Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 21
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 21
Arnaldur Indríðason ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska ríthöfunda hvað sölu á bökum varð-
ar. Hann er jafnqn með fleiri en eina bók á vinsældarlistum bókaverslana og verk Arnaldar hafa
verið þýdd á fjöída tungumála. Þegar hafa um 150.000 eintök af Mýrinniverið seld í Þýskalandi
og fyrsta upplag af Grafarþögn mun hljóða upp á 100.000 eintök. Þá hafa kvikmyndagerðar-
menn barist um réttinn til að kvikmynda sögur hans og nú eru tvær myndir í vinnslu. Effram
heldur sem horfir verða verk Arnaldar ein helsta útflutningsvara íslendinga fyrr en varir.
Aröbær útilutingur á Arnaldi
Horft yfir hafið VerkAmaldar Indriðasonar hafa notið mikilla vinsælda hérá landi slðustu árin. Arnaldur sendi frá sér sina
fyrstu bók árið 1997, spennu- og sakamálasöguna Synir duftsins. Núhafa bækur hans verið þýddar á fjölda tungumála og sem
dæmi um velgengni hans hefur þýska forlagið Bastei-Lubbe, sem maðal annars gefur út Stephen King og Ken Follett, ákveðið
aðfyrsta upplagið afGrafarþögn verði 100.000 eintök.Arnaldur hefurþegar selt um 150.000 eintök af Mýrinni IÞýskalandi og
frekari útgáfur á verkum hans eru fyrirhugaðar I t.d. Tékklandi, Skandinaviu og Bretlandi.
Rithöfundurinn Arnaldur Indriðason hefur á
síðustu árum selt margfalt fleiri bækur en aðrir
íslenskir rithöfundar. Það telst til undantekn-
inga ef Arnaldur er ekki ofarlega á sölulistum
bókabúðanna en þar hefur hann verið nær sam-
fellt í nokkur ár, oftast með fleiri en eina bók á
listanum. Spennu- og glæpasögur Arnalds virð-
ast höfða vel til fólksins, ekki bara hér á íslandi
því bækur hans hafa nú verið þýddar á fjölda er-
lendra tungumála og tvær kvikmyndir eftir bók-
um hans eru í bígerð.
Brautryðjandi íslenskrar spennusagna-
ritunar
Arnaldur sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu,
Synir duftsins, árið 1997. Síðan þá hefur ný
skáldsaga komið frá honum á hverju ári og jafnt
og þétt hefur áhugi almennings á sakamála- og
spennusögum aukist. Áður en Arnaldur kom
fram á sjónarsviðið var ákveðin lægð í ritun
slíkra bóka hér á landi sem má aðallega rekja til
fordóma fólks sem taldi ísland hvorki líklegt né
sannfærandi sögusvið fyrir slíkar sögur.
Sakamála- og spennusögur njóta hvarvetna
mikilla vinsælda og höfundarnir sem við þetta
hafa fengist njóta ennfremur virðingar bók-
menntasamfélagsins. I löndum líkt og Bretlandi
og Bandaríkjunum hefur skapast hefð fyrir slfk-
um bókmenntum en hér á landi eru sakamála-
sögur svo gott sem alveg nýjar af nálinni. Ein-
hverjir reyndu fyrir sér í þessum geira á fyrri
hluta síðustu aldar en greinin festi sig aldrei í
sessi. Menn voru feimnir við að fást við slíkar
sagnir og skrifuðu gjarnan undir dulnefnum. Því
má í raun fullyrða að íslensk sakamála- og
spennusagnaritun komist ekki á flug fyrr en árið
1997 þegar Arnaldur sendir frá sér sína fyrstu
bók. Sama ár sendi Stella Blómkvist (dulnefni)
frá sér bókina Morðið ístjórnarráðinu og í kjöl-
farið komu fleiri út úr skápnum. Viktor Arnar
sendi frá sér Engin spor, Árni Þórarinsson skrif-
aði Nóttin hefur þúsund augu og Hrafn Jökuls-
son gerði Miklu betra en best. Um leið má segja
að viðhorfið gagnvart íslenskum sakamálasög-
um hafi tekið að breytast.
Á íslandi ríkti áður mikil og sterk bók-
menntahefð þar sem nánast var litið niður á
hverskonar afþreyingarsögur. Nú hefur ákveðin
viðhorfsbreyting hins vegar átt sér stað og má
fyrst og fremst rekja hana til velgengni Arnalds
Indriðasonar. Hann hefur með vinsældum sín-
um og velgengni sýnt fram á að íslensk saka-
málaritun á fullan rétt á sér og er í raun nauð-
synleg fyrir íslenskar bókmenntir. Arnaldur er
án vafa helsta vonarstjarna íslenskrar skálds-
sagnaritunar, hann hefur selt mun meira en aðr-
ir höfundar á síðustu árum, verið þýddur á
fjölda tungumála þar sem bókum hans hefur
verið vel tekið og þá eru kvikmyndir sem byggð-
ar eru á bókum hans í bígerð. Ritverk Arnaldar
eru sem sagt orðin stærðarinnar útflutnings-
vara.
Mýrin seld í 150.000 eintökum í Þýska-
landi
Árið 2002 hlaut Arnaldur Glerlykilinn, nor-
rænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir bókina Mýr-
in. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu norrænu
glæpasöguna á ári hverju og því um mikinn
heiður að ræða. Ári síðar hlaut Arnaldur verð-
launin aftur, þá fyrir Grafarþögn og með því
staðfesti hann stöðu sína sem höfundur á al-
þjóðavettvangi. Bækur hans hafa m.a. verið
þýddar á sænsku, dönsku, finnsku, þýsku og
norsku svo eitthvað sé nefnt og væntanlegar eru
þrjár bækur eftir hann í Tékklandi.
Fyrsta prentun þýskrar útgáfu á Grafarþögn
verður svo 100.000 eintök í stað þeirra 60.000
sem í upphafi var áætlað að gera. Þessi stóra út-
gáfa var ákveðin í ljósi gríðarlegar sölu á Mýrinni
sem hefur selst í meira en 150.000 eintökum í
Þýskalandi frá ársbyrjun 2003. Þá hefur Edda
gengið frá samningum um útgáfu á Grafarþögn
í Danmörku, Tékklandi, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi, Englandi og Hollandi en umræddar útgáf-
ur í þessum löndum hafa einnig tryggt sér út-
gáfuréttinn á Mýrinni.
Vinnsla á tveimur kvikmyndum eftir bókum
Arnaldar eru nú einnig í fullum gangi. Annars
vegar er Baltasar Kormákur að vinna að gerð
kvikmyndar eftir Mýrinni og hins vegar hefur
Snorri Þórisson, eigandi Pegasus, tryggt sér rétt-
inn á Napóleonsskjölunum. Haft hefur verið eft-
ir Snorra að um alþjóðlega stórmynd verði að
ræða og bíða því margir spenntir eftir að sjá
hvernig til muni takast. Ekki er talið ósennilegt
að fleiri kvikmyndir byggðar á sögum Arnaldar
muni líta dagsins Ijós þegar fram líður.
Þessi vinsælasti rithöfundur íslensks sam-
tíma er því sannarlega eitthvað sem fólk ætti að
fylgjast vel með í framtíðinni. Ef áfram heldur
sem horfir verða verk Arnaldar orðin að einni
helstu útflutningsvöru íslendinga áður en langt
um líður.
Ævi Arnaldar Indriðasonar í stuttu máli
Arnaldur fæddist í Reykjavik þann 28.janúar árið 1961. Foreldrar hans eru Þórunn Ólöf Friðriksdóttir og
rithöfundurinn Indriði G. Þorsteinsson en kona hans heitirAnna Fjeldsted. þau eru búsett í Reykjavík og
eiga saman þrjú börn.
Arnaldur varð stúdent frá Menntaskóianum við Flamrahlíð 1981 og lauk B.A.prófi ísagnfræði frá Há-
skóla íslands árið 1996. Hann var um tima blaðamaður við Morgunblaðið og fékkst hann meðal annars
við kvikmyndaskrifog kvikmyndagagnrýni.
Arnaldur hefur sent frá sér sjö skáldsögur sem allar eru spennusögur og koma sömu lögreglumennirnir
við sögu íþeim flestum. Hann hefur unnið útvarpsleikrit upp úrnokkrum bóka sinna sem Leiklistardeild
ríkisútvarpsins hefur flutt. Þá hafa bækur hans verið gefnar út á fjölda tungumála auk þess sem hann
hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir skrifsín. Á síðasta ári hlaut hann m.a. Glerlykillinn, Norrænu glæpa-
sagnaverðlaunin, fyrir bók sína Grafarþögn en verðlaunin hafði hann einnig hlotið árið á undan, þá fyrir
Mýrina. Þá hefur Arnaldur hlotið styrki frá Kvikmyndasjóði Islands til að skrifa kvikmyndahandrit upp úr
tveimur bóka sinna.
Ritskrá Arnaldar Ind-
riðasonar
Með skáldsögunni Synir
duftsins, sem kom út árið
1997, steig Arn-
aldur fyrst fram
á sjónvarsviðið.
Vissulega er
byrj endabragur
á bókinni og
hún heldur óraunveruleg.
Engu að síður markaði
bókin ákveðin tímamót því
allt í einu voru íslenskir les-
endur tilbúnir til að kaupa
og lesa íslenskan krimma.
Lögregluparið Erlendur
og Sigurður Óli úr fyrstu
bók Arnaldar koma einnig
mikið við sögu í
annari bók hans,
Dauðarósum,
sem kom út árið
1998. Gagn-
rýnendur voru
ekki sammála urn ágæti
bókarinnar en sagan sver
sig í ætt við norræna
krimma, með tilheyrandi
félagslegu raunsæi og þjóð-
félagsgagnrýni.
Þriðja bók Arnaldar bar
heitið Napóleonsskjölin og
kom hún út
1999. Bókin er
nokkuð frá-
brugðin fyrstu
tveimur bókum
hans þar sem
formúlan sem stuðst er við
er allt önnur. Tímarammi
sögunnar nær frá síðari
heimsstyrjöld fram til sam-
tímans og er með hágæða-
samsærisplotti.
Arnaldur festi sig í sessi
sem besti glæpa- og
spennusagnahöfundur ís-
lands með íjórðu
bók sinni Mýr-
inni sem kom út
árið 2000. Gagn-
rýnendur voru
sammála um að
bókin væri hans besta fram
að þessu og lesendur voru
sammála. Mýrin hlaut m.a.
Glerlykillinn, norrænu
glæpasagnaverðlaunin,
árið 2002 og hefur verið gef-
in út á fjölda tungumála.
Grafarþögn kom svo út
árið 2001. Um er að ræða
glæpasögu sem tekur á
ólíkum og erfið-
um samfélags-
málum. Sagan
gerist á tveimur
tímaplönum þar
sem m.a. er
fengist við gróft heimislof-
beldi og eymd. Bókin hlaut
norrænu glæpasagnaverð-
launin, Glerlykilinn, árið
2003 og er væntanleg til
útgáfu í Skandinavíu og
víða á meginlandi Evrópu.
Árið 2002 sendi Arnald-
ur svo frá sér bókina Rödd-
ina. Velgengni bókanna
sem komu út
árin á undan,
hafa greinilega
hjálpað við sölu
_________á bókinni sem
—ti—I var ein sú vin-
sælasta það árið. Gagn-
rýnendur voru ekki alveg
jafn hrifnir af Röddinni og
fyrri bókum Arnaldar en
það virtist lítið koma að
sök, þjóðin var orðin ást-
fangin af lögregluparinu
Erlendi og Sigurði Óla.
Síðasta skáldsaga Arn-
aldar, Bettý, kom svo út
árið 2003 og þótt gagn-
rýnendur hafi
ekki verið sam-
mála um ágæti
bókarinnar var
augljóst að les-
endum þótti
hún frábær aflestrar. Bókin
seldist betur en nokkur
önnur bók fyrir jólin og
festi höfund hennar end-
anlega í sessi, ekki bara
sem fremsta spennusagna-
höfund landsins heldur
einn besta rithöfund ís-
lands.