Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 23
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 13.JANÚAR2004 23
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta fækkaði um íjóra leikmenn í EM-hópnum í gær
en valdi ekki endanlega hóp eins og hann hafði lagt upp með. Tveir menn detta út áður en liðið fer til
Slóveníu seinna í þessum mánuði en hvaða tveir leikmenn þurfa að bíta i það súra epli? DV skoðar í
dag frammistöðu þessarra 18 leikmanna í landsleikjunum við Sviss um helgina sem og hvað þeir gerðu í
æfingaleikjunum þremur gegn Póllandi í nóvember.
menn enn
Að mínu mati eru tveir leikmenn
enn í hópnum sem við megum við
að missa út. Þetta eru þeir Gylfi
Gylfason í hægra horninu og
leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson.
Það berast góðar fréttir úr herbúðum fslenska handboltalandsliðsins
sem nú undirbýr sig af kappi fyrir Evrópumótið í Slóveníu. í stað þess að
tilkynna lokahópinn á Evrópumótið í gær fækkaði Guðmundur
landsliðsþjálfari þess í stað um fjóra menn og því eru enn 18 menn inni í
myndinni fyrir Evrópumótið. Ástæðan segir Guðmundur vera sú að það
hafi aldrei verið erfiðara að velja hóp fyrir stómót undir hans stjórn. Af
hverju eru þetta góðar fréttir? Jú, handboltaáhugafólk er líklega ekki búið
að gleyrna tveimur síðustu stórmótum þar sem íslensku strákarnir stóðu
sig frábærlega en breiddin var ekki nógu mikil þegar á reyndi. Það er alveg
ljóst að frammistaða landsliðsins stendur og fellur enn með leik
lykilmanna eins og Ólafs Stefánssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar, Patreks
Jóhannessonar og Sigfúsar Sigurðssonar en þegar landsliðið fer nokkuð
meiðslahrjáð inn í stærsta handboltaár sitt frá upphafi eru fleiri leikmenn
að stimpla sig inn og ættu að gera fyrrnefndum fjórum auðveldara um vik
að skila sínu út alla keppnina í Slóveníu.
Óskar Ó. Jónsson
ooj@dvJs
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðsþjálfari á enn eftir að fækka
um tvo leikmenn til að geta myndað
endanlega hóp. Hann getur reyndar
skilið eftir sæti ef að meiðsli manna
eins og Dags Sigurðssonar og
Sigfúsar Sigurðssonar koma til með
að liggja á liðinu eitthvað lengur en
líklegast er þó að Guðmundur mæti
með fullan hóp því það þarf að byrja
dreifa álaginu strax frá fyrsta leik.
Markvarslan gengur vel
Markvarslan hefur gengið vel í
síðustu landsleikjum og þrátt fyrir
forföll Rolands Eradze hefur liklega
aldrei verið erfiðara að velja þá
markmenn sem fara á mót.
Guðmundur Hrafnkelsson er
öruggur með sitt sæti og Birkir fvar
Guðmundssn er dottinn út en þeir
Reynir Þór Reynisson og Björgvin
Páll Gústavsson vörðu báðir 48%
þeirra skota sem á þá komu gegn
Póllandi og Sviss og gera báðir tilkall
til sætis í hópnum.
Guðjón Valur Sigurðsson er eins
og kóngur í ríki sínu í vinstra
horninu og Guðmundur treystir
honum til að vera eini
hornamaðurinn vinstra megin. í
hinu horninu er það einnig líklegt að
svipað verði upp á teningnum með
Einar Örn Jónsson en slök
frammistaða hans með landsliðinu í
leikjunum gegn Póllandi og Sviss
gefur ákveðin viðvörunarmerki um
að liðsinnis Gylfa Gylfasonar sé
einnig þörf í Slóveníu. Hér kemur
Ásgeir Örn Hallgrímsson einnig inn í
myndina því líkt og hann hefur gert
hjá Haukum getur hann einnig
spilað niðri í hægra horninu.
Líkt og með markmennina er
mikil spenna hjá línumönnunum í
hópnum. Sigfús Sigurðsson er og
verður fyrsti kostur þrátt fyrir að
glíma við meiðsli en hvor Róbertinn
fari með er hinsvegar óljóst.
Guðmundur gæti vissulega tekið
báða Róbertana með, Sighvatsson er
reyndari og hefur reynst liðinu vel á
stórmótum síðustu ára en
Gunnarsson er hinsvegar afar
íjölhæfur og góður sóknar-
línumaður og gæti jafnvel leyst
vinstra hornið í neyð. Hér er erfitt að
greina á milli enda er erfitt að sjá
Róbert Gunnarsson ekki fara með út
enda hefur hann nýtt sín fáu
tækifæri frábærlega.
Af útileikmönnum liðsins er
hópurinn nokkuð skýr en sá sem er í
mestri hættu að detta út er
örugglega Ragnar Óskarsson.
Ragnar hefur ekki fundið sig með
landsliðinu undir stjórn
Guðmundar, meiðsli hafa spilað þar
inn í en einnig sú staðreynd að
Ragnar getur ekki spilað vörn.
Ragnar nýtti aðeins 25% langskota
sinna gegn Póllandi og Sviss og var
hvorki að skora mikið sjálfur eða
skapa fyrir meðspilara sína. Það má
segja að Ragnar hafi stað við hlið
Snorra Steins Guðjónssonar í
goggunarröðinni í upphafi vetrarins
en síðan þá hefur Snorri Steinn
blómstað og stokkið mörgum
skrefum framúr honum. Það er
erfitt að sætta sig við það að ekki sé
hægt að nota einn markahæsta
leikmanna frönsku deildarinnar en
engu að síður staðreynd.
Snorri Steinn sýndi og sannaði
mikikvægi sitt gegn Svisslendingum
um helgina og hefur þroskast
ótrúlega mikið á þessum hálfa vetri í
Þýskalandi. Snorri Steinn skoraði 19
mörk og nýtti 68% skota sinna gegn
Póllandi og Sviss og spilar örugglega
stórt hlutverk í Slóveníu.
Verða að fara spila saman
Ásgeir örn er eins og áður sagði
fjölhæfur leikmaður og því líklegur
til að fara með ekki síst þar sem
Guðmundur hefur þegar skilið eftir
hans helsta keppinaut sem var
Heiðmar Felixson. Ásgeir Örn þarf
hinsvegar að fara spila fljótlega með
Ólafi Stefánssyni ef fjölhæfni hans
sem hornamanns á að nýtast, því
þeir hafa aldrei leikið saman utan
æfinga með landsliðinu.
Sá sem hefúr sannað sig mest í
þessum leikjum við Pólland og Sviss
fyrir utan Snorra Stein er án efa
Gunnar Berg Viktorsson sem er
orðin góður kostur fyrir liðið
varnarlega. Hann er einnig ágætur í
hraðaupphlaupum og verður að
öllum líkindum með í Slóveníu.
Að mínu mati eru tveir leikmenn
enn í hópnum sem við megum við
að missa út. Þetta eru þeir Gylfi
Gylfason í hægra horninu og
leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson.
Gylfi hefur ekki nýtt færin sín vel í
fyrstu landsleikjum og hefur enga
reynslu á móti sem þessu.
Markverðirnir verða þannig þrír
eins og línumennirnir en
hornamennirnir að sama skapi
aðeins tveir. Gangi þetta ekki eftir er
einnig inni í myndinni að skilja eftir
eina stöðu og hafa markmann og
Gylfa á bakvakt en það skal taka
fram að þetta eru aðeins ágiskanir.
Aðalmálið í stöðunni er hvað
Guðmundur telur vera best í
stöðunni og nú verður gaman og
spennandi að sjá hvað landsliðs-
þjálfarinn gerir eftir æfingamótið í
Danmörku og Svíþjóð um næstu
helgi.
Það má segja að
Ragnar hafi stað við
hlið Snorra Steins
Guðjónssonar í
goggunarröðinni í
upphafi vetrarins en
síðan þá hefur Snorri
Steinn blómstað og
stokkið mörgum
skrefum framúr
honum.
_________________
ÖII spjót á Guðmundi Guðmundur Guðmundsson þarftaka erfiða ákvörðun á næstunni
þegar hann velur lokahópinn áEM I Slóveniu. DV-mynd Hari
ÖRUGGIR Á HÆTTUSVÆÐI
Markverðin Guðmundur Hrafnkelsson Horna og Ifnumenn: Gúðjón Valur Sigurðsson Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson Reynir Þór Reynisson Horna og Ifnumenn:
Sigfús Sigurðsson* Gylfi Gylfason
Elnar Örn Jónsson Skyttur og leikstjórnendur: Róbert Gunnarsson Róbert Sighvatsson
Ólafur Stefánsson Skyttur og leikstjómendun
Patrekur Jóhannesson Ásgeir örn Hallgrímsson
Rúnar Sigryggsson Ragnar Óskarsson
DagurSigurðsson* Snorri Steinn Guðjónsson Jaliesky Garcia * Eru að glfma við meiðsli Gunnar Berg Viktorsson
HÆGRI HORNAMENN GEGN SVISS OG PÓLLANDI
Einar Örn Jónsson Lelkir Mörk Skot% Horn Hraðaupphl.
6 7 37% 10/2 (20%) 8/5 (63%)
gegn Póllandi 3 5 36% 9/1 (11%) 4/4 (100%)
gegn Sviss 3 2 40% 1/1 (100%) 4/1 (25%)
Gylfi Gylfason Leildr Mörk Skot% Horn Hraðaupphl.
4 7 44% 8/1 (13%) 9/7 (78%)
gegn Póllandi 2 2 25% 5/0 (0%) 3/2 (67%)
gegn Sviss 2 5 63% 3/1 (33%) 6/5 (83%)
Bjarni Fritzson Lelklr Mörk Skot% Hom Hraöaupphl.
1 1 100% 0/0 (-) 1/1 (100%)
gegn Póllandi Var ekki valinn í hópinn
gegn Sviss 1 1 100% 0/0 (-) 1/1 (100%)
VINSTRI HORNAMENN GEGN SVISS OG PÓLLANDI
Guðjón Valur Sigurðsson Lelklr Mörk Skot% Hom Hraöaupphl.
6 37/4 71% 14/9 (64%) 25/19(76%)
gegn Póllandi 3 25/3 78% 11/8(73%) 15/13(87%)
gegn Sviss 3 12/1 60% 3/1 (33%) 10/6(60%)
Logi Geirsson Leikir Mörk Skot% Horn Hraöaupphl.
6 5 63% 2/2 (100%) 4/3 (75%)
gegn Póllandi Var ekki valinn í hópinn
gegn Sviss 2 5 63% 2/2(100%) 4/3 (75%)