Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 25
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 13.JANÚAR2004 25
Eiður Smári Guðjohnsen 1 viðtali í
breskum Qölmiðlum eftir sigurinn gegn
Leicester á sunnudaginn.
möguleika
á titlinum
Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári
Guðjohnsen er þess fullviss að
hann og félagar og hans í Chelsea
eigi enn möguleika á því að vinna
enska meistaratitilinn eftir að fjög-
urra marka sigur gegn Leicester á
sunnudaginn kom þeim aftur á
rétta braut. Sigurinn gerir það að
verkum að félagið er fimm stigum á
eftir toppliði Manchester United,
sem gerði markalaust jafntefli gegn
Newcastle á heimavelli.
Sigurinn gegn Leicester hjálpaði
þeim líka að komast út úr sex leikja
hrinu þar sem liðið fékk aðeins sjö
stig og virtist vera á góðri leið með
að spila sig út úr baráttunni um
meistaratitilinn.
Urðum að koma til baka
„Þetta var gífurlega mikilvægur
sigur fyrir okkur, afskaplega þýðing-
armikÚ þrjú stig. Við urðum að
koma strax til baka eftir tapið gegn
Liverpool og okkur tókst það. Við
spiluðum oft á tíðum frábærlega í
fýrri hálfleik, síðan þurftum við að
berjast gegn þeim í tuttugu mínútur
til að þeir kæmust ekki inn í leikinn
„Ég hefekki trú á
öðru ert að við getum
verið á toppnum eða t
það minnsta við hann
þegar tímabilinu lýk-
ur."
og síðan enduðum við leikinn mjög
vel. Þegar illa hefur gengið verður
liðið að sýna karakter. Það gerðum
við gegn Leicester og ég ég held að
allir í liðinu hafl trú á því að við get-
um náð tveimur efstu liðunum. Við
þurfum að einbeita okkur að sjálfum
okkur og ná góðum úrslitum í næstu
leikjum."
Getum verið við toppinn
„Ég hef ekki trú á öðru en að við
getum verið á toppnum eða í það
minnsta við hann þegar tímabilinu
lýkur. Við þurfum að sjá til þess að
við lendum ekki í jafn slæmri leikja-
hrinu aftur og vona að keppinaut-
arnir missi fótanna," sagði Eiður
Smári. oskar@dvJs
Bjartsýnn EiðurSmári Guðjohnsen hefurenn trú á að Chelsea geti orðið meistari.
Reuters
Frakkinn Robert Pires er ánægður með
landa sinn Thierry Henry hjá Arsenal.
Stórkostlegur
einstaklingur
„Hann gerir alltaf
réttu hlutina á réttum
tíma. Það skiptir engu
máli hvað það er -
hann gerir allt full-
komlega."
Frakkinn Robert Pires er ekki í
nokkrum vafa um að félagi hans og
landi hjá Arsenal, Thierry Henry, sé
snillingur og það sé hrein unun að
spila með honum. Pires sagði þetta
eftir leik Arsenal og Middlesbrough
þar sem Arsenal fór með sigur af
hólmi, 4-1.
„Það er eiginlega ekki hægt að
lýsa ánægjunni sem fylgir því að
spila í sama liði og Thierry," sagði
Pires í viðtali við The Sports People.
„Hann gerir alltaf réttu hlutina á
réttum tíma. Það skiptir engu máli
hvað það er - hann gerir allt full-
komlega - jafnvel betur en nokkur
annar knattspyrnumaður. Það er
svo auðvelt að spila með honum því
að hann framkvæmir allt hnökra-
laust - það er einstök fegurð. Það sjá
allir að hann hefur hugmyndaflugið
og skilninginn og hann hefur tekið
miklum framförum í sameiginlegri
vinnu liðsins. Hann er stórkostlegur
einstaklingur en stundum passa
slíkir leikmenn ekki inn í liðsheild- ,
ina. Thierry er öðruvísi því að allt *
sem hann gerir er gert íyrir liðið,“
sagði Pires að lokum.. oskar@dv.is