Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
GunnarSmári Egilsson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjórar
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng-
an auglysingar@dv.is. - Drelfing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot Frétt ehf.
Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Fatlaðir gestir
Hjá ferðaþjónustunni í
Arbæ á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu hefur
verið lögð áhersla á göða
aðstöðu fyrir fatlaða og
að þeir fái sem besta
þjónustu. Unnið
er núna að við-
byggingu við borð-
sal þar sem verður
betra aðgengi,
nímgott anddyri
og einnig kemur
þar góð snyrtiað-
staða sérútbúin.
Hlakka aðstandendur tíl
að sjá sem flesta fatíaða á
því ferðasumri sem brátt
gengur í garð.
Skúmurinn kominn
Bjöm Amarson sá tvo
skúma við Jökulsá á
Breiðamerkursamdi á
sunnudaginn. í fyrra sá
Hálfdán Bjömsson á
Kvískerjum
fyrsta skúminn
16. febrúarog
segir hann að
það hafl verið
óvenju snemma. Skúm-
urinn ferðast mikið því
þegar hann fer héðan á
haustín liggur leið hans
suður með ströndum
Evrópu og Afríku, yfir
Atíantshaflð, upp með
strönd Ameríku og það-
an aftur til íslands.
3 mánuðir
Afráðið mun vera að
starf það sem Arna John-
sen hefur boðist hjá Vest-
urbyggð vari aðeins í þrjá
mánuði. Ama á sem
kunnugt er að
vinna að at-
vinnu- og ferða-
málum fyrir
Vesturbyggð,
eða eins og
bæjarstjórinn
Brynjólfur
Gíslason orðar
það: ,Ámi er
þaulkunnugur öllum
hnútum í ferða- og at-
vinnumálum. Það yrði
mikill fengur ef hann
fengist til þess að aðstoða
íbúaVesturbyggðartil t
þess að nálgast atvinnu-
og ferðamál á nýjan og ™
ferskan hátt.“ -
3
Fóstra óskast
Auglýst hefur verið til
umsóknar starfleik-
skólakennara við leik- ^
skólann Lyngholt á
Reyðar-
firði. Þar
starfa 13
hressir
starfsmenn
við að gæta
50 kátra krakka. Virðing,
kurteisi og gleði em ein-
kunnarorð skólans og
hefur síðastíiðin ár verið
lögð áhersla á umhverfls-
vernd og ritmálsörvun.
Símasöfnun Hróksins
Igær hitti ég konu í jarðarför sem fór að
segja mér frá því að sjö ára stúlka á henn-
ar vegum væri orðin óð og uppvæg af
áhuga á skák. Stúlkan hefði kynnst skáklist-
inni í skólanum og heillast af en heima hjá
henni hefði lengi vel ekki verið til neitt tafl.
Frekar en fá ekkert að tefla greip stúlkan til
þess ráðs, ásamt bróður sínum, að búa sér til
taflmenn og fara síðan að tefla á köflóttu
teppi sem svo vel vildi til að var á heimilinu.
Þarna hefðu þau legið og unað sér dável
þangað til fullorðna fólkið hafði rænu á að
kaupa handa þeim almennilegt tafl.
Sögur af þessu tagi hafa heyrst oftar og
víða síðustu misserin. Einmitt þegar menn
héldu að skáklistín á Islandi væri í andarslitr-
unum og tölvuleikir ungu kýnslóðarinnar
myndu veita henni náðarhöggið, þá rís
manntaflið upp aftur, tvíeflt ef ekki þríeflt. Og
unga kynslóðin hefur rækilega látið heillast.
Þótt ég sé sjálfúr löngu hættur að tefla og
hafi svo sem aldrei getað neitt að ráði, þá þyk-
ir mér þetta verulegt ánægjuefni. Sú gamla
klisja að skákin sé allt í senn - Iist, íþrótt og
vísindi - varð auðvitað bara að klisju vegna
þess hve mikill sannleikur felst í henni. Og
það er ómögulegt annað en að gleðjast yfir
því að heil kynslóð skólabarna hefur ekki að-
eins verið kynnt fyrir skáklistinni, heldur líka
heillast af henni.
Því með fullri og djúpri virðingu fyrir öll-
um heimsins tölvuleikjum, þá þarf ekkert að
fara í grafgötur með að manntaflið reynir
meira á hugarstyrk og hugmyndaflug en jafn-
vel hinir flottustu tölvuleikir.
Skákfélagið Hrókurinn á langmestan þátt í
þeirri skákvakningu sem hér hefur orðið. Fé-
lagið hefur leitað tíl almennings um stuðning
til að geta haldið áfram starfsemi sinni en það
hefur hingað til verið rekið eingöngu á vel-
vilja fyrirtækja og einstaklinga og þrotlausri
sjálfboðavinnu fáeinna hugsjónamanna.
Þeim dampi getur enginn haldið endalaust
án þess að einhver aðstoð komi til og því er
efnt tU þessarar söfnunar. Enda þótt mér sé
málið skylt þar sem frumkvöðull Hróksins er
náskyldur mér sé ég ekki ástæðu til að láta
það koma í veg fyrir að ég hvetji fólk eindreg-
ið til að leggja þeirri söfnun lið. Enda mála
sannast að ef sá skyldleiki væri ekki fyrir
hendi myndi ég taka mun dýpra í árinni en
hér að ofan með lof og prís um Hrókinn.
Söfnuninni leggja menn lið með því að
hringja í síma 904 2004 og þá leggjast 700
krónur ofan á símareikninginn sem renna til
skákvæðingar Hróksins.
Það er bæði fallegt og göfugt markmið að
kenna æskunni að tefla. Krakkarnir verða
betri manneskjur af því og því ástæða til að
hvetja fólk til að hringja. Það er svo ótal
margt óþarfara að gerast í þessu þjóðfélagi
sem menn eyða í öðru eins fé.
Illugi Jökulsson
Óhætt er að segja að Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
hafi vakið töluverða athygli með
ummælum sfnum f Morgunblaðinu
þann 24. febrúar síðastliðinn. Þar
talaði hann meöal annars um kúa-
búskap og sagöi „að ekki eigi að
byggja mjólkurframleiðslu í landinu
á aðkeyptu vinnuafli og vélmennum
heldur eigi mjólkurbúin að vera rek-
in af fjölskyldum í sveitum lands-
ins“. Enn fremur kvaðst hann vera
reiðubúinn til að setja reglur um há-
marksstærð þeirra kúabúa sem
njóta mættu opinberra styrkja.
Hugmyndin að baki ummælum
Guðna er augljós. Hann er hlynntur
því að mjólkurframleiðsla í landinu
færist aftur nær því sem var þegar
býli í landinu voru lítil og rekin af
einni fjölskyldu. Þá virðist Guðni
enn fremur lýsa yfir stríði á hendur
mjaltavélum og vilja beita sér fyrir
því að aftur verði allar kýr hand-
mjólkaðar.
Það er að minnsta kosti erfitt að
sjá hvað orð hans um „vélmenni"
gætu þýtt annað en mjaltavélar í
sambandi við mjólkurframleiðslu.
Þótt við séum nú orðin
svo gömul sem á grönum
má sjá og höfum margt
heyrt og enn fleira séð á
ævinni, þá erum við enn
þeirrar skoðunar að ekk-
ert hljóð sé fegurra en
hvissið í mjólkurbununni
þegar hún sprautast úr
spena kýrinnar og niður í
gljáandi mjólkurfötuna...
Við hér á DV erum sum hver svo
gömul að við munum þá tíð þegar
allar kýr á íslandi voru enn hand-
mjólkaðar. Við munum líka tímana
þegar öll börn landsins - eða að
minnsta kosti þau sem vettlingi
gátu valdið - fóru í sveit á sumrin og
lærðu þar öll almenn sveitastörf,
eins og tíðkuðust þá. Þar á meðal
lærðum við að handmjólka kýr og
urðum satt að segja býsna flink í
þeirri listgrein, þótt við segjum sjálf
frá.
Og æ síðan höfum við verið
fjarska veik fyrir þeirra sveitaróm-
antík sem felst í að reka beljurnar á
morgnanna, sækja þær á kvöldin og
setja undir þær mjólkurfötu, sitja
svo á hnalli og mjólka þær í róleg-
heitum. Þótt við séum nú orðin svo
gömul sem á grönum má sjá og höf-
um margt heyrt og enn fleira séð á
ævinni, þá erum við enn þeirrar
skoðunar að ekkert hijóð sé fegurra
en hvissið í mjólkurbununni þegar
hún sprautast úr spena kýrinnar og
niður í gljáandi mjólkurfötuna, og
engin sjón skemmtilegri en froðan
sem hleðst upp í fötunni og hækkar
og hækkar.
Að sitja undir belju og mjólka
eru sem sé einhverjar sælustu
stundir ævi okkar og fegurstu
minningar. Og við efumst ekki um
Fyrst og fremst
að sveitastrákurinn Guðni frá
Brúnastöðum eigi sér líka mjög
fallegar.minningar um þessar sömu
stundir.
Eigi að síður verðum við með
djúpum trega að lýsa því yfir að við
efúmst um að það sé ýkja raunhæft
hjá landbúnaðarráðherra að ætla
sér að endurvekja þessa horfiiu
sveitamenningu sem fólst í lidu fiöl-
skyldubýlunum þar sem ekki voru
nein „vélmenni". Tímans hjól kann
okkur að þykja ófagurt og gróft en
það veltur nú samt.
Okkur sýnist líka á þeim sem
flallað hafa um orð Guðna á öðrum
vettvangi að þau veki nú ekki sérleg-
an fögnuð. Á Tíkinni.is skrifar Bryn-
dís Haraldsdóttir til dæmis og getur
ekki skilið orð hans öðruvísi en svo
að hann hafi verið að spauga.
„Það er með eindæmum," skrif-
ar Bryndís, „hvað háttvirtur land-
búnaðarráðherra Guðni Ágústsson
getur verið fyndinn. Gallinn við
húmor ráðherrans er að ómögulegt
er að vita hvenær eða hvort hægt er
að taka manninn alvarlega. Þetta er
bagalegt og hlýtur að vera algjör-
lega óásættanlegt þegar um er að
ræða mann í þessari stöðu.
Trúverðugleiki ráðherra . er
einmitt umhugsunarverður eftir
ummæli Guðna Ágússonar þessa
vikuna um stöðu mjólkurbúa á fs-
landi ... Rómantíkin í hugsun
Guðna fær mann til að velta fyrir
sér hvort ummælin séu ekki enn
einn brandarinn hjá ráðherra.
Finnst ráðherra eðlilegt að ríkið
beiti sér fyrir aðgerðum sem koma í
veg fyrir hagræðingu innan at-
vinnugreinarinnar ?
í áliti nefndar um stefnumótun í
mjólkurframleiðslu, sem nýverið
skilaði skýrslu sinni, kemur ekkert
fram sem styður þessa rómantík
ráðherra. Þvert á móti kemur fram í
skýrslunni að eitt af markmiðum
við gerð nýs samnings um starfs-
skilyrði mjólkurframleiðslu ætti að
vera að halda áfram á þeirri braut
að gera mjólkurframleiðslu á
íslandi öfluga og að greinin tileinki
sér nýjungar til hagsbóta fyrir fram-
leiðendur og neytendur. Einnig
kemur fram í þeim markmiðum
sem nefndin setti að greinin eigi að
fá svigrúm til að búa sig undir
aukna erlenda samkeppni. Ætli þær
aðgerðir sem ráðherra er tilbúinn
að beita sér fyrir stuðli að sam-
keppnishæfni íslensks iðnaðar?
Ætli ráðherra haldi að mjólkurbúin
ef áfram rekin af fjölskyldum í
sveitunum þurfi ekki aðkeypt
vinnuafl né vélmenni?
Nei, þetta hlýtur að vera enn
einn brandari háttvirts landbúnað-
arráðherra."
í Skoðunardálki sínum í Frétta-
blaðinu bentí Gunnar Smári Egils-
son ritstjóri líka á að ef sú hugmynd
Guðna væri rétt að lítdl fiölskyldu-
fyrirtæki væru betri kostur í mjólk-
urframleiðslu en „stórrekstur", þá
hljóti það einnig að eiga við um
aðra atvinnustarfsemi. „Nú Inmna
sígildir þjóðemislegir flialdsmenn
að hafa margt rétt fyrir sér. Nálægð
í viðskiptum, skýr ábyrgð og bein
tengsl þeirra sem vinna verkin við
afkomu fyrirtækisins gera smá-
rekstur um margt meira heillandi
en stórrekstur. Gailinn er hins veg-
ar sá að hann er oftast of dýr og
stenst því ekki samkeppni. Hug-
mynd Guðna er sú að loka fyrir slíka
samkeppni í tiltekinni atvinnu-
grein. En ef sú hugmynd er góð ætti
hún einnig að vera góð í öðrum
greinum. En Ifldega er enginn þjóð-
emislegur fhaldsmaður tilbúinn að
leggja sLflct til - jafiivel ekki Guðni.
Og ef tillaga er afleit í öðrum grein-
um er hún jafti vitíaus í rekstri kúa-
búa. Hún leiðir til lítilla hagsbóta
fyrir bændur og afleitra kjara fyrir
neytendur."