Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 25
I>V Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 25
wr
Uppselt á Korn
Miðasala á tónleika bandarísku
rokksveitarinnar Korn í Laugardals-
höll 30. maí gekk vonum framar og
nú er uppselt á tónleikána. Að sögn
Kára Sturlusonar tónleikahaldara
voru miðar boðnir til sölu á
nokkrum stöðum úti á landi og
seldust þeir upp á nokkrum mínút-
um. Miðar í verslunum Skffunnar á
höfuðborgarsvæðinu seldust upp á
um klukkustund að sögn Kára. Erf-
iðar gekk með miða sem ætlaðir
voru í símasölu fyrir landsbyggðina
því sfmkerfið hrundi fljótt. Af þeim
sökum voru þeir miðar seldir í gær
og gekk sú sala vel. Kári segir að
engin ákvörðun hafi verið tekin um
hvort boðið verði upp á aðra tón-
leika með Korn en sá möguleiki sé
vissulega fyrir hendi og verði kann-
aður, enda hafi mikið af fólki misst
af því að ná sér í miða í gær og
fyrradag.
Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari látinn
íslensk pjóö stendur í
stópkostlegri bakkarskuld
„Ég mat þennan mann óendanlega mikils og
það er enginn vafi á því að hann er í hópi merk-
ustu tónlistarmanna sem íslendingar eignuðust
á hanstíð," sagði Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi
ráðherra í gær um vin sinn Rögnvald Sigurjóns-
son píanóleikara sem er nýlátinn. „Hann var
einn af allra bestu vinum mínum," sagði Gylfi
ennfremur. „Og hann bar hróður íslands víða
um lönd."
Valinn í ólympíulið í sundknattleik
Rögnvaldur fæddist á Eskifirði 15. október
1918 og var því á 86. aldurári þegar hann lést.
Hann var á unga aldri ekki síður efnilegur íþrótta-
maður en tónlistarmaður og var valinn í íslenska
sundknattleiksliðið á ólympíuleikunum í Berlín
1936. Ári síðar lauk hann prófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík og hélt utan til náms. Rögnvald-
ur nam píanóleik í París og New York í tæpan ára-
tug auk náms í hljómsveitarútsetningum við Julli-
ard School of Music í New York 1944. Hann
kenndi svo píanóleik við Tónlistarskólann í
Reykjavlk í ijörutíu ár og voru margir helstu pí-
anóleikarar landsins meðal nemenda hans. Árið
1986 varð hann yfirkennari við Nýja tónlistarskól-
ann í Reykjavík og starfaði þar til æviloka.
Rögnvaldur Sigurjónsson kom fram með
hljómsveitum í útvarpi og sjónvarpi hér heima, á
Norðurlöndunum, í Ameríku og Evrópu auk þess
að leika inn á fjölda hljómplatna. Hann skrifaði
tónlistargagnrýni í Morgunblaðið, Tímann og
Þjóðviljann. Útvarpsþættir hans Túlkun í tónlist
1985-1988 nutu gífúrlegra vinsælda en þar fjallaði
hann um sígilda tónlist á hressilegri og skörulegri
hátt en hlustendur voru vanir.
Rögnvaldur Sigurjónsson var heiðursfélagi Fé-
lags íslenskra tónlistarmanna, heiðursborgari í
Winnipeg í Kanada 1963 og hlaut riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til
menningarmála árið 1974.
Furðulegt að slíkur listamaður starfi
á íslandi
Guðrún Egilson skrásetti tvær endurminn-
ingabækur eftir Rögnvaldi, Spilað og spaugað og
Með lífið í lúkunum. Gylfi Þ. skrifaði eitt sinn um
Rögnvald að hann hefði eflaust haldið fleiri
hljómleika erlendis en nokkur annar íslenskur
listamaður. Að loknum hljómleikum í Listasafn-
inu í Washington kvaðst Gylfi hafa heyrt marga
kunnáttumenn í tónlist segja, að furðulegt væri
að slíkur listamaður starfaði úti á íslandi. „Þeir
spurðu, eins og Bandaríkjamönnum er títt, hvers
vegna svona maður væri ekki á heimsmarkaðn-
um. Við Rögnvaldur vorum þá löngu orðnir nán-
ir vinir. Ég held að ég hafi sagt, þegar ég svaraði
þeim, að þótt Rögnvaldur væri auðvitað mikill
listamaður, væri hann þó fyrst og fremst íslend-
ingur og vildi starfa á íslandi.
Að lokum skrifaði Gylfi Þ. Gíslason: „Og ís-
lensk þjóð stendur í stórkostlegri þakkarskuld
við Rögnvald Sigurjónsson fyrir það, að hann
skuli hafa helgað henni það starf og þá list, sem
sómt hefði heiminum öllum."
Eiginkona Rögnvaldar, Helga Egilson, lést
2001. Þau áttu þau tvo syni.
Verk sem við öll
skiljum
„Það eiga allir fslendingar
að sjá hann Ólaf Elíasson. Sýn-
ingin hans er stórkostleg og
hreyfir við manni. Þetta er ekki
bara fyrir einhverja listaaka-
demíu-gæja heldur einnig hinn
almenna borgara. Þess vegna
hittir hann stöngin inn með
boltanum. Síðustu 25 ár hafa
verið skóflur upp á veggjum og
þvottur á snúrum sem listaverk
og ljósmýndir og hefur þótt
voðalega flott. En nú
kemur Ólafur
og sýnir verk
sem við öll
skiljum."
Magnús
Theodór
Magnússon,
Teddi, mynd-
listarmaöur
Skærasta íþróttastjarna okkar með Jóni Gnarr og Tóta í Man of the Match
Rögnvaldur Sigurjónsson píanó-
leikari íslensk þjóð stendur istór-
kostlegri þakkarskuld við Rögnvald
Sigurjónsson fyrirþað, að hann skuli
hafa helgað henni það starfog þá
list, sem sómt hefði heiminum öllum.
jj| j|
■
Jón Gnarr og Eiður Smári saman í bíómynd
Jon i-jomir
Thoroddsen Vinn-
ur að nýrri islenskri
kvikmynd með Jóni
Onarr og Þórhalli
Sverrissyni auk
þess sem Eiður
Smári mun leika
sjálfan sig i henni.
„Þetta er
búið að vera
nokkuð lengi í
undirbúningi
þó við höfum
ekki mikið verið
___________að tala um
þetta. Þetta er sem sagt gamanmynd
sem þeir Þórhallur Sverrisson og Jón
Gnarr leika í og Eiður Smári verður
þarna í litlu hlutverki," segir Jón
Fjörnir Thoroddsen kvikmynda-
framleiðandi um kvikmyndina Man
of the Match sem hann er að vinna
að með Jóni Gnarr og Þórhalli
Sverrissyni.
„Þessi mynd er samvinnuverk-
efni okkar þriggja, míns, Tóta og
Gnarrs, og er komin mjög langt. Það
er búið að skrifa margar útgáfur af
myndinni en ástæðan fyrir því að
við höfúm frestað gerð hennar er
sú að hún á að vera flott og vel gerð
og útpæld. Þetta er svona vega-
mynd, hún fjallar um menn sem
eru að fara að horfa á fótboltaleik,"
segir Jón sem segir aðspurður að
myndin gerist í Grindavík og á
Englandi. „Þetta er „mistaken
comedy", aulinn verður hetja. Eiður
Smári er þarna í litlu hlutverki og
leikur sjálfan sig.“
Jón segir tökur ekki enn hafnar
en myndin verði tekin upp seinna á
þessu ári. Hann segir að þeir ætli sér
tíma fram á vorið til að ganga end-
anlega frá leikaravalinu enda sé á
þessum tímapunkti ekki ljóst hvaða
leikurum þeir komi til með að hafa
efni á. „Það verða þarna enskir leik-
Jón Gnarr Leikur i annarn
fótboltamynd sem ætlunin
er að selja til útlanda.
arar og þetta er eiginlega spurning
um hversu stórir og dýrir þeir munu
verða," segir hann.
Myndin heitir Man of the Match
og segir Jón Fjörnir að hann og nafni
hans Gnarr séu skráðir leikstjórar
hennar. „Svo fáum við örugglega
einhvern með okkur í það síðar. Við
erum ekki enn búnir að velja þann
aðila." Aðspurður segir hann að þeir
hafi fengið enskt fjármögnunarfyrir-
tæki til liðs við sig til að kosta mynd-
ina. „Þetta er samt óháð mynd þar
sem þetta er ekki eitt af þessum
stærri ensku fyrirtækjum eða útibú
frá bandarísku
fyrirtæki."
Man of the Match er bæði á
ensku og íslensku enda koma allra
þjóða kvikindi við sögu að sögn Jóns
Fjörnis. Hann útilokar ekki heldur
að þeir ætli sér meira með myndina
en bara að koma henni í íslensk
kvikmyndahús.
„Það er náttúrulega ástæðan fyrir
því að við erum ekki enn búnir að
taka hana upp með einhverju lélegu
rnixi. Okkur langar að gera þetta vel
og vonumst að sjálfsögðu til þess að
einhverjir aðilar hafi áhuga á mynd-
inni."
hdm@dv.is
llya They Died For Beauty ★ ★"* fj
Virgln/Skífan
Bristol er höfuðborg
trip-hop-tónlistarinnar.
Þaðan komu bæði Massive
Attack, Tricky og Portishead
og þaðan kemur líka trip-
hop-tríóið Ilya sem er skip-
að Nick Pullin, Dan Brown
og söngkonunni Joanna
Swan. Þau hafa starfað sam-
an síðan árið 2000 og vöktu
mikla athygli fyrir EP-plöt-
una The Revelation sem
kom út í fyrravor. They Died
For Beauty er fyrsta stóra
plata Ilya og það verður að
segjast eins og er að hún
veldur nokkrum vonbrigð-
um. Þó að sveitin eigi alveg
sína spretti, hér og takist
stundum að töfra fram
stemningu, þá hljómar of
margt of kunnuglega og
platan heldur ekki alveg at-
hyglinni. Fyrstu tvö lögin
Bellissimo og Quattro Neon
eru samt fín.
Trausti Júlfusson
Gott í myndlist
/