Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 9
Feministar
funda um
einkadans
Feministafélagið hefur
stefnt ÞórólFi Árnasyni
borgarstjóra og Jónasi
Hallssyni aðstoðaryfir-
lögregluþjóni til
svara um hvort
lögreglusam-
þykkt Reykja-
víkurborgar um
nektardans séu brotn-
ar. í samþykktinni er
einkadans bannaður
og nektardans aðeins
leyfður f rúmgóðu hús-
næði. „Það hefur komið
fram að eigandi Goldfinger
í Kópavogi vilji koma á legg
peep-show í húsnæði Veg-
as í Reykjavík og það kom
fram í nýrri skýrslu að
einkadans sé stundaður í
lokuðu rými í Reykjavík,"
segir Hildur Fjóla Antons-
dóttir, meðlimur í öryggis-
ráði Feministafélagsins,
sem vill fá svör um hvort
það sé í lagi að smjúga
framhjá lögreglusamþykkt-
inni með afbrigðum líku
peep-showi. Fundað verður
um málið á Sólon milli átta
og tíu í kvöld.
Enn sprencjdir
fluqeldar i
Hafnarfirði
Lögreglan í Hafnarfirði
hefur á undanförnum dög-
um þurft að hafa afskipti af
allmörgum unglingum
vegna sprenginga á flugeld-
um. Samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglunni er um
að ræða unglinga sem
geymt höfðu flugelda frá
áramótum, tekið þá í sund-
ur og síðan notað innihald-
ið á þann hátt að stórhætta
gat skapast af. Sama vanda-
mál mun einnig vera uppi á
teningnum í Vestmanna-
eyjum.
Lögreglan í Hafnarfirði
segir að rætt hafi verið við
ungmennin og foreldra
þeirra af þessum sökum. Er
athygli vakin á þvf að eftir
6. janúar og fram til 27.
desember er öll notkun á
flugeldum bönnuð hér-
lendis.
Efstu bekkir
taka á einelti
Nemendur í 10. bekk í
Holtaskóla og Myllubakka-
skóla í Reykjanesbæ munu
á næstunni gæta þess að
samnemendur þeirra verði
ekki fyrir einelti í frímínút-
um.
Um er að ræða verkefni
sem hófst á síðasta skólaári
í Holtaskóla að frumkvæði
foreldra. Efla á vitund nem-
enda og skilning á einelti
og siðferðilegri ábyrgð
gagnvart öðrum nemend-
um.
Fyrir sinn snúð fá elstu
bekkingarnir ferðastyrk við
námslok frá Forvarnasjóði
Reykjanesbæjar. Þá hafa
nemendur fengið úlpur frá
samtökunum Regnboga-
börnum sem þau nota við
gæsluna. Krökkunum hefur
einnig verið boðið til Hafn-
arfjarðar á kvöldvöku hjá
Regnbogabörnum.
Suðurlandsvegur við Gunnarshólma og í Lögbergsbrekku er hættulegur slysakafli,
þó vegurinn sé beinn og breiður. Fimm hafa látist í Qórum slysum síðustu þrjú
árin - og enn fleiri sé farið lengra aftur í tímann.
Banaslysið um helglna I árekstrijeppa
og fólksbíls um helgina lést ungur maöur.
Hann var sá fímmti sem lætur lífíð í um-
ferðarslysum á vegarkafíanum frá Gunn-
arshólma upp fyrir Lögberg.
■ V-
c 112 -
—m
DV Mynd Vilhelm
Fimm hafa látist á síðustu þremur árum í fjór-
um banaslysum sem orðið hafa á Suðurlandsvegi
við Lögbergsbrekku. Hér ræðir um vegarkaflann
frá bænum Gunnarshólma og upp fyrir Lögberg,
en síðasta banaslysið á þessum slóðum varð sl.
laugardagsmorgun þegar ungur maður frá Isafirði
lést í árekstri tveggja bifreiða. „Síðan getum við
hækkað þessa tölu enn meira með upplýsingum
um mun fleiri slys ef við förum lengra aftur í tím-
ann eða færum okkur austar á bóginn. En slysa-
tíðnin á þessum stutta vegarkafla vekur athygli og
er í raun mjög sláandi," sagði Sigurður Helgason
hjá Umferðarstofu í samtali við DV í gær.
Hending ræður hvar
slysin verða
í mars 2001 létust tveir
þegar bíll valt í Lögbergs-
brekku og í ágúst sama ár
létst ungur maður í árekstri
fólksbifreiðar hans og rútu
í brekkunni. Næsta slys
varð í mars 2003 en þá lést
ung stúlka í árekstri tveggja
bifreiða. Fjórða og síðasta
slysið varð svo um helgina
þegar jeppi og fólksbifreið
lentu saman, það er ekki
langt frá Gunnarshólma.
„Það er illmögulegt að draga sterkar ályktanir
þó þessi slys hafi öll orðið á þessum stutta vegar-
kafla," segir Sigurður Helgason. „Hending ein
ræður því hvar slysin verða, enda þó svo fimm
hafi látist í fjórum slysum á þessum slóðum á að-
eins örfáum árum. Hinsvegar vek ég athygli á því
að þrjú slysanna hafa orðið að vetrarlagi, einmitt
þegar akstursskilyrði eru ekki upp á sitt besta.
Þegar hálka og snjór eru á vegi vill mörgum fatast
við aksturinn."
Umferðarstofa „Getum
hækkað þessa tölu enn
meira, "segir Sigurður
Helgason.
Óbrotin tvöföld lína
Suðurlandsvegur frá
Hólmsá og upp að Litlu-
Kaffistofunni eru í lög-
sagnarumdæmi Lögregl-
unnar í Kópavogi. Haldið
er uppi reglulegu umferð-
areftirliti á þessum slóðum
„... og ég vil nú ekki meina
að þarna sé neitt meiri
hraðakstur en gerist og
gengur. Engu að síður dett-
ur alltaf einn og einn inn í
radarinn hjá okkur yfir há-
markshraða þarna, en ekkert oftar en annarsstað-
ar,“ sagði Jóhann Hafliðason varðstjóri hjá Kópa-
vogslögreglunni í samtali við DV.
Lögreglan „Ekki meiri
hraðakstur en gerist,“seg-
irjóhann Hafliðason.
Suðurlandsvegur Kassinn sýnir hinn hættulega kafla á Suðurlandsvegiþar sem svo mörg slys hafa orðið. Vegurinn á þessum
slóðum er beinn á löngum kafla, sem aftur eykur likurnar á hraðakstri sem I mörgu tilvikum er orsök slysanna.
„Slysatíðnin á þessum stutta
vegarkafla vekur athygli og er
í raun mjög sláandi."
Jóhann bendir hinsvegar á að þarna hafi orðið
mjög alvarleg slys á síðustu árum. „Ég vil sérstak-
lega nefna Lögbergsbrekku. Til austurs er eru
tvær akreinar; önnur þeirra klifurrein. Síðan er
vegurinn í brekkunni skilinn í sundur með tvö-
faldri óbrotinni línu. Og því miður hefur það vilj-
að brenna við að ökumenn sem eru að koma að
austan fari yfir þessa línu þegar þeir eru í ein-
hverjum framúrakstri. Slíkt athæfi er auðvitað
stórhættulegt og ætti aldrei að eiga sér stað. Ég tel
því að varðandi þennan vegarkafla eigum við að
beina sjónum oídcar helst að aksturslagi manna
fremur en sjálfri hönnun vegarins, sem ég tel
ágæta á þessum slóðum," segir Jóhann.
Bláfjallavegamót hættuleg
Hann bendir einnig á gatnamót Suðurlands-
vegar og Bláfjallavegar, sem hann segir mjög
hættuleg þó að ekki hafi orðið þar alvarleg slys.
„Þau eru sérstaklega hættuleg yfir vetrarmánuð-
ina og þá um helgar þegar skíðafæri er í Bláfjöll-
um og umferð mikil bæði um Suðurlandsveg og
Bláfjallaveg. Þá er vinstri beygja inn á Suðurlands-
veginn til vesturs hættuleg."
Álög á þessum vegarspotta
„Það er í raun merkileg hve mörg slys verða á
þessum stutta vegarkafla, þar sem vegurinn er
beinn og breiður og sýn yfir hann góð. Það virð-
ast einhver álög á þessum spotta," segir Skúli
Einarsson bílstjóri hjá SBS-Austurleið. Hann var
á rútunni sl. laugardag og var með fyrstu mönn-
um á vettvang hins hörmulega banaslyss.
„Vissulega eru þarna hættulegir kaflar, svo
sem þegar menn eru að koma niður Lögbergs-
brekkuna og inn á þann vegarkaíla þar sem veg-
urinn þrengist úr þremur akreinum í þrjár. Síðan
virðist alltaf vera töluverður hraði á mönnum á
Suðurlandsveginum - og þá ber meira á
hraðakstri hjá bílstjórum jeppabifreiða fremur en
annarra," segir Skúli.
Varðandi slysið sl. laugardag segir hann veg-
inn hafa verið blautan og slabb á honum. Því sé
sá möguleiki fyrir hendi að annar hvor bíllinn
hafi flotið upp og tekið að rása sem aftur hafi
leitt til umrædds slys - þó Skúli taki fram að
hann vilji ekkert alhæfa um orsakirnar.
sigbogi@dv.is