Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004 Sport DV Harpring lengi frá Matt Harpring, fram- herji Utah Jazz í NBA-deild- inni í körfuknattleik, verður að öllum líkindum frá næstu þrjá mánuðina þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð á hné. Harpring, sem er stigahæsti leikmaður Utah á þessu tímabili, hefur spilað meiddur í nokkurn tíma en getur það ekki lengur. „Þetta er skelfllega erfitt. Ég hefði viljað spila þrátt fyrir meiðslin en það var bara ekki hægt,“ sagði Harpring sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum Utah. Harpring, sem hefur skorað 16,2 stig og tekið 8 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili, sagði að aðgerðin yrði léttir því að sársaukinn sem hann fyndi fyrir á hverju kvöldi væri farinn að taka sinn toll andlega. Þetta er mikið áfall fyrir Utali Jazz sem hefur byrjað tíma- bilið betur en flestir töldu mögulegt. Sársvekktur Birkir IvarGuömundsson sést hér i leiknum gegn Sviss á sunnu- daginn en hann hlaut ekki náð fyrir augum Guömundar landsliðsþjálfara. DV-mynd Pjetur Kempo Arsenal vill fá Angel Heimildir frá Englandi herma að Arsenal hafi boðið átta milljónir punda í kólumbíska framherjann Juan Pablo Angel hjá Aston Villa. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, hafði hugsað sér að bíða þar til að loknu tímabili með að bjóða í Angel en meiðsli þriggja framherja hans, þeirra Sylvain Wiltords, Dennis Bergkamps og Jeremie Alladiere, og brott- hvarf Nwakwo Kanu í Af- ríkukeppnina gerir það að verkum að Wenger vill fá Angel strax. Samkvæmt sömu heimildum þá vill Aston Villa fá 20 milljónir punda fyrir Angel en ef hann verður seldur þá mun félagið bjóða í ástralska framherjann Mark Viduka hjá Leeds. Markvörðurinn Birkir ívar Guðmundsson var einn fjögurra leikmanna sem datt út úr landsliðshópnum í gær. f Birkir ívar Guðmundsson, marlcvörður Hauka, var einn fjög- urra leikmanna sem duttu út þegar Guðmundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, fækk- aði um fjóra í hóp sínum fyrir EM í Slóveníu. Þetta er ekki fyrsta sinn sem Birk- ir ívar hlýtur ekki náð fyrir augum Guðmundar landsliðsþjálfara en hann var meðal annars ekki valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Pólverjum í nóvember. Birkir ívar hefur staðið sig ágæt- lega í vetur, sérstaklega í meistara- deildinni, og hann var svekktur þeg- ar DV Sport ræddi við hann eftir valið í gær. Hundsvekktur „Auðvitað er ég hundsvekktur yfir því að detta út. Það segir sig sjálft að allir leikmenn með metnað „Markverðirnir fjórir fengu ekki jöfn tæki- færi aiveg frá því að fyrsta æfingin fór fram og mig svíður það sárt, sérstaklega þar sem mér finnst ég vera betri markvörður en þeir sem fyrir eru." vilja komast á stórmót eins og EM en ég get hins vegar ekki sagt að þetta hafi komið mér neitt verulega á óvart. Mér fannst þetta einhvern veginn liggja í loftinu allan tímann. Ég gat líka gengið út frá fenginni reynslu því að hann horfði framhjá mér í landsleikjunum gegn Póllandi og ég hef aldrei komist lengra en að verða þriðji markvörður undir stjórn Guðmundar. Ég var þriðji markvörður á eftir Bjarna Frostasyni á sínum tíma og síðan Roland Eradze. Nú er Roland meiddur og þá er ég allt í einu orðinn fjórði mark- vörður og ég skil það eiginlega ekki. Ég hef mun meiri reynslu af alþjóð- legum leikjum heldur en bæði Reyn- ir og Björgvin og tel að ég hafi verið að verja vel í vetur, sérstaldega í meistaradeildinni. Það virðist samt ekki skipta miklu máli f þessu samhengi," sagði Birkir ívar ennfremur við DV Sport. Ekki mörg tækifæri Hann sagði aðspurður að hann hefði ekki fengið mörg tækifæri til að sýna sig og hvað hann hefði framað færa í þessum leikjum. „Ég fékk hálftíma í síðasta leikn- um og fannst mér ganga vel. Það mátti hins vegar sjá á því hvernig hann valdi í leikina að landsliðs- þjálfarinn var löngu búinn að ákveða hvernig röðin á markvörð- unum yrði og allt tal um að þetta hafi verið erfitt val er bara bull. Markverðirnir fjórir fengu ekki jöfn tækifæri alveg frá því að fýrsta æf- ingin fór fram og mig svíður það sárt, sérstaklega þar sem mér finnst ég vera betri markvörður en þeir sem fyrir eru.“ Hann sagðist ekki hafa mikla trú á því að hann fengi fleiri tækifæri undir stjórn Guðmundar. „Það þarf eitthvað mikið að ganga á til þess að það gerist en auðvitað gefst maður ekki upp. Ég hef áður fengið blauta tusku í andlitið og það hefur styrkt mig enn frekar," sagði Birkir ívar. oskar@dv.is Helgi Sigurðsson búinn að finna sér félagslið Samdi við danska liðið AGF Landsliðsframherjinn Helgi Sig- urðsson mun leika með danska úr- valsdeildarliðinu AGF frá Árósum til vorsins 2006. Hann skrifaði undir samning við félagið í gær en hafði ekki lokið læknisrannsókn þegar DV Sport ræddi við hann. Helgi sagðist samt ekki hafa miklar áhyggjur af því þar sem hann hefði sloppið við al- varleg meiðsli á undanförnum árum. „Það getur eiginlega ekkert komið í veg fyrir þetta," sagði Helgi. Hann sagðist hlakka til að spila í dönsku deildinni og vera feginn að hinum eilífa flækingi sem fylgir því að vera án félagsins sé lokið. „Ég er búinn að fara til Englands og Þýska- lands og það er gott að þessi mál eru komin á hreint." Ólafur Kristjáns- son, aðstoðarþjálfari AGF, sagði í samtali við DV Sport í gær að hann hefði trú á því að Helgi myndi styrkja liðið verulega. „Við höfum verið að leita að framherja að und- anförnu og þegar okkur bauðst Helgi þá vorum við mjög áhugasam- ir. Hann var sáttur við það sem við buðum honum og því gekk þetta hratt fyrir sig,“ sagði Ólafur. Hann sagði jafnframt að Helgi væri mjög góður leikmaður þegar hann væri í formi. „Við vorum ieita að leikmanni eins og honum, sem er duglegur, lík- amlega sterkur og markheppinn. Ég er vissum að hann á eftir að reynast okkur vel.“ oskar@dv.is Tryggvi Guðmundsson meiddur í þrjár vikur Ætlar að reyna að fá frest Framherjinn Tryggvi Guð- mundsson má ekki sparka í bolta næstu þrjár vikurnar samkvæmt norskum lækni sem skoðaði ristina á honum í síðustu viku. Þetta er bagalegt fyrir Tryggva því að hann er án félags þessa dagana og getur því ekki sýnt sig á meðan félagskipta- glugginn er opinn til 31. janúar næstkomandi. „Það segir sig sjálft að þetta er mjög slæmt fyrir mig því að ég hefði gjarnan viljað sýna mig fyrir liðum sem hafa sýnt mér áhuga. Það er þó ekki öll nótt úti enn. Umboðs- maðurinn minn sagði að ég gæti hugsanlega fengið frest til að skipta um félag þar sem ég er bæði meidd- ur og án félags. Það mál fer fyrir Al- þjóða knattspyrnusambandið en það er algerlega óvíst hvað gerist. Ég mun að sjálfsögðu reyna að sækja um frest en ef ég fæ hann ekki þá á ég aðeins möguleika á því að spila á Norðurlöndunum eða heima á ís- landi." sagði Tryggvi í samtali við DV Sport í gær. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.