Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Fókus DV ■4 Hnignun og fall ameríska heimsveldisins Myndin sem nefnist á ensku The Barbarian Invasions hlaut óskarsverðlaun sem besta er- lenda myndin ( ár. Hún var einnig tilnefnd fyrir besta frum- samda handrit, en þurfti að láta í minni pokann fyrir Sofiu Coppola með Lost in Translation. Þykir það nokkrum tíðindum sæta að myndin skuli hafa verið valin besta erlenda myndin, þar sem í henni er hald- ið á lofti óvæginni gagnrýni á Bandaríkin. Myndin íjallar því ekki um innrásir Vísígota, Vandala og annarra villimanna á fimmtu öld, heldur gerist hún í nútíman- um. Heimsveldið er heimsveldi Bandaríkjanna, sem virðist verða fyrir árásum alls staðar frá og getur ekki einu sinni lengur treyst á bandamenn sína. Leik- stjórinn Denys Arcand segir að þann 11. september 2001 hafi í fyrsta sinn verið vegið að hjarta þessa heimveldis. Til saman- burðar má benda á að árið 410 tóks barbörum í fyrsta sinn að ráðast á Rómaborg með beinum hætti, en 66 árum síðar var síð- asti keisarinn settur af og heims- veldið hrundi tii grunna. Remy, ein persóna myndar- innar, er sannfærður um að hrun siðmenningarinnar sé í nánd, og fyrir honum skiptir öllu að varð- veita hið ritaða orð fyrir það sem muni rísa upp í kjölfarið. Þegar hann verður fárveikur er sonur hans kallaður heim frá London, og reynir hann að klekkja á kerf- inu fyrir hönd föður síns hvernig sem hann getur. Myndin er nokkurs konar óbeint framhald myndarinnar The Decline of the American Empire, sem kom út árið 1986. Stefnt er að því að sýna myndina hérlendis í lok mars í Háskólabíó, og mun Kvikmynda- samsteypan standa fyrir sýning- unum. Denys Arcand Leikstjóri og nýbakaður óskarsverð- launahafi en ekki alveg sannfærður um langlifi bandariskrar menningar. i Sean Penn Taka M Sean Penn var lengi einn helsti „vondi strákurinn“ í Hollywood og sat meira aö segja einu sinni inni fyrir að lemja meö- leikara sinn. Hann hefur lengi sýnt Hollywood-stjörnuleiknum lítinn áhuga og iðulega verið sniðgenginn á verðlauna- afhendingum, en er í seinni tíð ekki bara hættur að reykja, heldur líka farinn að láta sjá sig úti á meðal fræga fólksins. Það vakti athygli á Óskarnum í ár að menn virtust reyna hvað þeir gátu að vera sem ópólitískastir. Virt- ist þetta gilda jafnt um þá sem eru lengst til vinstri og lengst til hægri, og lítið fór fyrir gagnrýnisræðum í anda Michaels Moore. Sá eini sem brá út af var heimildarmyndagerð- armaðurinn Errol Morris, sem var- aði við því að írak gæti orðið nýtt Ví- etnam. Ákvörðunin um hver vann virðist heldur ekki hafa verið af póli- tískum toga þar sem tveir af helstu friðarsinnum leikarastéttarinnar vestra, Tim Robbins og Sean Penn, fengu báðir verðlaun, en sumir höfðu spáð að þeir myndu verða af verðlaununum sökum stjórnmála- skoðana sinna. Ýmsir höfðu áhyggj- ur af því að Penn myndi halda ræðu gegn hernámi Bandaríkjanna í írak, enda fór hann þangað í þriðja sinn í nóvember á síðasta ári og skrifaði harðort bréf gégn stefnu Bush í blaðið San Francisco Chronicle. Robbins og Penn fengu verðlaun fyrir sömu mynd, Mystic River, sem var leikstýrt af erkirepúblíkananum Clint Eastwood. Þeir voru stilltir og prúðir við afhendinguna, en Robb- ins var reyndar með ofurlítið friðar- merki í barminum. Dregið í efa að hann myndi mæta Penn hefur verið tilnefndur þrisvar áður en aldrei unnið; fyrir Dead Man Walking árið 1995, sem var reyndar leikstýrt af Tim Robbins, Sweet and Lowdown árið 1999 í leik- stjórn Woody Allen, og I Am Sam árið 2001, og vann hann heldur ekki þá þrátt fyrir að leika þroskaheftan mann, sem er yfirleitt nokkuð örugg leið til að fá Óskarinn í hendurnar. Þegar hann tók við styttunni á sunnudagskvöld stóð salurinn upp og klappaði, sem gerist yfirleitt ekki nema þegar heið- ursverðlaunahafar eiga í hlut. Uppskeruhátíð andfætlinga Fátt kom á óvart á Óskarnum í ár. Svo til allar spár gengu eftir, og fólk skældi ekki einu sinni þegar það tók við styttunum sínum. Renée Zellweger, Charlize Theron og Tim Robbins börðust við tárin, en höfðu betur. Þó virtist sem sjálfu hörkutól- inu Clint hafi vöknað um auga þeg- ar Penn tók við styttunni fyrir mynd hans Mystic River, en myndavélin var ekki á honum nógu lengi til að maður gæti vitað nokkuð með vissu. Hringadróttinssaga fékk loksins Óskarinn sem besta mynd, og vann í öllum flokkum sem hún var til- nefnd til. Hlaut hún á endanum 11 styttur, en aðeins Ben Húr og Titan- ic hafa fengið jafn mörg verðlaun. Besta tnynd: Lord of the Rings: The Return of the King Besta leikstjórn: Peter Jackson - Lord of the Rings: The Return of the King Besti leikari i aöalhlutverki: Sean Penn - Mystic River Svo virtist sem næstum allir sem tækju við verðlaunum í smærri flokkunum, hljóðmenn, búninga- menn og klipparar, töluðu með áströlskum eða nýsjálenskum hreim. Þó var gengið framhjá ofur- áströlunum Russell Crowe og Nicole Kidman í leikaraverðlaun- um. Það kom fáum á óvart að hin suður-afríska Charlize Theron skyldi vinna fyrir Monster, en hún þakkaði þó ekki fyrirmyndinni, íjöldamorðingjanum Aileen Wu- omos. Mest spennandi var að sjá hver yrði valinn besti karlleikarinn, og Bill Murray var áberandi hvekkt- ur þegar Sean Penn hlaut þau. Enda á Penn líklega margar tilnefningar Besta leikkona í aðalhlutverki: Charlize Theron - Monster Besti leikari í aukahlutverki: Tim Robbins - Mystic River Besta leikkona i aukahlutverki: Renée Zellweger - Cold Mountain Besta frumsamda handrit: Sofia Coppola - Lost in Translation framundan, en spurning er hvort Murray muni aftur keppa í flokki að- alleikara. Helstu úrslit vom svona: Besta handrit byggt á áður birtu efni: Fran Walsh, Philippa Boyens og Peter Jackson - Lord of the Rings: The Return of the King Besta erlenda mynd: Kanada -The Barbarian Invasions Besta lag: Annie Lennox - Into the West úr Lord of the Rings: The Return of the King T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.