Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 13.JANÚAR2004 13
Sex gráðu
f rost á
Indlandi
Ekkert lát er á kuldakasti
því sem gert hefur Indverj-
um lífið leitt undanfarna
viku en í norðurhluta
landsins hefur mælst allt að
sex gráðu frost. Er það
langt fyrir neðan það sem
venja er og landsmenn ekki
tilbúnir að takast á við slíkt.
Yfir 600 manns hafa látist
vegna kuldanna, fyrst og
fremst heimilislaust fólk og
fátækir, sem enga björg
geta sér veitt.
Mannfallið
eykst
Bandarískur hermaður
lét lífið í sprengingu í
Bagdad í gær. Þar með hafa
343 bandarískir hermenn
fallið í átökum í írak, þar af
228 eftir að Bush forseti
kynnti að stríðinu væri
formlega lokið þann 1. maí
í fyrra. Alls hafa 395 her-
menn bandamanna fallið í
átökum og 190 hafa látið
lífið með öðrum hætti; svo
sem í slysum. Talið er að
fallnir írakskir hermenn séu
á bilinu fimm til sex þús-
und og að á bilinu átta til
níu þúsund írakskir borgar-
ar hafi týnt iífi frá því stríð-
ið hófst.
Friðbjörn
ekki Gunnar
Mishermt var í DV á
laugardag Gunnar Guð-
mundsson sé formaður
Læknaráðs á Landspítalan-
um. Það er Friðbjörn Sig-
urðsson sem er formaður
Læknaráðs. Gunnar er for-
maður fræðslunefndar
Læknaráðs.
Kenna listir
í Hveragerði
Myndlistarskóli Kópa-
vogs hefur áhuga á að
stofna útibú frá skólanum
fyrir austan fjall. Óskað hef-
ur verið eftir ábendingum
Hveragerðisbæjar um
heppilegt húsnæði og jafn-
framt eftir íjárstuðningi.
Bæjaráð segist hafa áhuga á
áformunum. Um þau væri
eðlilegt að efna til sam-
starfs við Listasafn Árnes-
inga í Hveragerði. Bærinn
sé reiðubúinn að hafa
milligöngu um málið.
Alþingi starfar ekki í sex vikur yfir jól og áramót. Mörgum þingmönnum, sérstak-
lega þeim yngri, blöskrar lengd þinghlésins og telja mun skilvirkara að lengja
starfstimann. Öðrum finnst hléið hæfilega langt, en upp og ofan er hvernig þing-
menn nýta sér tímann.
Alþingi fór í rúmlega sex vikna hlé
um miðjan desember fyrir jól og
kemur ekki saman á ný fýrr en mið-
vikudaginn 28. janúar. Hléið er í
lengra lagi í ár. Þingmönnum er í
raun í sjálfsvald sett hvernig þeir
verja þessu fríi, en margir þeirra kjósa
að heimsækja kjördæmin sín auk
þess sem undirbúningur fyrir kom-
andi vorþing er að komast í gang.
Nokkrum þingmönnum sem DV hef-
ur rætt við blöskrar þetta langa frí, og
telja að skilvirkara og betra væri að
stytta fríin og lengja starfstíma Al-
þingis. Erfitt reyndist að fá fram skoð-
anir þingmanna Framsóknarflokks-
ins þar sem tveir af þeim sem sam-
band náðist við neituðu að tjá sig við
blaðið.
Talar ekki við DV
„Ég hef tekið þá
ákvörðun að tjá mig ekki
við DV. Það er vegna
þess að mér fundust
einkennileg ummæli
annars ritstjórans um
flokkinn í áramótaþætti
Egils Helgasonar. Ég hef
ekki heyrt hann biðjast afsökunar, ög
býst reyndar ekki við að hann geri
það. En ég hef tekið þessa ákvörðun, í
bili að minnsta kosti".
Dagný
Jónsdóttir
Hefur ekki veitt af
fríi
Eftir hátíðarnar höf-
um við Framsóknar-
menn verið í kjördæm-
um og sinnt ýmsum
nefndarstörfum. Ég
sjálfur er að stýra nefnd
um að færa verkefni frá
ríki yfir til sveitarfélaga, og hef verið
að kynna það fyrir sveitarstjórnum
um ailt land. Þá er ég að stýra undir-
búningi átaksverkefnis fyrr fólk á at-
vinnuleysisskrá, og undirbúa ýmis
þingmáT.
-Hvernig finnst þér lengdin á jóla-
hléi Alþingis?
„Miðað við verkefnin sem ég hef
verið með hefur ekki veitt af þessu
fríi. Það er einstaklingsbundið hvað
menn vilja finna sér til starfa. Það
ræðst af hverjum og einum. Flestir
þeirra sem ég þekki til
hafa verið mjög önnum
kafnir".
Ræðir ekki við DV
„I ljósi yfirlýsinga rit-
stjóra DV þá ræði ég við
alla aðra fjölmiðla en
DV“.
Þingið ætti að koma saman
fyrr og hætta síðar
Þingmenn Frjálslynda flokksins
voru f fríi fram til 7. janúar, en þá
hófst fundarferð um Norðurland að
sögn Guðjóns A. Kristjánssonar.
„Þessa dagana erum við að undir-
BirkirJ.
Jónsson
Hjálmar
Árnason
Guðjón A.
Kristjánsson
búa vinnuna í vetur.
Bæði emm við að skoða
málefnastöðuna og
mynda vinnuhópa fyrir
fund í mars á vegum
landsráðs flokksins".
-Ertu sáttur við
lengdina á jólahléinu á
þingstörfum?
„Eg hef verið þeirrar skoðunar að
þingið eigi að koma saman fyrr á
haustin og hætta síðar um vorið, með
fleiri og styttri hléum. Ég held að allt
starf yrði þar með markvissara".
Eðlilegt að lengja
starfstíma þingsins
„Ég var í jólafríi, en í
augnablikinu er ég
ásamt fleiri þingmönn-
um flokksins í funda-
ferð um Austfirði. Und-
irbúningur fyrir þing-
störfin stendur sem
hæst, en ég mun verða flutningsmað-
ur fmmvarps strax við upphaf þings".
-Hvað finnst þér um lengdina á
jólahléi Alþingis?
„Ég hef aldrei lent í því að vera í
svo löngu fríi eins og nú. Mér finnst
skipulagið á mínum nýja vinnustað
afar sérkennilegt. Fyrirtæki í einka-
geiranum gengju ekki til lengdar ef
starfshefðir og skipulag Alþingis yrði
tekið til fyrirmyndar. Eðlilegast fynd-
ist mér að þingið starfaði í þremur
lotum yfir lengri tíma ársins. Næg eru
verkefnin og ekki veitir af betri undir-
búningi og meiri umfjöllun um mörg
þeirra".
Katrín
Júlíusdóttir
Hæfilega langt
„Ég var í fríi fram yfir
áramót eins og svo
margir Islendingar. Síð-
an hef ég verið í heim-
sóknum í mínu kjör-
dæmi, sem er norðvest-
ur kjördæmi, þangað til
ég fór til Tævan í heim-
sókn á vegum
Tævönsku ríkisstjórnarinnar. Þegar
ég kem aftur þann 16. reikna ég með
að heimsækja kjördæmið frekar".
-Hvað finnst þér um lengd jóla-
hlésins á þingstörfum?
„Ég held að þetta sé hæfilega
langt, kjördæmin hafa stækkað og því
nauðsynlegt að gefa sér tíma til að
fara þar um“.
Sumir nýta fríið ekki vel
„Maður fékk kær-
komið jólafrí eftir at-
ganginn á haustþinginu.
Eftir áramót fór dagskrá-
in að þéttast mjög hratt,
og þá aðallega með ýms-
um fundahöldum sem
tengjast undirbúningi
þingstarfa. Þar fyrir utan
höfum við dóttir mín 9 mánaða verið í
aðlögun hjá dagmömmu. Það hefur
Birgir
Ármannsson
Einar K.
Guðfinnsson
gengið vel, er auðvelt fyrir hana en erf-
iðara fyrir mig“.
-Hvað finnst þér um lengdina á
jólaþinghléinu?
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég geng
í gegnum þetta, enda nýliði á þingi.
Mig skortir samanburðinn. Ég veit að
þó það eru mörg verkefni sem þing-
menn þurfa að sinna þegar þingið
sjálft er ekki að störfum. Ég er ekki
ósáttur við þetta fyrirkomulag. Það er
auðvitað undir þingmönnum sjálfum
komið hvernig þeir nýta þennan
tíma. Sumir gera það vel, aðrir ekki“.
Heldur langt hlé
„Við höfum verið að skoða ýmis
mál, til dæmis málefni Sparisjóðanna,
og lagt á ráðin um þing-
haldið, og undirbúið
þingmál. Auk þess eru
þingmenn flokksins
þessa dagana á ferð um
suðurland. Sjálfur hef ég
verið að sinna verkefn-
um á vegum BSRB þar
sem ég gegni for-
mennsku".
-Hvernig finnst þér lengdin á jóla-
þinghléinu?
„Mér finnst þetta kannski heldur
langt núna. Ég held það þurfi að taka
þinghaldið allt til skoðunar, og það má
velta því íyrir sér hvort ekki sé betra að
hafa þingið starfandi í fleiri lotum með
fleiri og styttri hléum, jafnt yfir árið“.
Ögmundur
Jónasson
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. janúar 2004 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum fiokkum:
1. flokki 1991 -
3. flokki 1991 -
1. flokki 1992 -
2. flokki 1992 -
1. flokki 1993 -
3. flokki 1993 -
1. flokki 1994 -
1. flokki 1995 -
1. flokki 1996 -
2. flokki 1996 -
3. flokki 1996 -
48. útdráttur
45. útdráttur
44. útdráttur
43. útdráttur
39. útdráttur
37. útdráttur
36. útdráttur
33. útdráttur
30. útdráttur
30. útdráttur
30. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
þriójudaginn 13. janúar.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðaiánasjóði, í bönkum,
sparisjóóum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
íbúðalánasjóður
Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 | www.ils.is