Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2004
Fréttir 0V
Olíuþjófar
skotnir
Bandarískar hersveitir
skutu sjö olíuþjófa til bana
í gær. írakskur borgari
hafði gert hersveitum við-
vart að hópur fjörtfu
manna, sem allir væru
vopnaðir rifflum, væru að
eiga við olíuleiðsluna nærri
bænum Samarra. Þjófa-
gengið hafði komið á 15
trukkum til að flytja olíuna.
Til átaka kom á milli her-
mannanna og þjófagengis-
ins og fór svo að sjö þjóf-
anna lágu í valnum. Þá
voru trukkarnir sprengdir í
loft upp.
100 ára og
loks hættur
Samir al-Khuleiwi, 100
ára gamall Sádi-arabi, hef-
ur ákveðið að láta undan
þrýstingi yfirvalda og hætta
að starfa sem kennari. Al-
Khuleiwi, sem er við ágæta
heilsu, á að baki 28 starf
sem kennari. Hann hóf
ferilinn sem kennari 72 ára
eða um svipað leyti og
hann komst á „eftirlaun"
eftir að hafa unnið alla tíð í
einkageiranum. Kennarinn
gamli er aldeilis ekki af baki
dottinn þrátt fyrir upp-
sögnina og kvað vera tíður
gestur í skólanum. Hann
segist bundinn nemendum
sínum órjúfanlegum bönd-
um.
Hallgrímur Helgason
Tveir útlendingar sem sitja í haldi á íslandi voru með níu stolin greiðslukort sem
voru nýútgefin og höfðu ekki borist rétthöfunum. Þeir voru einnig með fölsuð skil-
ríki á nöfn korthafanna. Mennirnir voru með íslenska bankareikninga. Lögregla er
ekki viss um hverjir mennirnir eru í raun og veru.
... .,.s;
"'■■„rfáp*"
....
i (f . :■'? " / ;? %'S:'
II 1 '■■ 1 : : ' i\
Frá Kongó og Kamerún? Tveir útlendir menn sem teknir voru
með stolin greiðslukort og fölsuð skilríki i stil verða áfram i gæslu-
varðahaldi næstultvær vikurnar samkvæmt úrskurði Héraðsdóms
Reykjaness i gæ\ Mennirnir segjast vera frá Kongó og Kamerún
og heita Mwan\zebonga og Gabriel Kisito Ondobo Ndzana en
lögreglan mnn vera á báðum áttum um hvort það sé rétt.
Stálu kreditkortum
á leið til rétthafa
Tveir útlendir menn sem handteknir voru á
Keflavíkurflugvelli með stolin greiðslukort og
fölsuð skilríki voru úrskurðaðir í áframhaldandi
gæsluvarðhald í gær.
Mennirnir tveir voru handteknir 8. desember í
Leifsstöð þegar þeir voru að koma til landsins. Á
þeim fundust níu greiðslukort - gefin út af er-
lendu fyrirtæki og á útlent fólk.
Kort með háar úttektarheimildir
Samkvæmt heimildum DV var um að ræða
glæný greiðslukort frá fjarlægum heimshluta.
Kortin náðu aldrei að berast réttum handhöfum
því einhvern vegin tókst þjófunum að koma
höndum yfir þau á leiðinni.
Kortin, sem áttu að taka gildi í desember og
voru enn í upprunalegum umbúðum, munu flest
hafa verið með háum úttektarheimildum. Til að
mynda svarar úttektarheimild kortsins sem
hæstu heimildina hefur til um 1,5 milljóna ís-
lenskra króna. Það er svokallað platínukort.
„Verið að kanna ytra hvernig
það getur hafa gerst að nýút-
gefin greiðslukortin komust í
rangar hendur."
Þvottur á kortapeningum á íslandi
Fölsuðu persónuskilríkin sem mennirnir
höfðu meðferðis svara til stolnu greiðslukort-
anna. Talið er að kortaþjófarnir hafi ætlað að taka
eins mikið út á kortin og þeim var unnt, „þvo‘‘
peningana síðan á íslenskum bankareikningum
áður en þeir yrðu sendir úr landi. Þeir höfðu
einmitt komið eina ferð til íslands í lok nóvember
og stofnað reikninga í nokkrum bönkum. Kenn-
ing lögreglu mun vera sú að þeir hafi ætlað að
nota þessa tilteknu reikninga í væntanlegum
fjársvikum sínum.
Tvímenningamir hafa verið vistaðir í gæslu-
varðhaldi á Litla-Hrauni frá því þeir voru hand-
teknir. Þeir munu hafa verið ósamvinnuþýðir. Til
dæmis mun lögregla illa treysta því að þeir séu í
raun og veru þeir einstaklingar sem þeir sjálfir
halda fram að þeir séu. Annar maðurinn segist
vera frá Kongó en hinn frá Kamerún. Enn er ver-
ið að reyna að greiða úr þessu. Þeir segjast vera 40
ára og 32 ára,
Þetta mál telst vera býsna flókið og erfitt
viðureignar. Rannsóknin teygir anga sína út fyrir
landsteinana. Meðal annars er verið að kanna
ytra hvernig það getur hafa gerst að nýútgefin
greiðslukortin komust í rangar hendur - hvort
þau hafi horfið hjá sjálfu fyrirtækinu sem gaf
kortin út eða á leiðinni í pósti.
Rannsóknin mun þó vera að færast á lokastig.
Reiknað er með að ákæra verði gefin út áður en
nýfengin tveggja vikna framlenging gæsluvarð-
haldsins rennur út.
gar@dv.is
Kosturínn við Hallgrím Helga-
son ríthöfund er mikið hug-
myndaflug, vökult auga fyrír
umhverfi sínu, sjálfsagi og
vinnusemi. Eru þeir ekki marg-
ir rithöfundarnir sem eru eins
afkastamiklirá ritvellinum. Og
að Guðmundi Andra Thorssyni
undanskildum (Guðbergur
kannski) virðist Hallgrímur
einn rithöfunda hirða um að
hafa einhverja skoðun á sam-
félagisínu.
Kostir & Gallar
Gallinn er sá að margt afþví
sem frá Hallgrími kemur
hverfist alfarið um hann sjálf-
an. Þannig er ekki síður mikil-
vægt að það var hann sem
fann upp hugtakið„btáa
höndirí'en að hugtakið hafi
eitthvert gildi í sjálfu sér. Ekki
verður því á móti mælt að
hver maður er miðja síns al-
heims en sú kenning fer út í
öfgar þegar Haiigrímur er
annars vegar.
Haukur Hauksson sakar Iceland Air og Úrval Útsýn um einokunartilburði
Bjarmalandsferðin sem aldrei var farin
„Það er alveg ljóst að Flugleiða-
veldið svokallaða (Flugleiðir,
lcelandair, Úrval Útsýn, Ferðaskrif-
stofa íslands / Iceland Travel, Plús-
ferðir...) reynir að koma á kaldan
klakann öllum þeim sem þeir telja
ógna veldi sfnu," segir Haukur
Hauksson fréttaritari og ferðamála-
frömuður.
í síðustu viku birti DV fréttviðtal
við Ólaf Hauksson talsmann Iceland
Express. Þar sakar hann Iceland Air
og Ferðamálaráð íslands um samráð
þegar kemur að því að úthluta
styrkjum til landkynningar á íslandi.
Haukur segir þar greinilega mis-
munun og telur jafnframt að Flug-
leiðir reyni í krafti stærðar sinnar að
drepa af sér alla samkeppni og búa
svo um hnútana að þeir búi við ein-
okun á markaði.
„Ferðaskrifstofan Bjarmaland,
sem er frumkvöðull á Rússlands-
markaði, lagði í mikinn undirbúning
í tveggja vikna síðsumarsferð til
tveggja borga í Rússlandi og auglýsti
í byrjun ársins 2003 ferð til Moskvu
og Pétursborgar 5. september. Viti
menn! Á vormánuðum auglýsa Úr-
val Útsýn ferð til sömu borga tveim-
ur dögum á undan okkar ferð eða 3.
september, einnig í tvær vikur og var
sú ferð tvö þúsund krónum ódýrari!"
segir Haukur og telur augljóst að
þarna sé verið stela hugmyndinni.
Barmalandsferðin var aldrei farin
því Úrval Útsýn hirti alla hugsanlega
farþega. „Við höfðum engan auglýs-
ingamátt til að berjast við þá.
Áhugavert er hvort risinn hyggst aft-
ur á þessu ári efna til Rússlandsferð-
ar tveimur dögum á undan auglýstri
ferð okkar þangað á vegum Bjarma-
lands."
Hörður Gunnarsson er forstjóri
Úrvals Útsýnar og þegar þetta var
borið undir hann sagðist hann jú
hafa heyrt af þessu máli. En ... „ég
veit ekki hvað þessum manni geng-
ur til? Þetta er þvílík þvæla. Ég nenni
ekki að svara þessu. Ég veit ekki
hvaða bull þetta er. Hann má setja
upp hundrað 50 manna ferðir til
Rússlands mín vegna. Kemur mér
bara ekkert við. Þetta er grautarvit-
leysa," segir Hörður og ljóst að hon-
um er ekki skemmt.
Haukur Hauksson Auglýsti tveggja borga
ferð til Rússlands en skömmu siðar kynnti
Úrval Útsýn sambærilega ferð, sem farin var
tveimur dögum á undan ferð Hauks og var
tvö þúsund krónum ódýrari.