Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 3
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 3 LSD og heilaspuni í Landsvirkjun Spurning dagsins Idol? Kiallari Virkjun Jökulsár á Fjöllum hefur verið á dagskrá í Landsvirkjun og Orkustofnun í meira en þrjá áratugi. í 2. h. Samvinnunnar 1970 lýsti Guttormur Sigurbjarnarson áætlun- um um að virkja stærstu jökulárnar norðan Vatnajökuls. Þær þóttu þá stappa við brjálæði og fengu sýru- uppnefnið LSD - Lang Stærsti Draumurinn. En nú er LSD-land- eyðingin á fullri ferð og sér ekki fyrir endann á ósköpunum. Engin áform um virkjun Jök- ulsár á Fjöllum? í DV 12. jan. 2004 segir stjórnar- formaður Landsvirkjunar, Jóhann- es Geir Sigurgeirsson: „Ég hef margsagt að engin áform eru uppi um virkjun Jökulsár á Fjöllum“, og síðan vitnar hann í sína „persónu- legu skoðun“ að vernda eigi Jökulsá á Fjöllum heildstætt og bætir svo fallega við: „um það virðist víðtæk sátt“. Hann klykkir svo út með að full- yrða að ráðherra orkumála sé alveg sammála þessu. Allt virðist þannig í stakasta lagi í höndum þessara öðlinga. Ekki veit ég fyrir víst hvernig Jó- hannes Geir skilur orðið „áform" en eitthvað virðist þó hér vera málum blandið. Níu árum eftir grein Gutt- orms Sigurbjarnarsonar í Samvinn- unni gaf Orkustofnun út sérstakan pésa til að eyðileggja friðunaráform Náttúruverndarráðs á fossum í Jök- ulsá á Fjöllum. Höfundar voru þeir Jakob Björnsson og HauJatr Tómas- son. Hverfur Dettifoss? Á bls.l stendur: Rétt er að slá því föstu nú þegar að vatn hverfi alveg af eftirtöldum fossum í fyrsta flokld, vegna virkjana: Dettifoss, Selfoss, Hafragilsfoss. Líklegt er að allir þess- ir fossar hverfi í sömu virkjunar- framkvæmd. Hvenær af henni verð- ur er óljóst, en mjög ólíklegt er að það verði fýrr en eftir 1990, og um- talsverðar líkur á, að það verði ekki fyrr en eftir aldamót. Síðan hefur mikið jökulvatn runnið til sjávar en áformin eru, því miður, óbreytt. í frumvarpi á Al- þingi um Kárahnjúkavirkjun birtist fylgiskjal firá Orkustofnun frá febrú- ar 2002 sem sýnir að LSD er í fullu gildi og þar eru Orkustofnun og hefur verið í undirbúningi óslitið í áratugi á kostnað almennings og er enn. Víst var fjallað um virkjun Jökulsár á Fjöllum „Ég hef margsagt að engin áform eru uppi um virkjun Jökulsár á Fjöll- um,“ sagði JGS svo einlæglega um daginn, en árið 2003, nákvæmlega þann 18. maí þ.e. fyrir rúmu hálfu ári setti sá sami Jóhannes Geir á sig kápu stjórnarformanns og fjallaði á samráðsfundi í Landsvirkjun um virkjun Jökulsár á Fjöllum ofan við þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum og Dettifoss. Til hvers? Stunda þeir heilaspunafundi í Landsvirkjun? Landsvirkjun komin á fljúgandi al- sælu í stað LSD í áformum sínum, því Orkustofnun ymprar líka á virkj- un í öskju, og hispurslaust er því lýst að endurskoðun virkjanahug- mynda frá 1994 geri ráð fyrir virkjun Jökulsár á Fjöllum nyrst í Kreppu- tungu en Orkustofnun „telur undir- búning hennar of skammt á veg kominn til að hún komi til álita“ fyr- ir Reyðarál. Með öðrum orðum:LSD Guðmundur Páll Ólafsson veltirfyrirsérjang stærsta draumi" Landsvirkjunar Fólkdæmtinnogút „Ég fylgist ekki meö erlendu veruleika- sjónvarpi - og þaðan afsíður íslenskum tiiraunum afþeim toga. Þarna er fólk dæmt inn og út og í svo litlu samfélagi sem Island er fylgir það þeim sem ekki sigraði að hafa verið sá sem tapaði æv- ina á enda. Um þetta gilda önnur lög- mál þegar komið er út í hinn stóra heim, þar sem stórsigur felst í því einu að ná að komast ísjónvarpið." Magnús Kjartansson, hljómlistar- maður. „Þetta er vænt sjónvarpsefni og þarna koma fram margirgóðir söngvarar sem munu láta að sérkveðaí framtíðinni. Ég spáði þvi strax að Kalli Bjarni ogAnna Katrín kæmust langt sem hef- ur orðið raunin, enda eru þau bæði mjög frambærilegir söngvarar." Gestur Einar Jónasson, útvarps- maður. „Þetta er þræl- skemmtilegt sjónvarpsefni, en ég er búinn að horfa á síð- ustu þrjá þætti. Svona keppni er hvetjandi bæði fyrir þá sem hafa tón- listarhæfileika - og einnigþá sem telja sig þá hafa." Finnur Bjarki Tryggvason, kjötiðn- aðarmaður í Nóatúni." „Krakkarnir standa sig einsog hetjur og ég veðja á að Kalli Bjarni vinni, en hann hefur verið í mikilli framför frá einum þætti til ann- ars. Ég trúi að keppnin hafi mikiljá- kvæð áhrifá sönggleði í landinu, enda eru svona uppákomur til þess fallnar." Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, djass- söngkona. „Ég var með Stöð 2 í áskrift í desember og sá þá fjóra þætti og fannst gaman. Ég vona að einhver bjóði mér síðan i heimsókn þeg- ar lokakeppnin er á dagskrá." Sigríður Pétursdóttir, vinnur í Nóa- túni. Idolkeppnin hefur náð hylli þjóðarinnar - og nú styttist í úrslitin um hver sé Idol- stjarna fslands. fbúðir aldraðra Núverandi stefna imála- flokknum hefur leitt samfélagið í algjörar ógöngur, segir bréfritari. Gamla fólkið haft að féþúfu Benedikt Ólafcson skrifár: Á íslandi þykir það vitnisburður um góðmennsku og mannúð þegar byggð eru elliheimili eða þjónustuí- búðir aldraða. Rekinn er áróður fyrir því að hvergi fari betur um gamla fólkið en einmitt þar. í þeirri umræðu er því hinsvegar yfirleitt sleppt að elliblokkirnar eru íburður og pen- ingaplokk. Fólk selur einbýlishúsin sín og má teljast heppið ef andvirðið dugar fyrir íbúð í elliblokk, einsog Lesendur hafa risið vítt og breitt um borgina - og raunar um allt land. Velta má þó fyrir sér hver ávinningur gamla fólks- ins sé. Er allt fyrir það gefandi að búa í húsi þar sem er fótsnyrting og her- bergi þar sem hægt er að spila félags- vist eða fást við útskurð og bókband. Gjarnan eru fatlaðir og aldraðir settir á sama bás. Samkvæmt kenn- ingum um málefhi fatlaðra er stefnan í dag sú að fatíaðir séu ekki á stofnun- um og nú em sambýli að verða úrelt. Nú þykir sjálfsagt að hver og einn fatíaður einstaklingur búi - með stuðningi - á sínu eigin heimili. Til dæmis í fjölbýlishúsum og þá í sam- félagi við ófatlað fólk. Fyrir þessari stefnu er rekinn áróður og því að þeir sem sigla fullum seglum í lífinu hafi samfélag við þá sem minna mega sín. Slfkt eigi að vera ávísun á umburðar- lynt og skilningsríkt þjóðfélag og víst má það til sannsvegar færa. En hversvegna þá að hvetja gamla fólkið til að flytja á elliheimili? Ef ungt fólk og gamalt býr í sama stigagangi í fjölbýlishúsi og eðlilegur samgangur er meðal fólks getur samneytið verið þroskandi fyrir báðar kynslóðir. Og fyrir litíu krakkana getur það verið heilt ævintýri að eignast nýja ömmu eða afa í næstu íbúð - sem aftur getur brúað kynslóðabilið sem fer sífellt breikkandi, illu heilli. Ég trúi því líka að þetta geti verið þroskandi fyrir gamla fólkið, sem með þessu fær hlutverk og góðan félagsskap. Hér fara því saman margþættír hags- munir. Hér er lagt til að við nálgumst málefni aldraðra með alveg nýrri sýn, það er út frá félagslegri velferð þegn- anna. Núverandi stefna hefur leitt samfélagið út í algjörar ógöngur, fyrir svo utan hversu ógeðfellt það er að hafa aldraða að féþúfu í félagslegum stuðningi við byggingaiðnaðinn í landinu. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. WFA R BARNAFATAVERSLON Bæjarlind 1-3 Kópavogi Sími 555 6688 R0BERT BANGSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.