Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 23
 DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR2. MARS 2004 23 « Fannst greinilega mörgum sem það væri orðið löngu tímabært að hann hlyti verðlaunin, en svo virðist sem hann hafi verið viljandi sniðgenginn hingað til, ekki bara vegna stjórn- málaskoðana heldur líka vegna þess að hann hefur lítið viljað taka þátt í stjörnuleik Hollywood. Var meira að segja dregið í efa að hann myndi mæta á hátíðina, þar sem hann hef- ur ekki mætt í fyrri skiptin sem hann var tilnefndur og mætti ekki á Golden Globe um daginn. En Penn og akademían virðast nú vera búin að taka hvort annað í sátt, og Penn sagði við afhendinguna að þetta væri hluti af lífi hans sem hann væri rétt byrjaður að njóta. í fangelsi fyrir að lemja auka- leikara Sean Penn var lengi talinn vand- ræðagemlingur í HoUywood, og hefðu fáir spáð því að ferill hans yrði jafn langlífur og raun ber vitni. Hann sást fyrst í unglingamyndum á borð við Taps, Fast Times at Ridgemont High og hinni réttnefndu Bad Boys í upphafi 9. áratugarins. Það var ef til viU fyrst með njósnamyndinni The Falcon and the Snowman og At Close Range þar sem hann lék á móti Christopher Walken sem hann gaf til kynna að hann myndi vaxa upp úr slíkum hlutverkum, en báðar komu út um miðjan áratuginn. Myndirnar hlutu lof gagnrýnenda en litla aðsókn. Um svipað leyti gift- ist hann Madonnu og var um tíma þekktastur sem eiginmaður hennar. Er jafnvel talið að ein ástæðan fyrir þvf að þau skildu árið 1989 hafi verið að hann var orðinn þreyttur á að vera kallaður hr. Madonna í fjöl- miðlum. Eitthvað hefur hann að minnsta kosti verið pirraður meðan á hjónabandinu stóð, því árið 1987 var hann dæmdur í 32 daga fangelsi fyrir að lemja aukaleikara sinn. Hjónin léku saman í hinni afar slöppu Shanghai Surprise, en Penn sýndi betri tilþrif í Colors í leikstjórn Dennis Hopper. Sonur Penn, Hopp- er Jack, er skírður í höfuðið á bæði Jack Nicholson og Dennis Hopper. Helsta hetja hans mun þó vera Ro- bert De Niro. Þeir léku saman í myndinni We’re No Angels árið 1989, en það var fátt í henni sem gaf til kynna að hann myndi nokkurn tímann komast almennilega úr skugga Madonnu. Farinn að róast og hættur að reykja Með nýjum áratug gekk honum þó allt í haginn, lék í hinni stórgóðu glæpamynd State of Grace og var nær óþekkjanlegur í Carlito’s Way. Árið 1991 gekk hann í sambúð með kærustu Forrest Gump, Robin Wright, og giftust þau 5 árum seinna. Um miðjan áratuginn kom svo fyrsta óskarstilnefningin. Penn hefur einnig sýnt umtalsverða hæfi- leika sem leikstjóri, en hann hefur leikstýrt myndunum Indian Runner, Crossing Guard ogThe Pledge, þeim tveimur síðastnefndu með Jack Nicholson í aðalhlutverki. Penn hefur, líkt og karakter hans í Mystic River, talsvert róast síðustu árin og hætti meira að segja að reykja á 40 ára afmælisdegi sínum árið 2000. Hann og Hollywood-að- allinn hafa loksins tekið hvorn ann- an í sátt. Spurningin er hvort það leiði til þess að hann taki að sér meiri „mainstream‘'-hlutverk í ffamtíðinni. Svo þarf þó ekki að vera, því í næstu mynd sinni leikur hann mann sem reynir að myrða Nixon forseta með því að fljúga flug- vél á Hvíta húsið, sem verður að telj- ast fremur djarft í ljósi atburða und- anfarinna ára. Sean Penn og Madonna meðan allt lék í lyndi Bæði hafa þó fundið ástina aftur, Penn með leikkonunni Robin Wright og Madonna með leikstjóranum Guy Ritchie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.