Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 15
W Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 15
Þjóð qegn
þunglyndi
opnarvefsíðu
Talið er að milli 12-15
þúsund íslendingar þjáist
af þunglyndi og hluti
þeirra er líklegur til að
fremja sjálfvíg á einhverj-
um tímapunkti.
Verkefnið Þjóð gegn
þunglyndi sem Landlækn-
isembættið, í samvinnu
við ýmsa hópa sem koma
að meðferð þunglyndis-
sjúklinga, hleyptu af
stokkunum á síðasta ári
hefur gengið vel og nú
hefur verið opnað sérstakt
vefsvæði þar sem áhuga-
samir geta kynnt sér það
sem vitað er um þennan
sjúkdóm.
Skoða nýbúa
í Ölfusi
Sveitastjórn Ölfuss ætlar
að marka stefnu í málefn-
um nýbúa.
Að því er segir í funda-
gerð sveitarstjórnarinnar á
að kanna hversu mörg börn
eru væntanleg í leikskóla og
grunnskóla sem ekki hafa
íslensku sem móðurmál og
hvernig Ölfusingar eru í
stakk búnir „ að mæta því
bæði með tilliti til laga og
eðlilegra siðferðilegra við-
miðana."
Þá á að skoða hvernig
stofnanir bæjarins geta
sinnt nýbúum og hvaða
„tungumálaheimar" eru í
Ölfusinu.
„Ekki það að við höfum
stærð til þess að verða ein-
hverjir frumkvöðlar á þessu
sviði en hlutfallslegur íjöldi
nýbúa hér leggur okkur
skyldur á herðar," segir
sveitarstjórnin.
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
„Ég hefþað alveg með ágæt-
um þessa dagana. Vinnudag-
arnir hjá mér eru ansi litaðir af
þeim kjaraviðrseðum sem
framundan eru og það kemst
fátt annað að. Okkar samn-
ingar eru ekki iausir fyrr en
fyrsta mars en öll vinna er
löngu hafin og á laugardag-
inn kemur verður fundað með
öðrum aðilum um launakröf-
urnqrog reynumyið aðsam-
Sveinbjörn Brandsson bæklunarskurðlæknir er viss um að íslendingar eigi framtíð
fyrir sér í að gera aðgerðir á erlendum sjúklingum. Tvær bæklunaraðgerðir á
breskum fótboltamönnum nýlega sé aðeins byrjunin. Hér sé sveigjanleiki til að
gera aðgerðir þegar sjúklingurinn þarfnist þess.
Dienn í bjeklunarað-
gerú til Island
„Það er rétt að hingað komu tveir knatt-
spyrnumenn frá Barnsley, liði Guðjóns Þórðar-
sonar og gengust undir aðgerð hjá okkur, „ segir
Magnús Páll Albertsson bæklunarskurðlæknir í
Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut.
Magnús segir að aðgerðirnar hafi tekist mjög
vel og menn hafi verið ánægðir. Hann bendir á að
fótboltamenninrnir hafi komið fyrir milligöngu
Pétur E. Jónssonar sjúkraþjálfara hjá liðinu en
talið er að það borgaði sig fyrir knattspyrnu-
mennina að fá þessa þjónustu hér. „Ég er sann-
færður um að þetta sé aðeins byrjun á að hingað
leiti útlendingar í aðgerð ekki síst fyrir þær sakir
að við erum meira en samkeppnisfærir í verði sé
miðað við önnur Evrópulönd og ég tala nú ekki
um Bandaríkin. Auk þess hafa íslenskir skurð-
læknar orð á sér fyrir að vera mjög færir í sínu
starfi,“ segir Magnús Páll.
Sveinbjörn Brandsson bæklunarskurðlæknir
sem gerði aðgerðirnar á fótboltamönnunum tel-
ur að fátt eigi að vera því til fyrirstöðu að hægt
verði að taka á móti útlendingum hingað til
lækninga. Einkum sé litið til Noregs og Bretlands
í því sambandi og hann er ekki í vafa um að þær
aðgerðir sem
Guðjón Þórðarson þjálfari Barns-
ley sem leikur i annarri deild i Bret-
landi.Hann er tengingin við íslend-
inga..
gerðar voru á fót-
boltamönnunum
eigi eftir að spyrj-
ast út. „Okkar
kostur er að geta
tekið á móti þess-
um mönnum
þegar þeir þurfa á
að halda því
sveiganleiki er
miklu meiri hér
en ytra. Við Is-
lendingar erum
alltaf tilbúnir að
redda hlutunum
en þetta er þyngra
í vöfum í nágrannalöndunum," segri Sveinbjörn
sem starfað hefur í Svíþjóð lengi og veit hvað
hann er að tala um.
Pétur E. Jónsson sjúkraþjálfari sér um Barns-
leyliðið og fer reglulega utan. Hann segir báða
fótboltamennina, þá Lee Crooks og Tony
Gallimore, vera búna að ná sér vel eftir aðgerðina
en annar er þegar farinn að spila að nýju en hinn
væntanlega síðar í þessum mánuði. „Það lá fyrir
að þeir þyrftu að bíða öllu lengur eftir aðgerð
úti í Englandi auk þess sem önnur að
gerðin var þess eðlis að hér var
hægt að gera hana í gegnum
skóp sem gerir það að verk- j
um að maðurinn er mun "
fljótari að ná sér,“ segir
Pétur sem efast ekki um A
að þessar tvær að-
gerðir séu aðeins
byrjun á því sem i
koma skal. „Við .
höfum allt sem i
hæt er að bjóða
til að gera að-
gerðir af þess-
um toga og
hér eru topp
læknar,"
segir Pétur
sem lengi
hefur
unnið
með
Guðjóni
Þórðar-
syni
þjálfara
Barns-
leyliðsins.
berg-
ijot@dv.is
Mijalovic vissi hver Anna Lindh var. Segir morðiö ekki af pólitískum toga.
Segir innri rödd hafa fyrirskipað árásina
Mijailo Mijailovic segir innri rödd
hafa skipað sér að ráðast á Önnu
Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í
NK-verslunarmiðstöðinni í Stokk-
hólmi 10. september sl. Anna Lindh
lést daginn eftir af völdum
stungusára.
Réttarhöld í málinu hófust í gær
og var formleg ákæra á hendur Mija-
loivic lögð fram. Mijalovic var hand-
tekinn í lok september og neitaði
mánuðum saman að hafa myrt ráð-
herrann. Það var ekki fyrr en í síð-
ustu viku að hann játaði loks á sig
verknaðinn. Þá var haft eftir lög-
manni hans að morðið hefði verið
framið í stundaræði og fórnarlamb-
ið valið af handahófi. Morðið hefði
því ekki verið af pólitískum toga.
Mijalovic var klæddur skotheldu
vesti daginn örlagaríka og fór vopn-
aður hnífi að heiman. Að eigin sögn
gerði hann þetta til að verjast árás-
um. Hann hafði ekki sofið í nokkra
sólarhringa og sleppt því að taka
geðlyfin sín.
Saksóknarar hófu málsóknina í
gær með því að leggja fram sönnun-
argögn. Meðal mikilvægustu sönn-
unargagna eru buxur Mijaloivics en
á þeim fannst blóð úr Önnu Lindh.
Morðvopnið og derhúfa sem fannst í
grennd við verslunarmiðstöðina
tengja einnig Mijailoivic morðinu.
Leif Jennkvist, sem leiddi rann-
sókn lögreglunnar, sagði í gær að
svo virtist sem Mijaloivic hefði
ákveðið að myrða Önnu Lindh eftir
að hann sá hana koma inn í verslun-
armistöðina. „llann ákvað aðmýrða
hana og lét til skarar skríða. Hann
ber því við að innri rödd, sem tileyri
Jesú hafi sagt honum að gera þetta,"
sagði Jennkvist í gær. Anna Lindh
hafði aðeins verið í verslunarmið-
stöðinni í íjórtán mínútur þegar
Mijaloivic réðist á hana.
Deildarstjóri verslunarinnar,
Linnea Arvidsson, þar sem árásin
var gerð telur víst að Mijaloivic hafi
vitað á hverja hana var að ráðast.
Hún greindi frá því að Mijaloivic
hefði sagt við Önnu Lind: „Þú færð
það sem þú átt skilið," og síðan
stungið hana í brjóstið.
Mijaloivic ber væntanlega vitni á
miðvikudag. Hann á yfir höfði sér
allt frá tíu ára fangelsi til lífstíðar-
fangelsis.
arndis@dv:is
Mijailo Mijailovic Hann á þungan dóm
yfir höfði sér vegna morðsins á utanríkisráð-
herra Sviþjóðar.