Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 29
 DV Fákus ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 29 Leikarinn Harrison Ford stendur í ströngu þrátt fyrir að nálgast ellilífeyrisaldur Harrison Ford og Calista Flockhart Sambandið gæti verið íuppnámi eftir fyllerisvesen á gamia manninum. Leikarinn Harrison Ford mætti óboðinn í steggjapartí í Mexíkó fyrir skömmu þar sem hann drakk flesta gestina undir borðið áður en hann yfirgaf svæðið með ónefnda ljósku upp á arminn. Leikarinn, sem lík- lega er þekktastur fyrir hlutverk Indiana Jones og Han Solo í Star Wars, hefur sfðustu misserin verið í sambandi við átröskunarsjúklinginn og leikkonuna Calista Flockþart úr Ally McBeal en hún var hvergi sjáan- leg þegar partíið fór fram. Harrison, sem nýlega fagnaði 61 árs afmæli, var að sögn viðstaddra hrókur alls fagnaðar þar sem hann drakk stíft, dansaði stanslaust allt kvöldi, hrasaði nokkrum sinnum í gólfið milli þess sem hann faðmaði kvenmenn sem límdu sig á hann líkt og flugur á skít. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið formlegt boð um að mæta til veislunnar tóku viðstaddir honum vel enda ekki á hverjum degi sem Hollywoodleikarar leggja leið sína á óþekkta mexíkanska skemmtilstaði. Þegar gestirnir spurðu Harrison út í hvað hann væri að gera einn og yfirgefinn í Mexíkó sagðist hann vera að fagna því að formlega hefði verið gengið frá skilnaði hans við Melissu Mathison. Stúlkurnar á staðnum voru lfka for- vitnar að vita hvort hann og Calista Flockhart væru enn saman. „Það er á mörkunum,“ svaraði hann forvitnum stúlkunum sem nýttu tækifærið og límdu sig á hann. Harrison virtist ekki leiðast og sagði einn gestanna að hann hefði vart getað látið stelpurnar í friði: „Hann virtist njóta þess vel að fá alla þessa athygli frá stúlkunum, um leið og einhver ný gekk inn á staðinn var hann fyrstur til að taka á mót henni með faðmlögum og kossum." Þegar Harrison hafði setið að sumbli með almúgafólkinu í eins og þrjá tíma gekk hann út með ljósku upp á arminn og setti stefnuna á hótelið sem hann gisti á. Talmenn Harrison hafa hvorki vilja neita né játa þeim sögusögn- um að upp úr sambandi hans við Calista Flockhart hafi slitnað en þau byrjuðu saman í kjölfar þess að Calista hellti vínglasi yfir Harri- son á Golden Globe verðlaunahá- tíðinni árið 2002. • Karl Bretaprins sendi Ozzy Os- bourne rándýra Viskíflösku á spít- alann þar sem hann dvelur eftir mótorhjólaslys um daginn. Eiginkona j Qzzy, Sharon, staðfesti þetta í viðtali fyrir sköm- mu en sagði jafn- framt að Ozzy kæmi ekki til með að drekka flöskuna1---- --- því hann væri jú eins og allir vita löngu hættur því. „Það var virki- lega almennilegt af Karli að senda honum þessa flösku. Fólk hefur verið að tala illa um hann upp á síðkastið en við hjónin styðjum hann heilshugar. Ef fólk er eitt- hvað að tala illa um Karl þá er mér að mæta,“ sagði Sharon. Ozzy lenti í alvarlegu vélhjólaslysi fyrir jólin og var í raun heppinn að sleppa lifandi. Hann er nú á góðum bata- vegi. • Hljómsveitin Metallica hefur ráðið til sín barnapíu til þess að miklar upplýsingar um hvað og hvert hjónin ætluðu eftir að hafa snætt kvöldverð á veitingahúsi í London þegar umræddar myndir náðust. Þess vegna hafa þau látið reka alla lífverði sína með tölu. Á myndunum sést Victoria gæla við lim David í aftursæti bifreiðar þeirra en breska pressan telur þetta hafa verið gert vi'svitandi í þeim tilgangi að kynna nýút- komna smáskífu Victoriu sem hef- ur ekki átt sjö dagana sæla á tón- listarmarkaðnum eftir að Spice Gilrls lögðu upp laupana. samstarfið geti gengið til lengdar. Tveir af höfuðpaurum sveitarinn- ar, söngvarinn og gítarleikarinn James Hedfíeld og danski trommarinn Lars Ulrich, hafa lengi átt í deilum, m.a. um áfeng- isvanda Hedfield. Þess vegna hafa strákarnir brugðið á það ráð að ráða sálffæðinginn Phil Towle til þess að vera með sveitinni öllum stundum í von um að samstarflð batni. Fyrir sitt hlutverk fær Towle litla 40.000 dollara á mánuði eða nærri 2.5 milljónir á mánuði. • Söngleikur um argentfnska knattspyrnusniilinginn Diego Maradona er þessa dagana sýndur við góðar undirtektir áhorfenda í Buenos Aires. Söngleikurinn spannar feril knattspyrnumanns- ins allt frá því hann vakti fyrst at- hygli fyrir afburða knatthæfni if am til þess að hann var dæmdur fyrir vörslu kókaíns og að skjóta á blaðamenn með loftbyssu. Ævi Maradona var hefur verið einstak- lega viðburðarík fram að þessu en 'MM hann er jafnan talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar ásamt Pele. Eiturlyfjaneysla hans hefur þó lengi skyggt á feril hans en hann hefur margsinnis verið dæmdur í keppnisbönn vegna neyslu ólöglegra lyíja. • Beckhamhjónin hafa sagt upp 12 lífvörðum eftir að myndir af þeim í kynferðislegum athöfnum í bíl náðust fyrir skömmu. David og Victoria halda því ffam að lífverð- irnir hafi látið ljósmyndara fá of Drakk, dansaði, datt oo fór tieim með liósku Stjörnuspá Ingimundur Sigfússon sendiherra (s- lands í Japan er 66 ára í dag. „Hann gengur hérna inn í hið óþekkta af frjálsum vilja sem sýnir hverja stund lífs mannsins sem áhugavert æv- I intýri þar sem hann leikur aðalhlutverkið r af alúð. Óvissa framtíð- ar er jákvæð því hið 1 þekkta sýnir aðeins fortíð mannsins," segir í stjörnuspá hans. Ingimundur Sigfússon VV Vatnsberinn (20.jan.-1s. febr.) W Orkumiklir straumar birtast hér þegar stjarna vatnsberans er könn- uð. Árið framundan sýnir þig sannan vin félaga þinna þar sem hreinskilni, sjálfskönnun og virk hlustun á vissulega vel við. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Kraftur þinn og kröfulaust trygglyndi kemur þér þangað sem þú ætlar þér ef þú sýnir þolinmæði og ekki síður biðlund þegar dýpstu óskir þínar eru annars vegar. CY? Hrúturinn (21. mars-19. april) “ Finndu hina sönnu merkingu á orðinu velgengni og tileinkaðu þér að aðstoða náungann því þú ert án efa fær um að gefa meira af þér en þú ert van- ur/vön árið framundan. Janúar sýnir mikla birtu og segir það til um vellíðan þína og sálarfrið. K ö Nautið (20. apríl-20. mai) n Mikið skap þitt auðveldar þér vissulega að takast á við hvað sem kann að verða á vegi þínum en þegar stolt þitt er sært þá notar þú styrk þinn ekki rétt og það eitt tefur fyrir framgöngu mála hérna. Tvíburarnirp/. maí-21.júnl) Þér er ráðlagt að leggja þig fram við að sigrast á eigin óöryggi sem kemur hérfram af einhverjum ástæðum í janúar. Þú ættir að efla þig með því að veita tilfinningum þínum útrás með því að hreyfa þig daglega og heilsusam- legu mataræði. Kftbb'm (22.júnl-22.júlí) QmS Ekki missa móðinn næstu misseri og trúðu því ávallt að gæfan sé innan seilingar, því hún er það svo sannarlega þegar þú opnar huga þinn fyrir tækifærum framtíðar. LjÓnið (23.júli-22. ágúst) T15 Gleymdu ekki áherslum þín- um og hver sannur kjarni góðra sam- skipta er en hér kemur einnig fram að þú ættir að einbeita þér að tileinka þér að bjóða ást í stað eignarhalds af ein- hverjum ástæðum. Meyjan (21 ágúst-22. septj Lífsorka meyjunnar er mjög mikil hér en fólk fætt undir stjörnu þessari á það til að dreifa eigin kröftum í að setja hlutina í samhengi og grafast stöðugt fyrir um staðreyndir mála. Þú ert fær um að gera kraftaverk með þinni óhemjulegu orku og ættir að hafa það hugfast þessa dagana. o Vogin (23.sept.-23.okt.) Þú ert minnt/ur á að leyfa ver- aldlegum hlutum ekki að tefja þig hér af einhverjum ástæðum. Þér er hér ráð- lagt að halda mun betur á spöðunum með því að aðlagast aðstæður og ekki síður að læra að hrósa og þiggja hrós frá náunganum. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.mv.) Þú ert sannarlega fær um að gefa náunganum góð ráð en hér koma sérkenni þín fram af einhverjum ástæð- um og jafnvel til að minna þig á hvað þú ert sterk/ur. / Bogmaðurinnez/ró.-ji.fej Beindu athygli þinni vel að hjartastöðvum þínum ef ójafnvægi ein- kennir þig gagnvartfjölskyldu þinni eða félögum. Þér hefur verið gefinn sá eigin- leiki að draga fólk að þér en þú ættir ekki að nota orð sem þú segir í fljótfærni. Steingeitin (22.des.-19.janj Ekki búast við að fólkið hér í kringum þig sé fullkomið eða viti ósjál- frátt hvað þú þráir því þú ert fær um að heilla hvern sem verður á vegi þínum og ættir ekki að leyfa tilfinningum eins og hégómleika, afbrýðisemi og óréttlæti að hafa áhrif á þig á nokkurn hátt. SPAMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.