Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Sport DV Snæfellingar brutu um helgina blað í íslensku körfuboltasögunni þegar þeir urðu fyrsta liðið utan suð- vesturhornsins til að vinna titil. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með því að vinna sinn tólfta deildarleik í röð. Fyrirliði liðsins er hinn 22 ára gamli Hlynur Bæringsson. Hlynur Bæringsson er eins og klipptur úr úr íslendingasögunum. Al- skeggjaður og stór að burðum og líkt og forfeðurnir er hann ásamt félögum sínum í liði Snæfells að endurskrifa söguna í vetur. Snæfell er farið að blanda sér í baráttuna í körfuboltanum, baráttu sem hefur ávallt einskorð- ast við lið á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Deildarmeistaratitill- inn hafði farið 13 tímabil í röð á Suðurnesin áður en Hlynur fékk fyrstur fyrirliða af landsbyggðinni að taka á móti bikarnum við gríðarlegan fögn- uð Hólmara sem troðfylltu íþróttahúsið á sunnudagskvöldið. Hlynur skoraði 8 stig og tók 12 fráköst í sigrunum á Haukum og hefur oft látið fara meira fyrir sér í sókninni. Hann veit að vörnin legg- ur grunninn að árangri liðsins og í upphafi seinni hálfleiks var eins og liðið væri að gefa eftir undan spenn- unni sem hafði magnast í troðfullu íþróttahúsinu með liverri mínútu sem leið. Haukarnir skoruðu átta stig í röð og voru komnir yfir í leikn- um. „Ef við verðum værukærir geta allir skorað hjá okkur. Við urðum bara svolítið æstir og fórum að reyna hluti sem við réðum ekki við. Þegar á þurfti að halda héldum við áfram að spila vörn," sagði Hlynur og viti menn, Hólmarar lokuðu vörninni og Haukar skoruðu ekki nema tvö stig á næstu fimm mínútum. Snæfellingar voru komnir með tökin á Ieiknum sem þeir héldu út leikinn og unnu hann síðan á mjög sannfærandi hátt. Ánægður með vörnina Hlynur er líka ánægur með vörn- ina enda er áberandi hvemig allir- leikmenn liðsins leggja stolt sitt í þann þátt leiksins. „Hingað til er þetta besta vörnin á landinu en við verðum að sjá hvernig hin liðin verða í úrslitakeppninni. Við spilum frábæra hjálparvörn og erum allir að hjálpast að. Við spilum alltaf maður á mann vörn og nennum ekki að spila leiðinlega svæðisvörn eins og flest önnur lið gera, vörn sem drepur leikina niður og gerir þá hundleiðin- lega á að horfa," segir maður með sterkar skoðanir á svæðisvörn. Þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu í baráttu um titla gerir Hlynur sér vel grein fyrir því að þrátt fyrir að þessi bardagi sé að baki er stríðið bara rétt hálfnað og það er stutt í alvöru úrslitakeppninnar. „Ég vil fara varlega í allar yfirlýs- ingar. Ég myndi ekki segja að við séum með besta liðið á landinu strax. Við höfum verið að standa okkur vel hingað til og verðum að njóta þess. Flestum öðrum liðum sem hafa verið að vinna þenan titil undanfarin ár finnst deildarmeist- aratitilinn kannski ekkert merkileg- ur. Það er út af því að þau em búin að vinna hann fimm, sex sinnum. Við höfum aldrei prófað þetta áður og finnst þetta mjög merkilegt. Við hlökkum bara til úrslitakeppninn- ar," segir Hlynur, sem hefur skorað 13,4 stig og tekið 11,8 fráköst að meðaltali í vetur og er óumdeilanlega einn besti íslenski leikmaður deildarinnar. Bíðum allir spenntir „Við emm ekkert hættir, því við vitum að þetta er rétt að byrja. Við emm stoltir af því sem við emm bún- ir að gera í deildinni en það hjálpar okkur ekkert í úrslitakeppninni. Þetta er ótrúleg stemning sem er búin að myndast hér í Hólminum og það sjá það allir sem hingað koma. Það er líka ffábær tilfinning að spila í svona stemningu og við bíðum spenntir eft- ir næsta heimaleik þvf við vitum að hún verður pnnþá meira í úrslita- keppninni. Okkur líður best hérna og það besta við að vera kominn með þennan bikar í hendumar er að vita af því að við höfum heimavallarrétt- inn út alla úrslitakeppnina. Við erum samt ekki famir að hugsa svo langt strax og vitum að ef við verðum eitt- hvað værukærir þá dettum við út í fyrstu umferð. Ég held að við séum nógu góðir til að vinna öll liðin. Ég held líka að við séum ekki nógu góðir því við getum léttilega tapað fyrir þeim öllum líka," ságði Hlynur Bær- ingsson, fyrirliði Snæfells, liðsins sem er að breyta landslaginu í íslenskum körfubolta. ooj@dv.is „Við spilum bara alltaf maður á mann vörn og nennum ekki að spila leiðinlega svæðisvörn eins og flest önnur lið gera." Bikarinn kominn í réttar hendur Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfellinga, smellir sigurkossi á deildarmeistarabikarinn eftir að hann var Ihöfn á sunnudagskvöldið. Félagar hans iliðinu fagna lika vel að bikarinn sé ihöfn. DV-mynd Hari l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.