Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004
Fókus DV
í það minnsta árlega er haldin tískuvika í stórborginni Mílanó og sýna þar helstu
hönnuðir nýjustu línur sínar. Hér sýna Versace, Vivienne Westwood og Dolce
Gabbana nýjustu hönnun sína fyrir veturinn 2004.
Egó Á gullaldarárunum þegar þeir voru hvað heitastir með lög á borð við Fjöllin hafa vakað
og Stórir strákar fá raflost. Bubbi Morthens segir endurkomu vera i deiglunni en engin ákvörð-
un hafi verið tekin.
verði næsta haust frekar en í sumar,
það er að segja ef af þessu verður,"
segir Bubbi og hefur allan fyrirvara
á.
Ef Egó mun koma saman er talið
líklegt að þeir muni spila á 6-10 tón-
leikum vfðsvegar um landið þannig
að sem flestir sem áhuga hafa geti
séð gömlu goðin troða upp. Sveitin,
sem stofnuð var undir lok ársins
1981, sendi á líftíma sínum frá sér
þrjár breiðskífur. Þær hétu Breyttir
tímar, ímynd og Egó en auk þess var
safnplata sem bar heitið Frá upphafí
til enda síðar gefin út. Lengst af var
Egó skipuð bræðrunum Bubba og
Begga, sem spilaði á gítar, auk
trommarans Magnúsar Stefánsson-
ar og bassaleikarans Rúnars Erlings-
sonar.
Hljómsveitin Egó íhugar að koma
aftur saman til tónleikahalds
Vigdís Finnbogadóttir
Sýnir styttur afmæðgum.
Munu
fjöllin vakna?
Safnarar í
Gerðubergi
Sýningin Stefnumót við
safnara verður opnuð í
Gerðubergi á laugardaginn
en þar sýna ellefu safnarar
á öllum aldri brot af ger-
semum sínum. í fréttatil-
kynningu kemur fram að á
sýningunni geti meðal ann-
ars að líta hatta, hálsbindi,
skó, vettlinga, útvarpstæki,
spiladósir, Hawaiiskyrtur,
leikaramyndir, spil, styttur,
rakvélablöð og margt fleira
sem fólki getur dottið í hug
að safna.
Þeir sem sýna skiptast í
ólíkar fylkingar hvað varðar
markmið og leiðir í söfnun-
inni enda safna þeir á ólík-
um forsendum. Annars
vegar mun vera um safnara
af gamla skólanum að ræða
en hins vegar eru það þeir
sem safna til að móta eitt-
hvað nýtt úr því sem safnað
er.
Á sýningunni verða
meðal annars styttur af
mæðgum sem frú Vigdís
Finnbogadóttir fyrrum for-
seti hefur safnað, rakvéla-
blöð og danslagatextahefti
úr fórum Baldvins Hall-
dórssonar og leikaramyndir
frá sjötta áratugnum sem
Sólveig Sigurðardóttir hefur
safnað. Helga Hansdóttir
hefur safnað vettlingum.
Einnig eru á sýningunni
spil sem Ragnar Fjalar Lár-
usson á og póstkort með
vísum úr fórum Ragnheiðar
Viggósdóttur auk fleira.
Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Hugrún Dögg Árnadóttir og
Birgir Örn Thoroddsen eru
á hinn bóginn listafólk sem
býr til eitthvað nýtt úr því
sem þau safna, klæðnaði og
fleiru, og notar jafnvel sem
efnivið í myndverk. Ekki
þarf að koma á óvart að
Birgir Örn, eða Bibbi eins
og hann er kallaður, sýnir
Hawaiiskyrtur sem hann
hefur safnað og veggspjöld
með Marilyn Monroe og
gítara. Opnun sýningarinn-
ar verður á laugardaginn
klukkan 14 í
Gerðu-
bergi.
Bibbi Sýnir
Hawaiiskyrtur
slnar.
Undanfarið hafa þær sögusagnir
verið á kreiki að hljómsveitin Egó,
sem meðal annars kom fram í Rokk í
Reykjavík á sínum tíma, muni koma
aftur saman í sumar til þess að leika
á nokkrum tónleikum. Hljómsveitin
naut á sínum tíma mikillar hylli og
gerði lög á borð við Fjöliin hafa vak-
að, Stórir strákar fá raflost, Móðir og
Breyttir tírnar vinsæl.
Víst er að jafnt ungir sem aldnir
munu hafa gaman af og taka því
fagnandi ef gamla pönksveitin
kemur saman á ný. Á undanförnum
árum hefur fjöldinn allur af sveitum
tekið saman eftir hlé við góðar und-
irtektir landsmanna. Nægir að nefna
endurkomutónleika hljómsveita á
borð við Jet Black Joe, Ham og Utan-
garðsmenn þar sem færri komust að
en vildu. Víst er að pönkþyrstur
landinn myndi því taka endurkomu
Egós fagnandi og fjölmenna á tón-
leika þeirra.
„Það er algerlega óráðið eins og
er, þetta er í deiglunni en engin
ákvörðun hefur verið tekin,“ segir
tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens
sem fór fyrir Egó á sínum tíma.
„Þetta hefur verið rætt okkar á
milli en þetta er samt allt á byrjunar-
stigi. Þá finnst mér líklegra að þetta
Ljósbrúnt og rautt Módelsýnir
hér hönnun Vivienne Westwood á
sýningunni i Milanó.
Flottur í svörtu Versace með
fiotta og stiliseraða iinu. Tískuvikan
helduráfram til iS.janúar.
Versace Vetrartiskan hjá Versace
er frekar skræpótt en eins og áður
fær brúni liturinn að fljóta með.
Versace vetur Módel sýnir hér
hluta afhönnun Versace fyrir vetur-
inn 2004. Bleikur og blárbolural-
settur myndum erþaö nýjasta og
svo er alltafgott að vera með nógu
mörg belti.
Dolce Gabbana vetur Hérsýnir
módel nýju llnu Dolce Gabbana en
hönnuðurinn fékk innblástur af
myndinni La Dolce Vita. Brúni jarð-
liturinn fær að njóta sin.
Tískuvikan í
Mílanó hafin
Karltískan var alls ráðandi á dögunum í Mflanó
þar sem helstu hönnuðir heims voru að kynna sínar
nýjustu línur. Veturinn 2004 virðist vera skræpóttur
af þessum myndum að dæma enda þróunin á þann
veg. Sítt hár er það sem koma skal á herrunum og
eins og sést á myndunum er það ekki spurning að
hárið er stór partur tískusýningarinnar. Sýningin
hófst um helgina og stendur fram á fimmtudag. Eins
og sést á myndunum er tískan fyrir þetta nýja ár
mjög skræpótt á karlpeninginn og eru þar rauður og
bleikur að ryðja sér til rúms. Einnig skærir litir eins
og blár og svo eru auðvitað jarðlitirnir sem fá að
fylgja eins og brúnn og grár. Karlmenn eru alltaf að
þora meira og meira og er gaman að sjá menn klæð-
ast rauðu og bleiku eins og myndirnar sýna glögg-
lega.