Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 17
II 16 ÞRIÐJUDAOUR 13.JANUAR2004 Fréttir DV DV Fréttir ÞRIÐJUDAOUR 13. JANÚAR 2004 17 r Eg held al M Veður hefur áhrifá okkur öll. Þetta vita íslendingar en þótt náttúruhamfarir hafi ekki plagað okkur um hríð þá sjáum við engu að síður breytingar á íslandi. Undangengnir vetur hafa verið óvenju mildir, effrá eru skildir undanfarnir mánuðir. En úti í heimi er sagan önnur. Nýliðið ár var eitt mesta hamfaraár sem gengið hefur yfir um langa hríð og er talið að varlega áætlað hafi minnst 70 þúsund manns látið lífið vegna hamfara tengdum veðurfari víðs vegar í heiminum. „Ég held að Guð sé reiður við okkur, en ég veit ekki af hverju," sagði Enrique De Soto, bóndi í fjallaþorpi f Brasil- íu, eftir að flóð hafði skolað burt sex manna fjölskyldu hans og húsnæði á einu andartaki. Þetta var þriðja flóðið sem gekk yfir þorp þeirra á árinu 2003. Nýiiðið ár var eitt mesta hamfaraár sem gengið hefur yfir um langa hríð og er talið að varlega áætlað hafi minnst 70 þúsund manns látið lífið vegna hamfara af ýmsu tagi víðs vegar í heiminum. Móðir náttúra lét til sín taka með einhveijum hætti alls 700 sinntun og fjárhagslegt tjón vegna þess hefur aldrei verið meira. ísland: Á íslandi var nýiiðið ár meðal þriggja hlýjustu ára sem komið hafa sfðan mælingar hófust I Reykjavík mældist meðalhiti 1.8 gráður yfir meðallagi en 1.9 gráður yfir með- allagi á Akureyri. Á Dalatanga, Raufarhöfn og í Bolungarvfk var meðalhiti sá hæsti sem mælst hefur. Sumarúrkoma var í meira lagi víðs vegar á landinu. Janúar: Þurrkar herja víöa Einn öflugasti fellibylur sem mælst hefur, með yfir 350 km vindhraða, lagði 15 þorp á eyjunni Tikopia á Kyrrahafi f rúst Miklar rigningar og sterkir vindar urðu sex að fjörtjóni og lömuöu samgöngur um alla Vestur Evrópu. Fjögur hundruð létust þegar mikið kuldakast gekk yfir Suður Asfu. Svipaður atburður átti sér stað f Bangladesh en þar létust 260 mann8. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna tdl- kynnti að vegna þurrka væri komuppskera í landinu sú minnsta f 30 ár. í Lesotho í Afriku eyðUagðist meirihluti allr- ar uppskem bænda þegar hitasdgið fór niðurfyrir frost- mark í nokkra daga. Um 20 létust í Brasilfu þegar aurflóð féll á lítið þorp nálægt Río. Þúsundir manna flýðu heimili sín þegar flóð sökkti stórum hluta Malavf í Afríku. Vísinda- menn f Ástralfu tengdu verstu þurrka í manna minnum beinlfnis til breyttra veðursldlyröa með vísindalegum að- ferðum. Tvö böm létust f slæmum fellibyl sem gekkyfir Fiji. Þrettán hundmð létust úr kulda f óvenjulegu kuldakasti í Suöur Asfu. Verstu skógareldar sem geisað hafa f Ástralfu eyðilögðu 400 heimili. Eitt langvinnasta kuldakast sem mælst hefur f Boston f Bandaríkjunum átd sér stað. í Kar- ólínu snjóaði í fyrsta sinn í 13 ár. Febrúar: Afríka verst úti Tvö hundmð létust, 1700 slösuðust og þúsundir heimila í Kongó eyðilögðust þegar mikill stormur gekk yfir landið. Meðafiiiti í Alaska var um og yfir frostmark og vart varð við mikla ísbráðnxm. Snjómet féll í Boston. Mars: Hiti í Alaska en kuldi í ísrael Haglél drápu 15 manns í Texas og Arkansas. Talsvert snjóaði fyrir botni Miðjarðarhafe. í Zimbabwe fór að bera á hungursneyð vegna þurrka. Ferðamálayfirvöld í Alaska og Colorado fengu auldn Qáiframlög þar sem hláka annars vegar og þurrkar hins vegar höfðu gríðarleg áhrif á straum ferðamanna. Fjórum sinnum meiri snjór féll f Boston en árið áður. Hungursneyð sem orsakaðist af þurrkum varð staðreynd f Eritreu. Stór svæði í Amazon regnskóginum urðu skógareldum að bráð. Versti snjóstormur í heila öld hélt Denver á kafi í snjó í fimm daga. Sex létust þegar felli- bylir gengu yfir Georgfu. Aurflóð urðu 260 manns að ald- urtila í Kolumbfu og Bólivíu. Apríi: Lffið viö Mississippi ána Smábærinn Jackson við Mississippi fór því sem næst á kaf f miklum rigningum, þeim mestu sem mælst hafa þar um árabil. Meiriháttar eignatjón varð í Texas þegar stór haglél hiundu af himni ofan. Fimm létust og hundmð þurftu að flýja heimili sín í Pakistan vegna versta flóðs í landinu í 50 ár. í Kenía urðu árásir villtra dýra algengari þar sem vatnsból höfðu algerlega þomað upp. Þrumur og eld- ingar fylgdu versta stormi sem gengið hefur yfir norðaustur Indland og varð 36 að bana. Maí: Aldrei fleiri fellibylir Mikið flóð varð 16 að aldurtila í Argentínu eftir sjö daga stanslausar rigningar. Eftir margra vikna þurrka flæddi skyndilega yfir afskekktan hluta Kenía með þeim afleiðing- um að 30 létust og 10 þúsirnd urðu heimilislausar. Sama flóð eyðilagði stíflu með þeim afleiðingum að vatnsskortur ógnaði íbúum Nairóbí. Yfir 80 fellibylir gengu yfir miðhluta Bandaríkjanna á einni helgi. Veðurstofa Bandaríkjanna skráði alls 412 fellibyli fyrsm tíu daga maímánaðar sem var mun meira en nokkru sinni síðan mælingar hófust Hita- beltisstoimur varðl9 að bana og aðrir 400 særðust í Bangla- desh. í Króatfu eyðilagðist mestöll uppskera f landinu vegna verstu þurrka í manna minnum. Hitabylgja gekk yfir í Mexíkó og náði meðalhitastig á nokkrum stöðum 44 gráð- nm Júní: Hitabylgjur valda usla Tæplega 300 manns létust í versm flóðum sem orðið hafa á Sri Lanka. Dauðatalan vegna áframhaldandi flóða f Kenía og Eþíópfu hækkaði f 160 manns. Hitabylgja f Ind- landi varð 430 að bana. Til viðbótar létust 30 vegna sömu hitabylgju f Paldstan. Þriggja daga stormur sem gekk yfir Filippseyjar varð 15 manns að aldurtila. Fleiri en 20 fellibyl- ir gengu yfir Illinois rfkið á nokkrum klukkustundum. Strfðsástand varð á landamærum Bandarfkjanna og Mexíkó þar sem lítið var eftir f vatnsbólum sem þjóðimar nota sameiginlega. Hátt f 1500 manns létust vegna hita f Indlandi og Pakistan. Grfðarlegt eignatjón varð f Mexfkó vegna aurbleytu og flóða. í Taijkistan rigndi meira en nokkra sinni áður. Monsún rigningar f norðaustur Indlandi stökkm 400 manns á flótta. Meira rigndi í New York en nokkra sinni sfðan mælingar hófust. Flóð f Kfna urðu 14 að fjörtjóni og óttast var um 19 aöra. Aurskriður f Bangladesh drápu 60 manns og skildu 150 þúsund eftir heimilislaus. Júlí: Óvenju mikið um skordýr í fimm daga í röð reið stormur yfir Ohio og Indiana í Bandaríkjunum. Hitabylgja lagðist yfir Evrópu og olli skemmdum á uppskera vfða. Moskftófaraldur f Kambódíu vegna monsún rigninganna og mikil hætta á faraldri. Skrið- ux urðu 11 að bana í Japan. Stærsti fellibylur sem gengið hefur yfir Filippseyjar olli miklu tjóni. Rafrnagnslaust varð á stórum hlud austurstrandar Bandarfkjanna eftír að þrumu- veður gekk þar yfir. FeUibylurinn Imbudo olli usla í suður Kína. Ekkert lát varð á hitunum í Evrópu og allt skóglendi í mikilli hætm vegna þurrka. Fjórir létust í skógareldum í Frakklandi. Hundrað flýðu heimili sín í Kentucky vegna flóða. Hxmdrað manns létust í miklu úrhelli sem gekk yfir Pakistan. í Kanada mðu versm skógareldar þar í áratugi. Agúst: Evrópa stiknar Rigningar halda áfram á Indlandi, Pakistan, Nepal og Afganistan. Hundrað látast og stór hlutí uppskera í löndun- um er ónýtur. Neyðarástand ríkir í Portúgal þar sem 70 skógareldar geisa víða um landið. Tala látinna vegna hit- anna f Evrópu komin f 37. Næstum allur stofri ála f ánni Rín í Þýskalandi deyr út vegna hitastígs árinnar. Ellefu lémst í stormi sem gekk yfir Japan. Sameinuðu þjóðimar óttast malaríufaraldur vegna langs þurrkaástands í Eþíópfu. September: Heitasti septem- ber á heimsvísu Hitamet falla víða í Evrópu. Heildartala látinna í Evrópu nálg- ast 3000. Verstu þurrkar f Króatíu þurrka upp nær allar ár í landinu. Frakkar tilkynna að tala látinna vegna hitabyigj- unnar sé mim hærri en ætlað var. Ným töl- ur benda til að 20 þúsund hafi látísL Yfir 30 þúsund manns í Kanada flýja heimili sín vegna verstu skógarelda í landinu. Hitamet sett í Nebraska þar sem hitinn fer í 39 stíg tíu daga í röð. í norðvesturhluta Kína verða flóð til þess að flylja verður 25 þúsund manns burt. Uppskera í Ástralíu minnkar um 80% vegna þurrka. Stærsta stöðuvatn í Mið-Evrópu, Balaton vam í Ungveijalandi, er að þoma upp fjórða árið í röð. Stærstí fellibylur í 15 ár tekur land í Suð- ur-Kína með þeim afieiðingum að 86 farast, hundrað slasast og eignatjón er hið mesta sem Kínveijar hafa orðið fyrir um langa hríð. Eyjar nálægt Beimúda urðu illa útí í stærsta fellibyl sem þar hefiir orðið í 50 ár. Fómarlömbum skógareldanna Kanada fjölgar og hafa 4500 flölskyld ur orðið að flýja heim fleiri, eða 500 þúsund manns, þurftu að flýja sfn heimili f Kfna vegna flóða sem stóðu f þijár vikur samfleytLTæpIega 200 verðmætar fomminjar í hinni ævafomu borg Timbuktú í Mali skemmdust f miklu óveðri. Stanslaus flóð á Indlandi urðu 200 aö bana og flytja þurftí 200 þúsund í viðbót frá hættusvæðum Ein og hálf milljón manns var án rafmagns þegar fellibylur gekk yfir Suður-Kóreu. Staðfestar tölur frá Frakklandi um Qölda látinna vegna hitanna í Iandinu nálgast 15 þúsund. Alls er áætíað að 35 þúsund manns hafi látíst um álfima alla. Gulá í Kína flæðir yfir bakka sfna og gerði næstum millj- ón manns strandaglópa. Bandarísk veðurstöð lýsir yfir að september sé sá heitasti á heimsvísu sem mælst hefur. Október: Rignir nema þar sem þörf er á Alvarlegir faraldar koma upp á Indlandi vegna linnu- lausra rigninga.Tugir farast í aurskriðum í Alsír. Tæplega 40 láta lífið í Víemam vegna flóða. Þurr gróður og hitabyigja skapar kjöraðstæður fyrir eina mestu skógarelda sem kom- ið hafa upp í Kalifomíu. Versta flóð sem orðið hefur í Tælandi hrekur 200 þúsund manns frá heimilum sínum. Á sama tíma látast 70 vegna aurskriða í Indónesíu. Nóvember: Ár skógareldanna Slökkvilið nær tökum á skógareldum í Kalifomfu eftfr að 3500 heimili urðu eldunum að bráð. Áframhaldandi úrhelli í Víemam dregur tíu manns til dauða og eyðileggur fjölda heimila. Þrfr látast f flóðum f Frakklandi. Yfir 4000 manns flýja til fjalla vegna flóða í Venesúela. Desember: Meiri snjór en áður Fyrstí fellibylur sem vitað er að hafi komið af hafi í des- ember veldur gríðarlegu tjóni í Dómínikanska lýðveldinu. Snjóstormur lamaði aflt atvinnulíf í Boston og nágrenni. Óttast er að allt að 300 manns hafi farist í aurskriðum á Fil- ippseyjum. ráða for 1 Afríka El Azizia, Líbíu 58 stig f N.Ameríka Death Valley, BNA 57 stig 1 Asía TiratTsvi, ísrael 54 stig I Ástralía Cloncurry 53 stig Evrópa Sevilla, Spánn 50 stig S.Ameríka Rivadavia, Argentína 49 stig Eyjaálfa Tuguegarao, Filippseyjar 42 stig Suðurskautið Vanda station 15 stig MINNSTI HITI SEM MÆLST HEFUR Suðurskautið Vostok -89 stig Asía Oimekon, Rússlandi -68 stig N.Ameríka Snag, Alaska -63 stig Evrópa Ustschugor, Rússlandi -55 stig S.Ameríka Sarmiento, Argentína -33 stig Afríka Ifrane, Marokkó -24 stig Ástralfa Charlotte Pass -23 stig „Veðurspám svipar að ---------------------- mörgu leyti til knatt- . spymuliðs,“ segir Trausti í, Jónsson, veðurfræðingur || hjá Veðmstofu íslands. „Ef | liðinu gengur vel þá eru | ákveðnar líkur á að næsta | ár verði svipað eða betra. Einstaka sinnum koma sérstök ár og þá gengur ekkert og liðið fellm niðm um deild.“ , Trausti tekur ekki endi- j í ' Hflj lega undir þau sjónarmið —_—8—_ að síðasta ár hafi verið Trausti Jónsson mikið hamfaraár. „Það er Breytingar á veðri eru vissulega mikið um ýmsar ^e9fl oú en áður. náttúruhamfarir en hver veit nema þetta sé eðlilegur ijöldi á ári hverju. Það voru ekki jafn margir fréttamenn til árið 1930 og færri leiðir til að koma fréttum á framfæri.“ Varðandi nýtt ár vill Trausti ekki spá miklu. Hann segir ómögulegt að ráða í það hvort hita- bylgja, eins og sú sem lagðist eins og teppi yfir Evr- ópu í sumar, sé líkleg á ný en margir erlendir spá- menn halda því fram að slíkt ástand verði orðið eðlilegt eftir 40 - 50 ár. „Það má segja að allar breytingar á veðri eru lík- legri í dag en þær voru áðm. Lfkrn eru á að slíkar bylgjur komi fram á nokkurra ára fresti en sem fyrr er næsta ómögulegt að segja til um það. Tilviljanir ráða för.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.