Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 Síðast en ekki síst DV Veðrið Krossgátan • Gamla sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði er með fallegri sund- stöðum landsins. Þykir hún um margt lík sumar- bústað Gaddafís Líbýufor- seta og engu líkara en hún sé byggð eftir sömu teikningu. Hvergerðing- ur á þrítugsaldri, Einar Ingi Krist- insson, hefur ítrekað óskað eftir að því að fá pláss í sundlaugarbygg- ingu til leigu undir líkamsræktar- stöð. Bæjarráð hefur ekki orðið við beiðni Einars. Á hinn bóginn hefur verið ákveðið að auglýsa húsnæði í sundlauginni til leigu undir heilsu- tengda starfsemi. Ekki verði gengið til samninga við neinn fyrr en við- brögð við auglýsingunni hafa borist. • Fótboltaþátturinn Boltinn með Guðna Bergs á Sýn á sunnudögum hefur verið nokk- uð vinsæll í vetur. Fyrrum atvinnu- maðurinn Guðni heldur utan um þáttinn ásamt Heimi Karlssyni en þeir félagar fá svo til sín gest í hverri viku. Knattspyrnuáhugamenn hafa verið að hlæja í laumi að því hversu fáir sparkspekingar virðast vera til á landinu, að minnsta kosti að mati þeirra Heimis og Guðna, því alltaf virðast sömu mennirnir dúkka upp í þættinum. Þannig hafa þeir Ólafur Þórðarson og Amar Gunnlaugsson báðir komið að minnsta kosti tvisvar og eflaust hafa fleiri leikið þann leik. Næsta sunnudag gæti þó lifnað aðeins yfir þessu því þá verð- ur enginn annar en Hermann Gunnarsson gestur í þættinum. Loksins, loksins gætu einhverjir sagt og ekki skemmir fyrir að Guðni verður með viðtal við Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfara Englend- inga... íjilensku bfikmenntaverðlaunin Oli Gunn og Þorleifur líklegir íslensku bókmenntaverðlaunin, sem Félag íslenskra bókaútgefenda veita, verða afhent af Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum á fimmtu- daginn kemur bæði í flokki fagur- bókmennta og fræðirita. í hvorum flokki berjast fimm bækur um verð- launin og í flokki bókmenntanna telja kunnugir að Ólafur Gunnars- son eigi einna besta möguleika fyrir bók sína öxin og jörðin. Sjón á líka formælendur með sinn Skugga-Baldur og sömuleiðis Stormur Einars Kárasonar, en ætla verður að Ijóðabókin Nýfundna- land eftir Gyrði Elíasson og skáldsagan Landslag er aldrei asna- legt eftir Bergsvein Birgisson komi lítt til álita. Gyrðir fékk þessi verð- laun fyrir þremur árum. Fræðiritin eru líka fimm. Sér- fræðingar DV halda því fram að sennilegast verði að telja að Saga Reykjavíkur í þúsund ár, 870-1870, eftir Þorleif Óskarsson hreppi hnossið. Guðjón Friðriksson hefur þegar fengið verðlaunin tvívegis sem hlýtur að draga úr möguleikum hans og síðara bindisins af ævisögu Ólafur Gunnarsson Sigurstranglegur með Öxina og jörðina. Jóns Sigurðssonar forseta. Ævisaga Valtýs Stefánsson eftir Jakob F. Ás- geirsson er einnig tilnefnd en er ekki talin eiga verulega möguleika. Meðal fræðiritanna sker bókin Að láta lífið rætast eftir Hlín Agnars- dóttur sig nokkuð úr, og þeir eru reyndar til sem fullyrða að bókin eigi verulegan séns, telji nefndin sem ákveður verðlaunin nauðsyn- legt að sýna dirfsku og djörfung. I flokki fræðiritanna er þó eitt al- veg öruggt: Hannes Hólmsteinn Gissurarson mun ekki hljóta verð- launin fyrir Halldór, fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness. Að vísu situr í verðlaunanefndinni einn þeirra þriggja sem tilnefndu Halidór, Snorri Már Skúlason kynn- ingarfulltrúi Þjóðminjasafnsins, en giska má á að jafnvel hann muni ekki halda stíft fram hlut Hannes- ar/Halldórs í ljósi þess hversu um- deild bókin er orðin. Hins vegar reikna menn fastlega með að Hannes muni verða manna keikastur við verðlaunaafhending- una og í engu láta deilurnar um bókina hindra sig í að njóta stund- arinnar. Auk Snorra Más sitja í nefndinni þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ragnar Arnalds sem er formaður hennar, skipaður af forseta ís- lands. Q 4*** _ ik r * * Stormur '1 Hvassviðri “OHvassviðri C2J -2* * T ■ st— 1- itormur ol •rl é*é* T Alfhvasst síðdegis -0 Hvassviðri Hvassviðri T +3(£Í é.é Allhvasst +3 síðdegis 4 4 Allhvasst síðdegis Hvassviðri síðdegis Lárétt: 1 greinilegur, 4 hitta, 7 spor, 8 spil, 10 hnjóðsyrði, 12 djúp, 13 ragn, 14 starf, 15 aftur, 16 kjökur, 18 ræfil, 21 sterk, 22 sýra,23 grind. Lóðrétt: Lóðrétt: 1 lána, 2 reykja, 3 tjón, 4 fjöldi, 5 þjálfa, 6 umboðssvæði, 9 brothætt, 11 sjónvarps- skermir, 16 eim, 17 hrúga, 19 bleyta, 20 form. Lausná krossgátu ‘ipuj 0Z '|6e 6L 'so>| n 'urja 9t 'jef>js 11 '>|>|ois 6 ‘iure g 'ejæ s'jn6u!|||sg p 'e^9Aej>|s e'eso j'ef| t úíSJePT ■}su Ej'esáui ££'6nyp t3'urje6 '!>|>|s 91 'uua g t 'efg! p t 'A|pq e t '||e 3 L 'ise| q t 'jese 8 'pj>|s l 'ejæq F 'sof| t:»aJ?T Rétta myndin Ótrúlegt en satt: Sofandi leikmaður í miðjum landsleik. Idol spólar á Akureyri Kalli Bjarni, Jón Sigurðsson og Anna Katrín, eftirlifandi þátttakend- ur í Idol Stjörnuleit Stöðvar 2 brugðu sér í heimsókn til Akureyrar á sunnudaginn. Heimsókn tríósins þótti sæta tíð- indum í höfðustað Norðurlands enda er faðir önnu Katrínar, Guð- brandur Sigurðsson, for- stjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa. Á heimasíðu Akureyrarbæj- ar er sagt frá því að söngfuglarnir hafi lent í smávægilegum vandræð- um á leið sinni í Hlíðarfjall. „Á leiðinni upp í Fjall byrjaði vanbúinn bíll Idol-fólksins að spóla og varð að draga hann síðasta spöl- Ha? inn upp að Skíðastöð- um. Akureyringurinn Anna Katrín lét sér hvergi bregða en drengirnir Jón og Karl vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið," segir með- al annars um heimsóknina. Anna Katrín Kippti sér lítið upp við að bill Idol-krakkanna spólaði á Akureyri. 'iMm • Um miðjan næsta mánuð mun flugrútan frá Reykjavík til Keflavíkur fara frá BSÍ en -------- ekki Hótel Lof- leiðum eins og verið hefur und- anfarin 35 ár. Kemur breytingin U til vegna þrengsia ui á hótelinu en fyr- l irtækið Kynnis- ferðir, sem sér um flugrútuna, getur vart athafnað sig lengur á hótelinu vegna þrengsla. Síðast en ekki síst \ > —------ FUNDIÐ ÞI£> ^ , f SPRENSJURNAR? ME£> NÝJUSTU ( HÁTÆKNI, 6ERI ÉS RÁ€> FYRIR. MAÖUR / V HRASAR NÚ EKKI BEINT UM SPRENSJUR HER I EYUIMORKINNI. ■PAFFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.