Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 Fréttir J3V Of dýrt í Hval- fjarðargöngin Veggjaldið um Hval- fjarðargöng er óréttmætt og letjandi fyrir aukna umferð um Vesturland. Þetta kom fram á fundi sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar og Skessuhorn greinir frá. Þar harmar sveitarstjórnin að ríkisvaldið hafl ekki áhuga að koma að lækkun veggjaldsins en það sé eina samgöngumannvirkið á landinu sem ekki er frjálst að fara um. Skorað er á Sturlu Böðvarsson, sam- gönguráðherra, að lækka gangagjaldið og hafa þar með öll sveitarfélög í Borg- arfjarðarhéraði gert slíkt. Borgarstjóri Randers í Danmörku, sem er höfuðvígi Hells Angels, er í herferð gegn samtökunum. Hann segir það öruggt að samtökin muni ná fram vilja sínum um starfsemi á íslandi og næsta skref þeirra sé að innlima önnur mótorhjólagengi, út- vega sér húsnæði og hefja glæpastarfsemi sína. Gefa hlöðrur, fremja morð „Reynslan sýnir að Hells Ang- els muni stjórna allri glæpa- starfsemi I minni borgum." Samninga- viðræður skammt komnar Viðræður Starfsgreina- sambandsins og Samtaka atvinnulífs- ins eru enn skammt komnar, en Halldór Björnsson, formaður Starfs- greinasam- andsins, gefur við- ræðunum tvær til þrjár vikur áður en í hart fer. „Nú er allur pakkinn undir og farið er yfir þetta í nokkuð mörgum hópum. Við leggjum ennþá áherslu á hækkun lægstu launa og að ná ásættanlegri niðurstöðu átakalaust. Hækkun á eftirlaunum á Alþingi í lok síðasta árs setti strik f reikninginn og gerði það að verkum að við tök- um skart á eftirlaununum," segir Halldór. „Hells Angels munu án efa ná fótfestu á ís- landi, því miður. Hversu umsvifamiklir þeir verða veltur á því hversu samstillt yflrvöld og almenn- ingur verða í andstöðunni gegn þeim. Ef þeir fá að leika lausum hala munu fylgja þeim sömu ofbeld- isverkin og annars staðar, þar á meðal morð,“ seg- ir Michael Aastrup Jensen, borgarstjóri í Randers í Danmörku. Jensen hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína gegn mótorhjólasamtökum í bæjar- félagi sínu, en Randers-deild Hells Angels er sú umsvifamesta í Danmörku. Hells Angels náðu fótfestu í Randers fyrir fjórum árum með því að innlima lítið glæpa- gengi inn í samtökin. Frá því hafa þeir unnið að því að ná til sín nýjum meðlimum. „Hér var ekki mafía eða slíkt, en það var gengi sem var að brjóta lögin í smærri skala. Hells Angels fluttist inn og innlimaði þetta gengi. Þegar þeir byrjuðu fyrir fjórum árum voru þeir með frí partý fyrir ungt fólk. Allt var frítt, drykkir, nýjasta tónlistin, ljósasýningar, risasjónvarp og fleira sem getur heillað fólk. Þeir fá ungt fólk til að koma til sín og hanga hjá sér og þannig byggja upp samtök sín,“ segir Jensen. Lygileg ímynd Hann segir samtökin vinna ötullega að al- mannatengslum. Hér á landi segjast meðlimir jafn- an vilja sjá Gullfoss og Geysi og kvarta undan mannréttindabrotum þegar þeir eru stöðvaðir í Leifsstöð. „Það er ekki trúlegt. Þeir eru ekki þekktir sem útivistarmenn hér í Danmörku. Þeir reyna að byggja upp þá mynd að þeir séu hamingjusamlega giftir fjölskyldufeður og fólk sé á móti þeim vegna þess hvernig þeir klæða sig og líta út. Þegar þetta byrjaði fyrir nokkrum árum sögðu að við værum á eftir þeim vegna slæmrar fjölmiðlaumfjöllunar. Þeir sögðust vera ánægðir fjölskyldufeður og ekki vera á eftir neinum eða gera neitt ólöglegt. Þeir höfðu opið hús í höfuðstöðvum sínum og gáfu börnum blöðrur og pylsur til að fólk sæi þetta. Einn helsti talsmaður þeirra hefur skrifað margar bækur um hvernig er að vera meðlimur í Hells Angels í Danmörku og les upp í skólum fyrir krakka. Sumt fólk trúir þeim, en við þekkjum aðra hlið á þeim og höfum átt í áróðursstríði við þá,“ segir Jensen. Hells Angels eiga höfuðstöðvar í lágtekjuhverfl í norðurhluta Randers. Segja forsvarsmenn að um sé að ræða fundarstað, þar sem þeir félagarnir hittist og drekki bjór. Allir eru þeir hins vegar með langa afbrotasögu að baki. Nágrannar þeirra í Randers eru óttaslegnir, og hafa að sögn Jensen gluggatjöld- in dregin fyrir allan sólarhringinn. Jensen segir lík- legt að samtökin muni á næstunni reyna að kaupa sér fasteign hér á landi til að koma sér upp höfuð- stöðvum. Hræddur um Akureyri „Á Islandi eru byggðirnar minni en f Danmörku, og reynslan sýnir að Hells Angels muni stjórna allri glæpastarfsemi í minni borgum. Vinabær Randers, Akureyri, er til dæmis að þeirri stærð að Hells Ang- els myndi ráða þar lögum og lofum í undirheimun- um, líka bæirnir í kringum Reykjavík. Þeir reyna að fá milligöngumenn til að kaupa hús fyrir sig og koma þar upp eins konar fyrirtæki. Þeir láta heima- menn um að selja fíkniefni fyrir sig og þegar þeir eru teknir fá þeir sér nýja. Þeir sem selja fíkniefni án leyfis Hells Angels eru teknir í gegn, en svo halda þeir hlffðarskildi yfir meðlimum sínum. Þeir vinna eins og mafía og danskir Hells Angels menn munu ekki selja eiturlyf. Sjálflr eru þeir æðstu nokkuð stikkfrí,“ segir Jensen. Jensen hóf baráttu gegn Hells Angels í janúar 2002, þegar hann komst að því að samtökin stjórn- uðu nánast allri glæpastarfseminni í bæjarfélaginu. Samstarf bæjaryfirvalda við lögregluna hefur skilað árangri. Skipaður var starfshópur sem fór í að rann- saka skattaskýrslur. I ljós kom að 20 einstaklingar í bæjarfélaginu lifðu í vellystingum, áttu dýra bfla og stór hús, en höfðu engar skráðar tekjur. Mál tíu þeirra er fyrir Hæstarétti Danmerkur um þessar mundir. Jensen segir samstillt átak það eina sem dugi gegn skipulögðum glæpum. „Ef merki eru um að þeir reyni að koma sér að einhvers staðar verða yfirvöld í bæjunum að vinna náið með lögreglunni til að halda þeim niðri. Ef þeir vilja kaupa sér hús verður að koma í veg fyrir það. Hells Angels munu reyna allar leiðir og þeim mun takast það á einhvern hátt, því miður, en hversu vel það tekst veltur því hversu samstillt yfir- völd verða í baráttunni gegn þeim. Ég held að þið munið ekki halda þeim úti til lengri tíma. Þeir em eins og kóngulóarvefur sem teygir sig inn í öll löndin á Evrópska efnahagssvæðinu. Fíkniefnamarkaðurinn er margmilljónabransi og þeir hafa áratugareynslu í því að stunda þar viðskipti, þeir fara þangað sem þeir vilja, og allt bendir til þess að þeir vilji vera á Islandi Ifka,“ segir Jensen. jonuausti@dv.is Michael Aastrup Jensen Borgarstjórinn i Randers, sem er 62 þúsund manna bæjarfélag, þekkir baráttuna gegn Heils Angels afeigin raun. „Ardís var að detta út, en við erum voðalega stolt af henni," segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, en allur bærinn hefur lagst í sjónvarpsgláp á föstudögum tilað fylgjast með fulltrúa Blönduóss í Idol. „Ég lít ekki þannig á að hún Landsíminn upp laupana. Þetta eru ekki endalokin fyrir hana. Hér á Blönduósi er mikið framkvæmdatímabil framundan. Við erum að end- urnýja bensínstöðina og stækka hana úr 200 fermetr- um í500.1marga áratugi fjölgaði ekki á Blönduósi, en samkvæmt síðustu talningu hefur fjölgað um 25. Það sem háir okkur er að aldurssam- setningin er mjög óhagstæð, hér er miklu hærri meðalald- ur. Það stafar afþví að hér er enginn framhaldsskóli og við missum unga og efnilega fólkið burtu í nám, þar á með- al hana Ardisi. Meint vanhæfi Péturs Blöndal nú í höndum forsætisnefndar Gestir biðu í tvo tíma meðan þingmenn körpuðu Á annan tug gesta efnahags- og viðskiptanefndar biðu í gærmorg- un í tæplega tvær og hálfa klukku- stund eftir að vera kallaðir inn á á fund nefndarinnar, á meðan þing- menn ræddu meint vanhæfi Péturs Blöndal. Gestunum var síðan sagt að fara heim. Fundurinn var boðaður að til- lögu Vinstri grænna, en þar átti að ræða málefni Sparisjóðanna. Það mál komst þó aldrei á dagskrá þar sem þingmenn körpuðu um tillögu Samfylkingarinnar um að Pétur Blöndal' viki sæti sem formaður nefndarinnar. Hann er einn af stofnijáreigendum SPRON og situr þar í stjórn. Tillagan var felld en samþykkt að fela forsætisnefnd að fjalla um málið. Búist er við að nefndin fjalli almennt um hæfi þingmanna og skoði reglur um slíkt. Pétur Blöndal sagðist ekki hafa talið sér annað fært en að sækja fundinn, þar sem það væri skylda þingmanna að sækja nefndafundi samkvæmt þingsköp- um Alþingis. „Það eru okkur mikil vonbrigði að þessari umræðu skyldi hafa ver- ið skotið á frest", segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna. „Pétur H. Blöndal hefði gert okkur mikinn greiða ef hann hefði að eigin frumkvæði hlíft okkur við umræðum um meint vanhæfi, og ákveðið að gerast ekki verkstjóri í þessu máli. Nú er óljóst hvenær að nýju verður boðað til fundar, og ég harma það að gestir nefndarinnar hafi þurft að bíða í hátt á þriðja tíma“. Meðal þeirra sem boðaðir voru á fund nefndarinnar voru Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, Guðmundur Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármáta- eftirlitsins, Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON og Jón G. Tómasson, stjórnarfor- maður SPRON. Jón G.Tómasson, stjórnarformaður SPRON.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.