Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 21
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 21 Stóri Sam ekki hættur Sam Allardyce, stjóri Bolton, hélt áfram að hella úr skálum reiði sinnar í garð Mikes Riley í gær en hann var ekki par hrifinn af frammistöðu dómarans í úrslitum deildarbikarsins. „Því meira sem ég hugsa um málið, þeim mun meira finnst mér að það hafi verið farið illa með okkur. Ég er enn á því að Mike Riley hafi verið okkur mjög óhlið- hollur og við fengum að borga fyrir slíkt í úrslita- leik. Það sjá það allir. Ekkert mun breyta minni skoðun í þessu máli,“ sagði stóri Sam Allardyce. Morales lamdi Chaves Erik Morales fór illa með Jesus Chaves í heimsmeist- arabardaga í fjaðurvigt um helgina. Bardaginn fór alla leið en yfirburðir Morales voru miklir og hann vann sannfærandi á stigum. Morales fór illa með Jesus og lamdi hann meðal annars tvisvar í strigann en alltaf kom Chavez til baka. „Ég vissi að hann kæmi alltaf til baka. Meira að segja eftir að ég sló hann niður í Seinna skiptið," sagði Morales, sem fékk vel að finna fyrir granítkjálka Jesusar. „Ég lýg engu þegar ég segi að ég hafi fundið til í hendinni í hverju höggi.“ Chavez var tapsár og vill keppa aftur. „Ég vil að hann haldi sér í þessari þyngd því þegar ég hef jafnað mig í öxlinni vil ég annan bardaga," sagði Chavez. Phillips sektaður Kevin Phillips, fram- herji Southampton, var í gær sektaður um 2.000 pund fyrir þátt sinn í slagsmálunum gegn Jens Lehmann, markverði Arsenal, um daginn. Phillips var einnig varaður við því að álíka hegðun í framtíðinni myndi leiða til frekari refsingar. Lehmann hefur þegar verið sektaður urn 10.000 pund vegna slagsmálanna. Valsmaðurinn Markús Máni Mikaelsson kom á sunnudag heim frá Þýskalandi þar sem hann æfði með Dússeldorf. Markús á von á tilboði frá félaginu en ekki er víst að hann fari þangað, þar sem félög í Frakklandi og Danmörku hafa líka áhuga. Valsmenn munu þó ekki bera skarðan hlut frá borði fái Markús einhverju ráðið. Það ætti ekki að vera mikið vandamál hjá Markúsi Mána Mikaelssyni að finna sér félag til þess að spila með næsta vetur. Hann hefur hug á því að reyna fyrir sér erlendis og nú þegar hafa fjögur félög sett sig í samband við hann og lýst yfir áhuga. Markús var í síðustu viku til skoðunar hjá þýska 2. deildar- félaginu Dússeldorf en það á góða möguleika á því að komast í Bundesliguna. „Það gekk bara mjög vel og þeir voru mjög sáttir við mig,“ sagði Markús Máni í samtali við DV Sport í gær en hann á von á því að félagið geri sér samningstilboð um leið og ákveðin atriði hafa verið til lykta leidd innan félagsins. „Þeir verða fyrst að koma sér upp um deild og svo þurfa þeir að sanna að þeir hafi efni á því að spila í efstu deild því íjárhagsstaða félagsins er ekkert allt of góð í augnablikinu en þeir segjast vera á réttri leið með að bjarga því. Ef það gengur allt eftir hjá félaginu býst ég fastlega við því að þeir bjóði mér samning. Bæði framkvæmdastjórinn og þjálfarinn sögðu við mig að þeir vildu fá mig þannig að ég á ekki von á öðru,“ sagði Markús. Trúrsínu félagi Samningur Markúsar við Valsmenn rennur út næsta sumar og því gæti þýska félagið fengið hann án greiðslu en það vill Markús ekki hafa og ædar hann að sjá til þess að Valur fái borgað fyrir að ala hann upp. „Eg set það sem skilyrði að Valur fái góða upphæð fyrir mig. Ef það gengur ekki þá sem ég bara aftur við Val svo þeir þurfi að borga fyrir mig. Mér finnst það algjört lágmark enda hefúr Valur alið mig upp sem handboltamann," sagði Markús en slíkt viðhorf er ekki algengt meðal íþróttamanna í dag og Markúsi til mikils sóma. Aron ber víurnar í Markús Eins og áður segir hafa fleiri félög sýnt Markúsi áhuga og koma tvö þeirra frá Frakklandi. „Paris Saint-Germain hefur verið að spyrjast fyrir um mig, sem og St. Raphael sem er í annarri deild og á leiðinni upp í efstu deild,“ sagði Markús en Gunnar Berg Viktorsson lék sem kunnugt er með Paris Saint- Germain áður en hann fór til Þýskalands. PSG er f sjötta sæti frönsku deildarinnar en St. Raphael er í öðru sæti í 2. deildinni. Fyrir utan þessi lið hefur danska stórliðið Skjern verið í sambandi við Markús en Aron Kristjánsson er einmitt að taka við aðstoðarþjálfara- stöðu hjá félaginu í sumar. • „Aron hefur verið í sambandi við mig og þeir hjá Skjern vilja skoða mig. Það hefði verið gaman að kíkja á þá en ég á þess ekki kost eins og staðan er núna en ég kíki kannski til þeirra eftir að tímabilinu lýkur hér heima. Þetta er flott félag og væri spennandi að kíkja á aðstöðuna hjá þeim," sagði Markús, sem reyndar játaði að hann væri spenntastur fyrir því að spila í Þýskalandi enda af þýsku bergi brotinn og talar reip- rennandi þýsku. Það er því ljóst að Markús leikur ekki á íslandi næsta vetur en hvar hann verður skýrist væntanlega ekki fyrr en í byrjun sumars. henry@dv.is Á leiðinni út Markús Máni Mikaelsson er á leið i atvinnu- mennsku i handknattleik en fjögur lið eru i myndinni eins og staðan er i dag. Skjern vill skoöa Markús Skagamenn eru ekki ánægðir með Fylkismenn eftir að þeir létu Garðar Gunnlaugs- son spila æfingaleik með liðinu án leyfis. Það fór ekki betur en svo að Garðar meiddist eftir fimm mínútur og Ólafi Þórðarsyni, þjálfari ÍA, var ekki skemmt. Þjálfara Fylkis til háborinnar skammar Forsaga málsins er sú að Garðar fékk leyfi til þess að æfa með Fylki í vetur þar sem hann er slæmur í hnjánum og getur ekki æft á því undirlagi sem Skagamenn æfa á reglulega. Skagamenn segjast ekki hafa gefið leyfi fyrir því að Garðar mætti spila með liðinu og Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, er reiður út í kollega sinn hjá Fylki, Þorlák Árnason. „Ég var negldur niður eftir fimm mínútna leik og tognaði á ökkla. Þetta er samt ekkert alvarlegt og ég verð klár aftur eftir tvær til þrjár vikur," sagði Garðar í samtali við DV Sport í gær. „Ég spurði ekkert um leyfi til þess að spila leikinn. Ég hélt ég væri að fara á eðlilega æfingu en þá kom í ljós að það var æfingaleikur. Láki [Þorlákur Árnason, þjálfari FylkisJ bað mig um að spila síðari hálfleikinn og ég gerði það bara. Ég hafði ekki snert bolta lengi og vantaði smá æfingu þar sem það var leikur daginn eftir.“ Óli reiður Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, tók málinu ekki eins létt og Garðar. „Ég leyfði honum að æfa með Fylki en ég leyfði honum ekki að spila með Fylki,“ sagði Ólafur í samtali við DV Sport í gær en Þorlákur Árnason er klárlega ekki á leið á jólakortalistann hjá ðlafi í ár. „Ég er ekki par hrifinn af þessari framkomu. Ég hef ekki ákveðið hvort ég geri eitthvað í málinu en það kemur í ljós. Mér finnst það til háborinnar skammar af þjálfara Fylkis að stilla honum upp í leik,“ sagði Ólafur reiður en það er víst ekki algengt að þjálfarar tefli fram ■* leikmönnum í æfingaleikjum sem eru samningsbundnir öðru félagi. Ólafur segir að Garðar muni ekki æfa áfram í Arbænum. „Það er alveg ljóst að hann æfir ekki meira með þeim. Það er fyrir neðan allar hellur hjá Fylkismönnum að haga sér svona." Þorlákur hissa ■* DV Sport setti sig í samband við Þorlák Amason, þjálfara Fylkis, og spurði hann út í málið. Þorlákur varð hissa á ummælum Ólafs enda hafði hann ekki heyrt af því að hann væri eitthvað ósáttur. „Það er að þeirra ósk að hann er að æfa hjá okkur og við höfum verið að gera ÍA greiða með því að leyfa honum að æfa hjá okkur. Mér finnst það undarlegt ef Ólafur er eitthvað fúll því við vorum að gera honum og Garðari greiða. Það kemur mér mjög á óvart að heyra þetta. Mér finnst ummæli Ólafs fáranleg og ekki svara verð. Hann verður að eiga þetta við sjálfan sig,“ sagði Þorlákur Árnason, . þjálfari Fylkis í knattspyrnu. < henry@dv.is Strákurinn minn! Ólafur Þórðarson villekki að Garðar Gunnlaugsson leiki með öðru félagi en ÍA. Hann er ósáttur við Þorlák Árnason og \ j&H,' vandar honum ekkikveðjurnar. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.