Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 Fréttir DV Mál barna- klámsmanns þingfest Mál ríkissaksóknara á hendur Ágústi Magnússyni vegna barnakláms verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Ágúst var handtekinn í júní síðastliðnum og gerð hús- leit á heimili hans í kjölfar- ið. Við hús- leitina fund- ust þúsundir mynda af barnaklámi og öðru klám- fengnu myndefni. Við yfir- heyrslur játaði Ágúst að eiga myndefnið en þetta er mesta magn barnaldáms sem lögregla hefur lagt hald á einu máli. Þá lék grunur á að Ágúst hefði búið sjálfur til heimamyndbönd þar sem ungmenni koma við sögu. Heimildir herma að allt að sex drengir komi við sögu í málinu. íkveikja í Eyjum Reynt var að kveikja í tré- smíðaverkstæðinu Sprossa í Vestmannaeyjum á föstu- dagskvöld. Svo virðist sem bensíni eða svipuðum vökva hafi verð hellt á hurð og kveikt í. Vegfarandi varð var við eldinn og lét lögreglu vita sem réð niðurlögum hans. Að sögn lögreglu virðist sem þetta hafí verið prakkara- strik. Litlar skemmdir urðu. Lögreglan rannsakar málið og hefur yfirheyrslur í dag. Meiðyrðamál Jóns og Dav- íðs þingfest Mál Jóns Ólafssonar á hendur Davíð Oddssyni fyrir meiðyrði verður þing- fest í Héraðsdómi Reykja- víkur í dag. Jón krefst þess að tiitekin ummæli Davíðs um skattsvik og þjófnað Jóns verði dæmd dauð og ómerk. í stefnu Jóns er gerð krafa um að Davíð verði dæmdur til að greiða sektir og miskabætur. Gera má ráð fyrir að Davíð fái fjórar vikur til að rita greinargerð um málið en málið verði að því loknu tekið fyrir fyrir dómi. Jón vill fá þrjár millj- ónir króna í miskabætur og 350 þúsund í viðbót til að kosta birtingu á dómi í málinu í þremur dagblöð- um auk málskostnaðar. Tvö innbrot Tvö innbrot eru nú til rannsóknar hjá rannsóknar- deild lögeglunnar í Keflavík. Annarsvegar er um að ræða innbrot í Holtaskóla í Kefla- vík og hinsvegar Félagsmið- stöðina í Grindavík. Innbrotið í Holtaskóla var tilkynnt til lögreglu í gærmorgun en þaðan hafði verið stolið ýmsum tækjum, m.a. myndbands- og upp- tökutækjum. Innbrotið í Fé- lagsmiðstöðina var tilkynnt á sunnudag en þaðan var stolið um 18.000 kr. í skipti- mynt. Sýslumaðurinn í Keflavík sætir ásökunum vegna meintra mistaka. Lögráðamaður hirti 25,5 milljónir af erfingjum trillusjómanns, útgerðarmaður segist hafa misst bát vegna handvammar í þinglýsingu og fjárnám var gert í húsi ungs fólks vegna greiðslukortaskuldar fyrri eiganda. Embættið neitar að svara DV. „Við munum svara fyrir okkur á öðrum vettvangi." aofOtur fýslu manns ÍS^rots u" i, 'fifcnVW, 4,- l,t' <KÍ“ «t*<Vfi| "w^,v»v|. •WÍ4}„ot,, 'aúurinnlciti 1 éttar s/ns Jón Eysteinsson Sýslumaður- inn í Keflavik liggur undir ámæli fyrir meint mistök I embættis- færslum. Jón Eysteinsson, sýslumaður í Kefla- vík, hefur á fáum vik- um fengið á sig harða opinbera gagnrýni vegna meintra óvandaðra vinnu- bragða, I gær sagði frá því í DV að erfingjar trillu- sjómanns í Keflavík telja sýslumanninn hafa brugðist þeirri skyldu sinni að fylgj- ast með athöfnum endurskoðanda sem embættið hafði sam- þykkt sem lögráða- rnann tveggja dætra trillusjómannsins. Vegna þessa sinnuleysis sýslumannsins hafi lögráða- maðurinn á löngu tímabili getað óáreittur dregið sér 25,5 milljónir króna úr dánarbúinu. Fjárnám í húsi vegna fyrri eiganda í lok nóvember skýrði Fréttablaðið frá því að ung hjón sem keyptu húsnæði í Reykjanesbæ töldu sýslumannsembættið hafa farið rangt að með því að þinglýsa á hús þeirra fjárnámi vegna greiðslukortaskuldar fyrri eigenda hússins. Ólafur Hreinsson, fulltrúi sýslumanns, sagði þá aðspurður að um vanaleg vinnubrögð væri að ræða hjá embættinu. Þau ættu sér stoð í lögum. Málið var borið undir Þóri Hallgrímsson, lög- mann hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Þórir sagði í Fréttablaðinu að aðferðin hjá kollegum sínum í Keflavík væri röng. Rétt hefði verið að gera fjár- nám í kröfu seljandans á hendur ungu hjónunum vegna eftirstöðva kaup- verðsins, alls ekki í húsinu sjálfu. „Þarna er greinilega eitthvert mis- ræmi sem þarf skoðunar við,“ sagði Ólafur Hreinsson þá við Fréttablaðið. Láðst hafði að þinglýsa 5 milljóna króna láni frá Landsbankanum á flskibát sem síðar var seld- ur. Nýr eigandi bátsins fékk skuldiná óvænt í hausinn þegar sýslumannsembættið „leiðrétti" mistökin nokkrum árum síðar. Landsbankalánið var sett á fyrsta veðrétt á bátnum og ýtti þar með öðrum áhvílandi lánum aftur fyrir sig. Bátseig- andinn sagði þetta hafa gert útslagið um að útgerð hans varð gjaldþrota. Hann vill að sýslumaður bæti skað- ann. „Ef það sannast að tjón hafi kom- ið á hann fær hann það bætt," sagði Jón Eysteinsson sýslumaður við Fréttablaðið í desember. Sýslumaður svarar ekki DV Jón Eysteinsson var ekki við störf í gær. Fulltrúi hans, Ásgeir Eiríksson, seg- ist ekki vilja svara spurningum DV vegna ásakana á hendur sýslumanni varðandi dánarbú trillu- sjónamannsins. „Okkur þykja þau vinnubrögð DV að tala ekki við okkur fyrst vera ómerkileg. Við munum svara á öðrum vettvangi," segir Ásgeir. Hvað snertir mál bátsteigandans áðurnefnda og ungu hjónanna í húsnæðiskaupunum segir Ás- geir sér ekki vera kunnugt um hvort og þá hvernig þau mál hefðu ver- ið til lykta leidd. Hann telji þó bátseigandann enn vera í sömu sporum. gar@dv.is cfti r w eigendasJdDtí ^mrnrnmmmssss^- Fimm milljóna lán gleymdist í byrjun desember greindi Frétta- blaðið frá öðru dæmi um meinta hand- vömm sýslumannsins í Keliavík. Mistakafréttir af sýslumanni i Kefla- vík. iDVigærogi Fréttablaðinu 26. nóv- ember og 5. desember sagði frá þremurað- skildum málum þar sem meint mistök sýslumannsembættis- ins i Keflavik koma við sögu. f aa Hvað er að gerast í Kópavogi? Hvað er eiginlega með Kópavog? Þetta litla pláss, sem var ekki einu sinni til fram undir miðja þessa öld, er nú svo áberandi í öllum þeim fjöl- miðlum sem Svarthöfði hefur að- gang að, að hann er farinn að fá á til- finninguna að það gerist hvergi neitt á þessu landi nema í Kópavogi. Jæja þá, þetta er nú kannski örlít- ið ofmælt. Eitt og eitt bankarán er svo sem framið í öðrum plássum, en þar fyrir utan gerist hvergi neitt sýn- ist Svarthöfða nema í Kópavoginum. Þetta byrjaði líklega allt þegar indverska prinsessan Leoncie söng sitt ódauðlega lag um fólkið sem hittist á pöbbnum í Kópavogi. Þá var hreinlega eins og íjandinn væri laus, og alls konar „filth" tók að vella út um hverja smugu á Kópavoginum. Svarthöfði er til dæmis orðinn al- veg ringlaður yfir öllum þeim frétt- um sem DV hefur flutt að undan- förnu um einhverja dularfulla nudd- stofu í Kópavoginum, þar sem ekki varð séð betur en upp væri risið sannkallað Chinatown, og eitthvert kínverskt hasarkvendi ræki mansal í stórum stíl. Og ekki þarf að rekja fyrir lesend- um blaðsins hinar dularfullu fréttir af nuddaranum Pang sem týndist í Kópavogi en fannst svo aftur á bak- síðu blaðsins sjálfs! Nema hvað, nú í gær var því haldið fram í blaðinu að nuddarinn væri kannski alls ekki bara nuddari og á nuddstofunni væri rekið eitt- hvað sem kallað er „kynlífsnudd", sem Svarthöfði vill ekki einu sinni leiða hugann að hvernig fram fer. Var þó ekki nóg um kynlíf í Kópa- vogi? Er það ekki þar sem Ásgeir Þór ' Davíðssonxekur sinn Goldfinger óg sýnir hinar berrössuðu meyjar? Hvernig stendur á þessu? Þá berast nú fregnir af því að í Kópavogi sé líka einhvers konar mót- orhjólaklúbbur þar sem starfsemin virðist kannski eitthvað málum blandin, þótt nú fari Svarthöfði ekki lengra á þessari braut, þar sem nú er svo komið að meira að segja Sverrir tattú er farinn að veifa lögfræðiálit- um og formlegum lögreglukærum. En allra verst þykir þó Svarthöfða þær pyntingar sem fram fara í Kópa- vogi á hverju föstudagskvöldi í sjálfri Smáralindinni þar sem lífsglöð og söngglöð (en ekki öll jafn söngviss) ungmenni eru dregin sundur og saman í háði af þjóðinni allri og á að heita leit að næstu poppstjörnu ís- lands. Svarthöfði skilur hvorki upp né niður í þessu. Skyldi Sigurður Geir- dal vita af þessu öllu saman? Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.