Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004
Fréttir DV
i
Valdabarátta
í íran
Hundruð endurbóta-
sinna gengu út af íranska
þinginu þegar ljóst varð að
forystan ætlaði sér að úti-
loka fjölda þeirra frá því að
bjóða sig fram í almennum
kosningum sem fram fara í
næsta mánuði. Forystan,
sem svo er kölluð, er 12
manna hópur klerka og
lögfræðinga sem hafa það
að markmiði að gæta þess
að aðgerðir þingsins falli
innan ramma íslamskra
laga og reglna.
Meðal þeirra sem útilok-
aðir voru er bróðir Khatami
forseta landsins.
Sharon undir
pressu
Tugþúsundir ísraelska
landtökumanna mótmæltu
á götum Tel Aviv þeim hug-
myndum stjórnvalda að
flytja hópa landtökumanna
frá Vesturbakkanum og
Gaza svæðinu. Eru þetta
mestu mótmæli sem fram
hafa farið í landinu um
langa hríð og setja mikla
pressu á Ariel Sharon, for-
sætisráðherra landsins.
Flutningarnir eru hluti þess
að samkomulag náist milli
ísrael og Palestínu en er-
lend ríki hafa gagnrýnt
Sharon fyrir linkind gagn-
vart landtökufólki.
Hluti Manila
brann til ösku
Talið er að yfir 50 þús-
und manns séu heimilis-
laus eftir að gríðarlegir eld-
ar brutust út í Manila, höf-
uðborg Filippseyja. Þús-
undir heimila brunnu til
ösku en upptökin voru rek-
in til kofaþyrpingar fátækra
rétt utan borgarmarkanna.
Breiddust eldarnir hratt út
og loguðu í sjö tíma áður
en slökkvilið réði niðurlög-
um hans. Ekkert mannfall
var tilkynnt.
Endurkjör
Mbeki talið
líklegt
Mikill fjöldi stuðnings-
manna Afríska þjóðarráðs-
ins kom saman á kosninga-
fundi í Suður Afríku en þar
fara í hönd þriðju forseta-
kosningarnar síðan lýðræði
komst á í landinu. Ekki hef-
ur endanleg dagsetning þó
enn verið valin.
Núverandi forseti,
Thabo Mbeki, nýtur mikils
stuðnings síns flokks og
fastlega er gert ráð fyrir að
hann sigri en hann hefur
þegar setið tvö tímabil sem
forseti.
Einstæðar og glænýjar myndir af hafsbotninum í kringum Vestmannaeyjar sýna
að eyjarnar voru eitt sinn landfastar. Sprengigígar eftir gos á þurru landi fundust
úti á rúmsjó. Niðurstöðurnar komu jarðvísindamönnum mjög á óvart.
Eldfjöll á hatsbotni
Dr. Ármann Höskuldsson, jarðfræðingur „Þessirgígar hafa myndast ígosi fyrir tólftilþrettán þúsund árum, við lok ísald-
ar. Þá hefur sjávarstaðan verið um hundrað metrum iægri en ídag“.
Síðastliðið sumar fór rannsóknarskipið Árni
Friðriksson í sinn seinni leiðangur til að kanna
sjávarbotninn við Vestmannaeyjar og Reykjanes-
hrygg og eldvirkni þar. Rannsóknin var gerð með
nýjum fjölgeislamæli Hafrannsóknastofnunar,
sem gefur færi á að taka einstæðar myndir af hafs-
botninum. Meðal annars fundust sérstakar holur
á hafsbotninum sem benda til gasuppstreymis í
tengslum við olíu, og greint hefur verið frá í DV.
En það er ekki allt. Það kom vísindamönnum
mjög á óvart að myndirnar skyldu sýna að Vest-
mannaeyjaklasinn var eitt sinn landfastur.
Þrjú eldfjöll á hafsbotni
„Þegar við sigldum austur af Surtsey yfir svæði
sem kallað er Stórahraun komu í ljós þrír stórir
gígar sem hafa myndast í sprengigosi", segir leið-
angursstjórinn, doktor Ármann Höskuldsson,
jarðfræðingur. „Við vitum að gígar með svona
lögun geta ekki myndast á kafi í vatni. Þeir hljóta
að hafa orðið til á þurru. Þar af leiðandi gefum við
okkur að sjávarstaðan hafi breyst mikið í kringum
Vestmannaeyjar".
Myndirnar sýna að eitt sinn hafa Vestmanna-
eyjar verið hluti af landföstum skaga sem gekk út
úr landinu sunnanverðu, líkt og Reykjanes. Gíg-
arnir þrír hafa verið syðsti hlutinn af þeim skaga.
„Þessir gfgar hafa myndast í gosi fyrir tólf til
þrettán þúsund árum, við lok ísaldar. Þá hefur
sjávarstaðan verið um hundrað metrum lægri en í
dag“, segirÁrmann.
Gos á þurru landi Myndin sýnirþrjá sprengigiga útáball-
arhafi, eftir gos á þurru landi.
Mynd: Einar Kjartansson, Hafrannsóknastofnun
Kom vísindamönnum mjög á óvart
„Þegar jöklana leysti hækkaði í sjónum og allt
fór á bólakaf aftur. Af þessu sjáum við að það hafa
verið gríðarlegar sveiflur í sjávarstöðunni á þeim
tvöþúsund árum sem það tók ísaldarjöklana að
fara. Hreinn Haraldsson vann heilmiklar rann-
sóknir á söndunum uppi á landi og í Fljótshlíðinni
sjást ummerki um að sjávarstaða hefur verið 80
Vestmannanes? Svona leit suð-suð-vesturhluti landsins út
við lok ísaldar. Vestmannaeyjar eru hluti aflandföstum skaga.
Sprengigigarnir þrir eru syðst á skaganum. Mynd: Einar Kjart-
ansson, Hafrannsóknastofnun
„Við vitum að gígarmeð
svona lögun geta ekki mynd-
ast á kafi í vatni. Þeir hljóta að
hafa orðið til á þurru".
metrum hærri en hún er í dag“. Þessar niðurstöð-
ur komu jarðvísindamönnum mjög á óvart, enda
ekki annað vitað en að svæðið hefði verið á kafi í
sjó.
Mörg dæmi um jarðmyndanir eins og þessar
eru til á þurru landi á íslandi.
„Besta dæmið er Hverfjall í Mývatnssveit. Svo
eru víða leifar slíkra gíga sem eru í kringum 10
þúsund ára gamlir. Hrossaborg er annað dæmi,
og svipaðir gígar upp á Tungnáröræfum", segir
Ármann.
Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í rann-
sóknir á eldvirkni á Vestmannaeyjasvæðinu og
þær segja einnig mikið um sjávarstöðubreytingar
í kjölfar ísaldarjökulsins. Mikill áhugi er fyrir
þessu svæði í jarðvísindaheiminum, ásamt
Reykjanessvæðinu, vegna plötuskilanna sem þar
eru. Rannsóknir með svo umfangsmiklum og
flóknum búnaði eru ákaflega kostnaðarsamar og
er nú næsta skrefið að afla fjármagns til frekari
rannsókna.
brynja@dv.is
Paul O'Neill vandar George W. Bush ekki kveðjurnar í nýrri bók.
Innrásin í írak ákveðin fyrir 11. september
Innrásin í Irak var ákveðin á
fyrstu dögum forsetatíðar George
W. Bush. Þetta fullyrðir Paul
O'Neill sem gegndi stöðu fjármála-
ráðherra í ríkisstjórn Bush þar til
fyrir um ári. O'Neill hefur komið
fram í nokkrum fjölmiðlum vestan-
hafs um helgina til þess að kynna
bók um sjálfan sig sem skrifuð er af
blaðamanninum Ron Suskind.
Ráðherrann fyrrverandi segir
forsetann hafa leitað logandi ijósi
að ástæðu til að ráðast inn í írak og
inenn hafi farið að huga að hvernig
skyidi standa að friðargæslu eftir að
Saddam Hussein yrði hrakinn frá
völdum og einnig hvernig olíumál-
um landsins skyldi háttað. O'Neill
sat í öryggisráði forsetans og hann
segist aldrei hafa séð sannanir þess
efnis að Saddam Hussein hefði yfir
gjöreyðingarvopnum að ráða. „Þá
23 mánuði sem ég sat í ríkisstjórn-
inni sá ég enga sönnun þess að
Irakar byggju yfir slíkum voptium,"
sagði O'Neill.
Suskind byggir bók sína á marg-
víslegum skjölum úr fórum O'Neill
og annarra. Hann segir pappíra
sýna að fyrstu 100 dagana í embætti
hafi Bush unnið að undirbúningi
stríðsreksturs í írak. Það er mörgum
mánuðum áður en hryðjuverka-
menn gerðu árás á Bandaríkin
þann 11. september 2001. Á meðal
skjalanna sé að finna minnisblað
sem hafi yfirskriftina „Áætlun um
írak eftir að Saddam hefur verið
steypt af stóli."
O'Neill er harðorður um forset-
ann og segir hann sitja mikilvæga
fundi án þess að leggja orð í belg.
Hann rökræði ekki við menn og
svari engu um þau málefni sem eru
til umræðu hverju sinni. Háttsettir
starfsmenn Hvíta hússins hafna
þessum staðhæfingum í viðtali við
tímaritið Time. Þeir segjast ekki
hafa hlustað á O'Neill þegar hann
var ráðherra og þeir geri það heldur
ekki nú.
Stjórnmálaskýrendur hafa haft á
orði að gagnrýni O'Neill sé sú harð-
asta af hálfu innanbúðarmanns frá
því Bush tók við embætti. Þessi
gagnrýni sé til þess fallin að skaða
orðstír forsetans. Bókin um O'Neill
kemur út á næstu dögum.
Gagnrýnir forsetann Paul O 'Neill ásamt
Bush forseta. O 'Neill var rekinn úr rikisstjórn-
inni fyrir um ári. Hann kemurnú fram með
harða gagnrýni á hendur forsetanum.