sumir erkiklerkar og ofsatrúarmenn íslams. Þar er frægastur Osama bin Laden sem lætur heila- þvo þúsundir ungra manna til að fremja sjálfs- morð með ofbeldisverkum úti um víða veröld. Mannvonzkan spyr ekki um tegundir trúar- bragða. En hún sogast greinilega að þeim. Skýringin er ljós. Skálkur sem hefúr illt í hyggju, völd eða gróða, finnur sér skjól í trú- arsöfnuði og klæðist þjóðfánanum. Þannig eru stjómmál í Bandaríkjunum orðin keppni í trúarlegri hræsni og þjóðemisrembingi. ís- lenzkir pólitíkusar eru hrein fermingarbörn í þeim samanburði. Verst er þegar slíkir menn fara að trúa hræsni sinni og verja gerðir sínar með því að segja guð hafa talað við sig og sagt sér fyrir verkum. Þannig hefur grimmdarguð Gamla- Testamentisins talað við George W. Bush og sagt honum að fara í krossferð gegn Islam til að tryggja sér endurkjör. Til samanburðar getum við ekki ímyndað okkur að heilbrigðisráðherra hafi fengið bein fyrirmæli frá guði um að svíkja samning við öryrkja, taka sérfræðiþjónustu við fátæklinga úr sambandi, lama ýmsar deildir Landspítal- ans og hækka ýmis sjúklingagjöld. Hann felur sig ekki bak við guð. Stundum verðum við vör við anga banda- rísks trúarrugls í sértrúarsöfnuðum hér á landi. Á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega sést stuðningur við ofbeldi, hryðjuverk og önnur fólskuverk fsraela gegn Palestínu- mönnum, að því er virðist á þeim forsendum, að Gamla-Testamentið boði illvirkin. Vandi trúarbragðanna er að stofnanir, sem almennt eru taldar góðar og fagrar, soga til sín þá sem vilja leita skjóls til að fá útrás fyrir fólsku, græðgi eða valdafíkn. Jónas Kristjánsson Fyrst og fremst Leiðarinn í gær er skrifaður afsvo háum sjónarhóli, að við þykjumst þekkja ritstíl Styrmis Gunnarssonar ritstjóra sjálfs á honum. laga ogskrifuð afþví... sjálfstrausti, skulum við segja, og af svo háum sjónarhóli, að við þykjumst þekkja ritstíl Styrmis Gunnarssonar rit- stjóra sjálfs á leiðaranum. Að minnsta kosti heldur á penna maðursem ersvo uppfullur af „sögu Morgunblaðsins" og svo þrýstinn af ánægju yfir blaðinu bæði fyrr og síð- ar - en um leið svo móðgaður fyrir þess hönd að tannagnístran heyrist alla leið ofan úr Moggahúsi - að við lútum höfði í aðdáun og ást yfir þessum dásamlega hofmóði. Leiðarahöfundurinn hefur aldrei heyrt aðra eins firru og þá að afstaða Morgunblaðsins til nýlegra álita- mála í viðskiptum og fjölmiðlun kunni að mótast af eigin hagsmunum blaðsins, og klípur þá EgU og Jón Ásgeir báða tvo í eyrun fyrir „ástæðulaust þekkingarleysi" um skoðanir Morgunblaðsins gegn- um tíðina. Er farið vítt um völl í þeirri kennslustund í sögu Morgun- blaðsins sem þeir Egill og Jón Ásgeir fá sföan f leiðaranum, marga áratugi aftur í tfmann hvað snertir baráttu Morgunblaðsins gegn Sambandinu og fyigir þessi heilaga klausa hér: „Af hálftt Morgunblaðsins snerust þess- ar umræður ekki um neitt annað en það, að einn aðili mætti ekki verða of stór í atvinnulífinu." Við erum sérstaklega ánægð með þetta „ekki um neitt annað". Að einhver pólitík kunni að hafa blandast inn í málið? Ertu alveg spólandi hringlandi vitlaus?! Þú ert að tala við MORGUNBLAÐIÐ! Jafnframt eru EgiII og Jón Ásgeir skammaðir fyrir „þekkingarleysi" sitt á harðri baráttu sem Mogginn hafí háð gegn Eimskipafélaginu á sjöunda áratugnum (!) og fyrir að þekkja ekki til ýmissa leiðara blaðs- ins fyrr og síðar um stórfyrirtæki og svo erklykkt útmeð þvíað benda á hversu dýrkeypt þessi ósérhlífna barátta fyrir réttum málstað hafí verið Morgunblaðinu. Sum fyrir- tæki hafa meira að segja ekki viljað auglýsa í Morgunblaðinu vegna hinnar góðu baráttu þess! Jiminn einasti, við höfum aldrei heyrt annað eins. Að þetta skuli gerast á íslandi. Guði sé lof fyrir Morgunblaðið. Sem aldrei aldrei aldrei ALDREI myndi láta eigin hagsmuni vefjast fyrir hinum há- leitu skoðunum blaðsins á því sem rétt er fyrir ísland. í umræðunum endalausu um eignarhald á fjölmiðlum hefur Páll Vilhjálmsson farið mikinn en hann er ákveðinn talsmaður þess að lög verði sett til að koma í veg fyrir að einn aðili eignist hluti f of mörgum fjölmiðlum. Ekkert höfum við á móti skoðunum Páls en hins vegar þykir okkur nokk- urri furðu sæta að hann er ævinlega kallaður til að gefa sérfræðiállit sem „blaðamaður", en svo er hann ævin- lega tidaður. Nú má vera að Pál langi til að vera blaöamaöur en okkur þykir samt dálítið kúnstugt hvað hann er alltaf látinn bera þetta starfsheiti. Páll hefur nefinlega ekki starfað við blaðamennsku sfðan hann var rit- stjóri Helgarpóstsins fyrir allmörg- um árum, en Helgarpósturinn fór á hausinn skömmu síðar. í raun réttri vinnur Páll á skrif- stofu Rannsóknarráðs ríkisins. Annar „blaðamaður" sem víða lætur að sér kveða sem álitsgjafí um málefni fjölmiðla er Stein- grímur Ólafsson sem einu sinni var fréttamaður á Stöð 2. Stein- grímur hefur ekki heldur komið nálægt blaðamennsku um langt skeið (ef frá er talinn vefurinn Pressan.com sem hann hélt úti til skamms tíma), heldur starfar hann sem kynningarstjóri fyrir tfmaritið Séð og heyrt. Og þá er ónefndur Hallur Halls- son „blaðamaður"... Víð elskum Við verðum að játa það: Við elsk- um Morgunblaðið. Þaö getur verið svo hofmóðugt og stórt uppá sig að það er ekki hægt annað en elska það. Eitt dæmi um það birtist í leiðaran- um f gær. Þeir Egill Helgason og Jón Ásgeir Jóhannesson höfðu verið að ræða um eignarhald á fjölmiðlum og öðr- um fyrirtækjum í Silfri Egils kvöldið áður. Þar hafði meðal annars komið til tals allhörð gagnrýni Morgun- blaðsins á þróunina hérlendis, sem kristallast hafði f leiðara fyrir fáein- um dögum þar sem fagnað var hug- myndum um ný lög gegn „hringa- myndun" og um eignarhald á fjöl- miðlum. Þeim sama leiðara höfðum við hér f Fyrst og fremst einnig vakið athygli á. Við bentum á hvort í raun- inni væri hægt að taka mikið mark á skoðunum Morgunblaðsins varð- andi eignarhald á fjölmiðlum, þar sem Morgunblaðið væri sjálfi fjöl- miðlafyrirtæki og í harðri og erfiðri samkeppni við þá aðila sem ný lög myndu fyrst og fiemst beinast gegn. í því sambandi má jafiiframt rifia upp að Morgunblaðsveldið reyndi á sfnum tíma að koma fótunum undir sjónvarpsstöðina Stöð 3 og ekki er lengra sfðan en f haust að Mogginn reyndi að kaupa DV. Þá skrifaði Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morg- unblaösins enga leiðara f blað sitt um nauðsyn þess að takmarka eign- arhald á fjölmiðlum. Sem hann gerir núna, af þrótti og festu. Þeir EgiII og Jón Ásgeir fóru út í þessa sömu sálma íSilfrinu og vörp- uðu fram sömu spurningunum um hvort gagnrýni Moggans væri mark- tæk úr því hún snerist að verulegu leyti um eigin hagsmuni blaðsins. íhæsta máta eðlilegar vangavelt- ur, myndum við segja. En nei, segir Mogginn, svo sann- arlega ekki. Leiðarinn í gær er mikil breið- síða gegn vangaveltum þeirra fé-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.