Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Fréttír DV Næturvörður úr lífshættu Ólafur Sverrisson, næt- urvörður í Breiðholtslaug, sem drakk eitur í misgrip- um er allur að braggast. Eiginkona hans, Ósk Elín Jóhannesdóttir, segir að hann sé kominn úr lífs- hættu og líði eftir atvikum nokkuð vel. „Hann er meira að segja farinn að tala,“ segir Ósk en eitrið sem eig- inmaður hennar drakk hafði þau áhrif að bjúgur myndaðist í hálsi mannsins sem gerði honum erfitt um mál. Eitrið ku vera í rann- sókn en Ósk segir að þang- að til sé lítið hægt að gera. Hnefahögq á Hverfisgótu Aðfaranótt laugardagsins gaf alblóðugur maður sig á tal við lögreglu á Hverflsgöt- unni. Hann sagði lögreglu að skömmu áður hefði maður ráðist á hann fyrir utan skemmtistað og gefið sér kjaftshögg. Ekki kvaðst hann kannast við manninn né geta lýst honum. Var hinn slasaði fluttur á slysa- deild þar sem gert var að sárum hans. Samkvæmt helgaryfirliti lögreglunnar í Reykjavík var þetta ekki eina árásarmálið þessa nótt því skömmu áður hafði gestur er kastað var út af skemmti- stað í miðborginni brugðist illa við og ráðist á dyravörð. Náði hann að sparka bæði í kvið og andlit dyravarðar- ins. Tekinná165 Lögreglan í Reykjavík stöðvaði á sunnudagskvöld- ið ökumann sem hafði keyrt á 165 km hraða eftir Miklubrautinni. Þegar mað- urinn varð lögreglunnar var gaf hann allt í botn og reyndi að stinga af en án ár- angurs. Lögreglumenn náðu manninum fljótlega og færðu á lögreglustöð þar sem hann var sviptur öku- réttindum. Dómarar í fjársvelti Félagsfundur Dómarafé- lags íslands komst að þeirri niðurstöðu að enn væri þrengt að ijárhag héraðs- dómstólanna og réttar- vernd almennings því stefnt í hættu. Dómarar segja það ekki samrýmast eðli starfs- ins að bera vandamál dóm- stólanna á torg en segjast ekki lengur geta þagað yfir fjársvelti sínu. Telja þeir brýnt að leiðrétta íjárveit- ingar til héraðsdómstóla hið fyrsta auk þess sem þeir leggja áherslu á að með lög- um verði tryggt að fyrir- komulag fjárveitinga taki mið af stöðu dómstóla sem eins þriggja þátta ríkisvalds- ins. Kári Stefánsson keypti óvænt 15 prósenta hlut í Norðurljósum. Hann er því orðinn næststærsti hluthafinn á eftir Baugi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir kaupin ánægjuefni. Sjálfstæðismenn búast ekki við breyttri afstöðu Davíðs varðandi eign- arhald á Qölmiðlum. Húsvörður forsætisráðherra fær ekkert upp úr Davíð. GROUP Kari kaupir 15% i Norðurljosum Davið hefur verið gagnrýninn á þá staðreynd að Baugur sé stærsti hluthafinn i Norðurljósum en nú hefur Kári keypt stóran hlutí fyrirtækinu og i raun má segja að hann hafi gengið i lið með Baugi. „Við fýrstu sýn virðast kaup Kára á þessum hlut í Norðurljósum tryggja nokkuð dreifðan hlut f félaginu. Þetta hlýtur líka að slá á skelfingu for- manns Sjálfstæðisflokksins á eign Baugs á ís- lenskum fjölmiðlum," segir Björgvin G. Sigurðs- son, alþingismaður Samfylkingar, um kaup Kára Stefánssonar á 15 prósenta hlut í fjölmiðlafyrir- tækinu Norðurljósum. Með kaupunum, sem lengi hafa legið í loftinu, er Kári orðinn næststærsti eig- andi samsteypu Norðurljósa á eftir Baugi Group sem á 29,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur fyrir- tækið Fons með 11,6 prósenta hlut og Grjóti með 11,4 prósent. Kaupin ánægjuefni Björgvin segir þessa þróun vera ánægjuel „Það hlýtur að gleðja alla réttsýna menn að traust- um fjárhagslegum stoðum hefúr verið skotið undir íslenska fjölmiðla sem barist hafa í bökkum, eins og sjá má af því að á undanförnum þremur árum hafa allir stærstu einkareknu fjölmiðlarnir, að und- anskildu Morgunblaðinu, skipt um eigendur." Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformað- ur í Norðurljósum, segist einnig vera ánægður með kaup Kára. „Við höfðum talsverðan áhuga á því að fá Kára í hópinn enda óselt hlutafé í félaginu," seg- ir Skarphéðinn. Aðspurður um hvort það að fá Kára Stefánsson inn í hluthafa- hópinn hafi átt að frið- þægja Dav- DV hafði samband við forsæt- isráðuneytið en þar varð Sig- urður Pálsson vaktmaður til svara. „Ég náði örstutt tali af Daviðsegir Sigurður, „og hann sagði:„Ég vil ekkert tjá mig um málið að svo stöddu'V' íð Oddsson segir Skarphéðinn svo ekki vera. „Það er nefhd að störfum og þessi eignabreyting á ekki eftir að breyta neinu um niðurstöður hennar.“ Skarphéðinn segist ekki vita hvað hafi breytt af- stöðu Kára en í viðtali á Stöð tvö fyrir nokkru sagði Kári að einu Norðurljósin sem hann hefði áhuga á væru þau sem glóðu á himnum. „Ekki ætla ég að svara fyrir Kára,“ segir Skarphéðinn. ,Ætli hann líti ekki á þetta sem góðan fjárfestingarkost." Davíð óhagganlegur Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir kaup Kára Stefánsson vissu- lega stór tíðindi. „Ég held að kaupin muni samt ekki breyta sjónarmiðum þeirra sem berjast fyrir lögum um eignarhald á fjölmiðlum." Davíð Odds- Var* Er nú Baugur Group 30,0% 29.9% Kári Stefánsson - 15,0% Fons 11,6% 11,6% Grjóti 16,4% 11,4 Kaldbakur 5,6% 8,0% Hömlur 7,5% 17,0%** *Eigendur við sameiningu 31. janúar. Þá voru 10,8% hlutafjár óseld. **17 hluthafar son hefur gengið hart fram í umræðunni um eign- arhald á fjölmiðlum en Sigurður Kári býst ekki við því að þessir atburðir muni hafa áhrif á hann. „Ég held að þetta breyti engu um afstöðu Davíðs í þessu máli." DV hafði samband við forsætisráðuneytið en þar varð Sigurður Pálsson vaktmaður til svara. „Ég náði örstutt tali af Davíð," segir Sigurður, „og hann sagði: „Ég vil ekkert tjá mig um málið að svo stöddu"." simon@dv.is rt@dv.is EIGENDUR NORÐURLJÓSA Kári klikkar ekki Svarthöfði er gapandi hrifinn af Kára Stefánssyni. Hafi það ekki margoft komið fram í þessum dálk- um, þá skal það áréttað núna. Ekki einasta er maðurinn víðkunnur læjcnir, frægur fyrir alúð og nær- gætni sem hann sýndi sjúklingum sínum meðan hann var praktíser- andi, heldur líka stórfenglegur vís- indamaður sem hefur byggt upp úr engu hið góðkunna fyrirtæki ís- lenska erfðagreiningu. Vissulega verður að viðurkennast að á tímabili var allt útlit fyrir að fyrirtækið yrði aftur að engu, þegar það var komið niður úr öllu valdi á hlutabréfa- mörkuðum, en Kára tókst að standa af sér óveðrin og upp á síðkastið hef- ur fyrirtækið verið á öruggri uppleið að nýju. Og alveg sama hvað á hefur bját- i >\ c- Svarthöfði að, þá hefur Kári alltaf haldið sinni léttu lund og skemmtilegu fram- komu. Sama þótt blöð séu að kvabba um einhverjar 400 milljónir sem gufuðu upp í Panama, þá lætur Kári það ekkert á sig fá. Ekki maður fyrir tittlingaskít. Margoft hefur Kára í eyru Svart- höfða verið líkt við sjálfan Einar Benediktsson, hið fræga „athafna- skáld" sem hafði það fram yfir „at- hafnaskáld" nútímans að vera í raun og veru skáld. Og sú líking er hreint ekki galin, enda hefur Kári meira að segja ekki þrætt fyrir það opinber- lega að fást svolítið við skáldskap, þótt eðlislæg hógværð hans hafi hingað til komið í veg fyrir að hann fetaði í fótspor Einars - og vinar síns Davíðs Oddssonar sem líka er í senn skáld og athafnamaður, þótt á stjórnmálasviðinu sé. En nú hefur Kári á hinn bóginn gengið í spor Einars á öðru sviði, með kaupum sínum á stórum hlut f Norðurljós- um. Kári er snillingur að mati Svart- höfða. Hann bregst aldrei aðdáend- um sínum og er nú í raun og veru búinn að slá út fyrirmynd sína. Ein- ar reyndi að selja norðurljósin, nú hefur Kári keypt Norðurljósin - eða að minnsta kosti hluta af þeim. Spurningin er bara, hvað gerir Davfð nú? Hættir hann við lögin sem hann ætlaði að setja gegn Norður- ljósum fyrst Kári vinur hans er orð- ÍSLENSK E RFÐAG REININC inn þar innsti koppur í búri? Svart- höfði getur ekki beðið eftir svarinu við þeirri spurningu. En meðal annarra orða, hvað varð um 400 milljónirnar? Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.