Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 8
9 ÞRIÐJUDAOUR 13.JANÚAR2004
Fréttir J3V
Rannsaka
annað andlát
Ian Huntley hefur ekki
setið aðgerðalaus í fangelsi
það rúma ár sem hann ver-
ið á bak við lás og slá. Hann
hefur átt í bréfasambandi
við unga konu og meðal
annars farið fram
á að hún sendi
mynd af sér
fklæddri
Manchester
United treyju.
Huntley afplánar
tvöfaldan lífstíðardóm fyrir
morðin á litlu stúlkunum,
Holly Wells og Jessicu
Chapman, en þær klædd-
ust einmitt slíkum treyjum
þegar þær voru myrtar.
Lögregla hefur að undan-
förnu upplýst um innihald
bréfanna. Pennavinur
Huntleys sendi enga ljós-
mynd og mátti þola nokkur
reiðibréf frá fanganum
vegna þess.
Þá hefur lögreglan í So-
ham hafið rannsókn á
dauða Hugh Wallace sem
bjó í næsta húsi við
Huntley. Huntley tilkynnti
um dauða nágrannans á
sínum tíma. Dánarorsök
var talin eðlileg en Wallace
var sjötugsaldri þegar hann
lést. Rannsókn lögreglunn-
ar er á frumstigi.
Álverið á 300
hektara
Alcan á íslandi á nú alls
um 300 hektara lands
sunnan Hafnaríjarðar.
Eins og fram kom í DV á
föstudag er Alcan að kaupa
52 hektára af Hafnaríjarð-
arbæ. Landið er handan
Reykjanesbrautarinnar þar
sem álverið í Straumsvík er.
Áður hefur verið keypt við-
bótarland fyrir álverið,
meðal annars talsverð
spilda sem Skógrækt ríkis-
ins átti upp af Straumsvík-
inni.
Alcan hefur áður kynnt
áform um verulega stækk-
un álversins í Straumsvík
og fengið hana samþykkta.
Hrafn Gunnlaugsson,
kvikmyndagerðarmaður
„Mér liggur nú ekki rrtikið á og
hugsa að ég haldi bara að mér
höndum í bili," segir Hrafn
Gunnlaugsson kvikmyndagerð-
armaður.„Ég er búinn að senda
frá mér þrjár myndir á skömm-
um tíma og þetta er búið að
vera mikið maraþonhlaup síð-
ustu árin."
Myndirnar þrjár eru Reykjarvík í
öðru ijósi, Island íöðru Ijósi og
Opinberun Hannesar.„Þessar
þrjár myndir hafa verið í ein tíu
ár í pípulögninni og ég var byrj-
aður að pæla í fyrri tveimur þeg-
arég var í menntaskóla," segir
Hrafn.„Fyrir mann eins og mig
sem er ekki mjög heilsuhraustur
tekurþaðá
_________________aðsenda
frá sér
svona margar myndir á skömm-
um tíma."
Á næstunni ætlar Hrafn að ein-
beita sér að því að læra kín-
verska táknmálið.„Það er á döf-
inni hjá mér að fara til Kína og
þroska myndheim minn með því
að læra kínverska táknmálið. “
Hvað liggur á
Formaður Læknafélags íslands um ávísanir lækna á morfíni til heróínsjúklinga.
Yfírlæknir á Vogi segir að góð meðferðarúrræði séu til staðar fyrir þennan hóp
fólks og því óþarfi að ávísa lyfinu til þeirra. Tilkynningum um lækna sem ávísa
grimmt á hörð fíkniefni fer þó fækkandi.
Hörmulegt el læknor
valde t skaða
Sigurbjörn Sveinsson formaður
Læknafélags íslands segir að það sé lífs-
regla lækna að valda ekki skaða. „Ef slíkt
gerist er það að sjálfsögðu hörmulegt en
við getum hvorki játað eða neitað þeim
fullyrðingum sem þarna voru settar fram,“
segir hann. DV hafði samband við Sigur-
björn vegna þeirra upplýsinga sem fram
komu í sjónvarpsþættinum Dópstríðið
annar hluti um að læknar væru viljugir að
ávísa morffni til þeirra sem eru eða segjast
vera heróínfíklar. Þórarinn Tyrflngsson yftr-
læknir á Vogi segir að
góð meðferðarúrræði
séu til staðar fyrir
þennan hóp fólks og
því ætti að vera óþarfi
að ávísa lyfinu til
þeirra.
í máli Sigurbjörns
kemur fram að morfíni
sé ávísað til fleiri sjúk-
linga en heróínfíkla.
„Við vitum af dæmum
um misferli þar sem
fíklar hafa reynt að fá
ávísað morfíni út á nöfn
annarra sjúklinga," segir hann. „Svipuð um-
ræða varð um ávísanir á kódein-töflur fyrir
tveimur árum síðan. Landlæknisembættið
brást þá við og kom með tillögur til úrbóta og
embættið er að vinna að svipuðum tillögum til
úrbóta á þessum málum nú.“
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir
að í boði sé nú sérstök viðhaldsmeðferð fýrir
þennan hóp fíkla þar sem farið er eftir ströngum
reglum. „Eins og er ætti því að vera óþarfi að ávísa
lyftnu til þessa hóps enda stenst slíkt ekki læknis-
legar viðurkenningar fyrir slíkri meðferð," segir
Þórarinn. „Við teljum að við höfum náð góðum
árangri í meðferðarstarfi okkar fyrir þennan hóp
fólks og einstaklingar náð bata gegnum ferlið
Sigurbjörn Sveinsson
formaður Læknafélags
fslands
þannig að þeim líður betur og geta betur að-
lagað sig að þjóðfélaginu á ný.“
Færri fara út af sporinu
Sigurður Guðmundsson landlæknir seg-
ir að ávísanir lækna á ávanabindandi lyfjum
til sjúklinga hafi oft verið vandamál. „Það
sem við höfum séð í okkar starfi hinsvegar
er að meldingum um lækna sem fara út af
sporinu fer fækkandi," segir Sigurður. „Og ef
við fáum upplýsingar um slíkt höfum við
samband við viðkomandi og leitum skýringa.
í mörgum tilfellum er um eðlilegan hlut að
ræða því ákveðnir sjúklingar eins og til dæm-
is krabbameinssjúklingar þurfa á þessum
lyflum að halda."
Þórarinn Tyrfingsson YfirlækniráVogi
í máli landlæknis kemur einnig fram að allir
læknar eigi að vita af meðferðarúrræðum þeim
sem í boði eru hjá SÁÁ. „Við höfum átt mikJa og
góða samvinnu við SÁÁ um þessi mál og læknum
ber að vísa fíklum þangað ef þeir koma og óska
eftir þessum lyfjum," segir hann.
Landlæknir bendir einnig á að á alþingi í
mars s.l. voru samþykkt lög um lyfjagagna-
grunna. Um er að ræða annarsvegar tölfræðileg-
an grunn og hinsvegar grunn með upplýsingum
um lyfjanotkun einstaklinga en sá grunnur er
dulkóðaður., „Þetta tæki gerir okkur auðveldara
með að hafa eftirlit með þessum málum því við
sjáum fyrr ef eitthvð misjafnt er á ferli," segir
hann.
Magn haldlagðra fíkniefna síðustu tvö ár benda til að hörðu efnin séu á undanhaldi.
Stóraukin innlend framleiðsla á „grasi"
Tölur um magn fíkniefna sem
fíkniefnalögreglan lagði hald á árið
2003 benda til að hörðu efnin séu á
undanhaldi, miðað við árið á und-
an, en innlend framleiðsla á „grasi"
eða marijúana hefur stóraukist.
Þannig var lagt hald á tæplega 10 kg
af heimræktuðu „grasi“ á síðasta ári
á móti rúmlega 3,5 kg. árið á undan.
Megnið af þessu 10 kílóum, eða 9,2
kg var gert upptækt í einu og sama
málinu. Hér er um að ræða óþurrk-
að „gras“ eða kannabislauf eins
og efnið er flokkað í
skýrslum Ríkislögreglu-
stjóraembættisins. Tekið
skal fram að tölur frá
eru bráðabirgðatölur.
Þegar litið er á þróun-
ina yfir hörð fíkniefni,
það er amfetamín og kókaín,
kemur í ljós að upptækt magn am-
fetamíns fór úr rúmlega 7 kg árið
2002 og í tæp 3 kg í fyrra og upptækt
kókaín fór úr tæpu 1,9 kg árið 2002
og I tæpt 1,2 kg í fyrra. Undantek-
ingin hér eru e-töflur en upptækt
magn þeirra óx úr rúmlega 800 stk.
árið 2002 og í rúmlega 3.000 stk. í
fyrra. Ef hinsvegar er tekin saman-
burður á upptækum e-töflum milli
áranna 2001 og 2003 kemur í ljós
umtalsverð fækkun. Þannig var lagt
hald á rúmlega 93.000 e-töflur árið
2001. Rannveig Þórisdóttir félags-
fræðingur hjá embætti Ríkislög-
reglustjóra segir að gera verði þann
fyrirvara á e-töflumagninu 2001 að
rúmlega 67.000 slíkar voru teknar af
manni á Keflavíkurflugvelli er var á
leið til Bandarfkjanna og því senni-
lega ekki ætlað að koma á markað
hérlendis.
Plöntur og lauf
Upptækt magn á hassi
er svipað á milli tveggja síð-
ustu ára eða 57,5 kg árið
2002 á móti tæplega 55 kg í
fyrra. Upptækt magn af
þurrkuðu marijúana hinsvegar
meira en tvöfaldast á milli tveggja
síðustu ára, fer úr tæplega 1,5 kg
árið 2002 og í rúmlega 3 kg í fyrra.
Upptækum marijuanaplöntum
fjölgar einnig á milli þessara ára og
upptækt magn svokallaðra kanna-
bisstöngla margfaldast fer úr 85 gr
árið 2002 og í rúmlega 3,6 kg í fyrra
sem einnig er vísbending um stór-
Kannabislauf Mikil aukning hefur orðið á innlendri framleiðslu kannabisefna á síðstu árum.
aukna innlenda framleiðslu á aði hérlendis en aðeins var lagt hald
„grasi". á 1 stk. af LSD í fyrra og ekkert árið
LSD virðist alveg horfið af mark- þar á undan.