Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 13.JANÚAR2004 27
Spice Girls snúa aftur Allar með öngulinn
í rassinum eftir misheppnaða sóloferla
Stelpunum fimm sem skipuðu Spice
Girls hefur ekki gengið vel með sólóferla
sína og það er kannski ástæðan fyrir því að
þær eru að fara að koma saman aftur. Það
er að vísu ekki til langframa að þær koma
saman heldur einungis til að gefa út plötu
með bestu og vinsælustu lögum sveitarinn-
ar. Stefnt er að því að platan komi út síðar á
þessu ári.
Þetta hefur reyndar staðið til lengi en
fram að þessu hefur Mel C verið á móti
hugmyndinni. Ástæðan sem hún gaf upp
var sú að endurkoma Spice Girls myndi
skemma fyrir tilraunum hennar til að koma
sjálfri sér á framfæri. Á dögunum var henni
aftur á móti sagt upp plötusamningi sfnum
vegna lélegrar sölu og nú er Mel C manna
áköfust að Spice Girls-safnplatan komi út.
Stúlkurnar flmm hafa allar reynt að
koma af stað eigin sólóferlum. Mel C hefur
gengið bærilega þar til nýlega, Victoria
Beckham (áður Adams) gaf nýlega út smá-
skífu en hefur annars gengið brösulega,
Geri Halliwell virðist hafa gefið drauminn
upp á bátinn í bili og hefur snúið sér að
starfi fyrir góðgerðarsamtök, Mel B hefur
lítið látið sjá sig undanfarið ár og Emma
Bunton hefur helst unnið sér það til frægð-
ar nýlega að syngja með yngri og ferskari
stelpnaböndum. Það er því ekki skrítið að
þeim lítist vel á að endurvekja gróðamyll-
una sem Spice Girls var á sínum tíma.
Stúlkurnar fimm hafa ekki ákveðið hvort
þær muni skella sér í stúdíóið til að taka
upp nýtt lag fyrir plötuna. Þær hafa einung-
is ákveðið og samþykkt að taka allar þátt í
kynningu á plötunni þegar hún kemur út.
Hvort sem það felur í sér tónleikahald eða
annað yerður að koma í ljós sfðar.
Glrls Stefna á
1 *S5pp&HH Wk if'iVMn Ví%
■ 1 ' vi vli r
Sími 550 5000
askrift@dv.is
www.visir.is
Nýtt DV sex morgna vikunnar.
Ekkert kynningartilboð.
Engin frídreifing.
Mánaðaráskrift 1.995 krónur.