Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Fréttir 3DV Davíð stendur á sléttu Samkvæmt nýrri skoðana- könnun Gallups stendur Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á sléttu hvað varðar ánægju lands- manna með störf hans. Nær jafnmargir sögðust í könnun Gallups vera ánægðir og óánægðir með störf Davíðs eða um 40% í hvorum hópi. Ivið færri eru ánægðir og heldur fleiri óá- nægðir með störf Davíðs en 2001 og karlar voru nokkru ánægðari með forsætisráð- herrann en konur. íbúar höfuðborgarinnar voru ánægðari en landsbyggðar- fólk og þeir tekjuhæstu voru mun ánægðari en þeir tekjulægstu. 2/3 stjórnar- sinna voru ánægðir með Davíð en 12% stjórnarand- stæðinga. Lífeyrissjóðurinn Framsýn seldi hlutabréf sin í íslandsbanka sem lið í valdabar- áttu. Hlutinn ætlaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulifsins að nota til að ýta Helga Magnússyni úr stjórn íslandsbanka þar sem hann hafði starfað gegn Krist- jáni Ragnarssyni og Bjarna Ármannssyni. Framkvæmdastjóri ASÍ óánægður með að lifeyrir sé notaður sem skiptimynt í stórviðskiptum. Verkamenn verða af 250 milljóaam í valda- baráttu penmgamanna Vantrú á hagstjórninni Kristján Ragnarsson for- maður bankaráðs íslands- banka óttast að gengi ís- lensku krónunnar sé of sterkt. „Því miður virðist sem hagþróun síðasta árs lýsi ákveðinni vantrú á hag- stjórninni og lýsir það sér m.a. í gengisþróun krón- unnar," segir Kristján í árs- skýrslu bankans. Hann seg- ir að útflutningsfyrirtækin hafi þurft að takast á við hátt gengi og þannig haft verri arðsemi og sam- keppnisstöðu en hin sem framleiða fyrir innlendan markað. „Með þessum hætti er boðið heim hætt- unni á að ójafnvægi mynd- ist í hagkerfinu. Slíkt ójafn- vægi er erfítt að leiðrétta án þess að til komi rýrnun kaupmáttar, aukið atvinnu- leysi og í versta falli stöðn- un og jafnvel samdráttur. í hratt vaxandi viðskiptahalla undanfarið má því miður sjá vísbendingar í þessa átt,“ segir Kristján. 8 7,8 7,6 7,4 Lífeyrissjóðurinn Framsýn hefur orðið af 250 milljónum króna með því að selja bréf sín í ís- landsbanka fyrir mánuði síðan í stað þess að eiga þau áfram. DV greindi frá því í gærað baráttan um yfirráð yfir íslandsbanka hefði haflst þegar Kristján Ragnarsson fráfarandi formaður banka- ráðs íslandsbanka hefði beitt áhrifum sínum til þess að lífeyrissjóðurinn Framsýn seldi þriggja prósenta hlut sinn til Landsbankans. í því tilviki herma heimildir að Kristján og Ari Edwald fram- kvæmdastjóri Samtakaatvinnidffsins og stjórnar- formaður Framsýnar,' hafi fengið því framgengt að Framsýn seldi umræddan hlut. Heimildar- maður DV segir að Ari hafi sótt það hart að ná þessu fram. Þetta var liður í brellu til að losna við Helga Magnússon úr stjórn íslandsbanka. Helgi hafði starfað með Víglundi Þorsteinssyni innan bankaráðsins gegn Kristjáni formanni og Bjarna Ármannssyni. Hann sneri þó til baka með gagn- leik þegar hann keypti næstum 9% hlut í bankan- um með stuðningi Landsbankans. Ef Framsýn hefði haldið eftir þessum.þriggja prósenta hlut en ekki selt hann sem lið í valdabar- áttu væri sú eign nú 250 milljónum verðmætari en hún var þá. Gengi bréfanna sem voru seld var um 7,2 daginn sem selt var, 29. janúar en gengið í gær var á bilinu 7,9-8. Á ekki að nýta í valdabaráttu Sá sem keypti bréfin 7*1af Framsýn hefur hagn- /t-ast um 250 miíljóriir á viðskiptunum nú þegar. Það var eignarhaldsfélag Karls Wernerssonar og systkina hans sem það gerði. Karl hefur sagt að 7hann sé fagfjárfestir sem kaupi og selji hlutabréf til þess að hagnast á þeim. 29.1.2004 Verkalýðshreyfmgin brást ókvæða við því að atvinnurekendur skyldu nota lífeyri launamanna í valdatafl af þessu tagi en Ari er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson fram- kvæmdastjóri ASÍ vill ekki leggja mat á einstök mál en segir að lífeyri eigi ekki að nota sem skipti- mynt í valdabaráttu í viðskiptalífinu. „Þátttaka líf- eyrissjóða í viðskiptalífmu á ekki að vera á öðrum forsendum en eigenda lífeyrissjóðanna, sem eru þeir sem greiða til þeirra iögjöld," segir Gylfi. Vilja stækka bankana Ekki er gert ráð fyrir öðru en að sjálfkjör- ið verði í stjórn Islandsbanka á aðalfundin- um en framboðsfrestur rennur út í dag. Þeir sem bjóða sig fram eru Einar Sveins- son sem verður bankaráðsformaður, Víglundur Þorsteinsson sem situr í krafti Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Helgi Magnússon sem ræður stærsta einstaka hlut í bankanum, Orri Vigfússon og Karl Wernersson, en þessir þrír hafa allir ijár- fest í bréfum bankans íýrir háar upphæðir nýlega. Þá eru einnig nefndir Guðmundur B. Ólafsson og Jón Snorrason. ___ ______ Nýtt bankaráð vinnur að þróun bankans áfram. Ljóst er að Landsbankinn hefur áhuga á samstarfi við íslandsbanka og innan nýju stjórnarinnar eiga þau sjónarmið hljómgrunn að þessum bönkum beri að starfa saman með ein- hverjum hætti. Er á það bent að takist KB banka að kaupa breska bankann Singer & Friedlander verði hann tvöfalt stærri en bæði Landsbankinn og Islandsbanki og því verði bankarnir að leita að vaxtartækifærum. kgb@dv.is Helgi Magnússon Vará útleið úrstjórn Islands- banka en Landsbankinn studdi hann til kaupa á hlut sem tryggir stjórnarsæti. Gylfi Arnbjörnsson Þátt- taka iifeyrissjóða í við- skiptalífinu á ekki að vera á öðrum forsendum en eig- enda llfeyrissjóðanna. Kristján Ragnarsson Setti afstað atburðarás meðAra Edwald sem var snúið honum i óhag. Verkalýðsforingjar innan Framsýnar Segja lífeyri ekki notaðan í valdatafli Örn Sigurðsson Arkitekt „Viö íhöfuðborgarsamtökun- um höfum verið í samvinnu við aðra í erfiðu átaki við að Hvað liggur á? reyna að koma Hringbrautinni í stokk í stað þess að færa hana til ofanjarðar/' Örn Sig- urðsson arkitekt og formaður Höfuðborgarsamtakanna. „Það er núna svolítil pása í því máli en baráttan heldur svo áfram mjög bráðlega. Við ætl- um okkur að koma á fundi með öllum kjörnum fulltrúum borgarbúa í borgarstjórn og á Alþingi til að ræða þetta hags- munamál. Og ég hlakka til að takast á við það." „Við höfurn ekki notað lífeyri launamanna með þessum hætti - það er alveg klárt," segir Sigurður Bessason formaður Eflingar stéttar- félags en hann á sæti í stjórn Lífeyr- issjóðsins Framsýnar. Sigurður segir lífeyri launamanna ekki hafa verið notaðan í valdatafli innan stjórna annarra fyrirtækja og segir verklags- reglur um það skýrar. „Við erum búnir að setja skýrar reglur um það að enginn úr okkar umhverfi megi sitja í stjórn ann- arra fyrirtækja. Þetta eru skýrar verklagsregíur. Hérna áður fyrr var það þannig að menn fóru inn í stjórnir annarra fyrirtækja en regl- unum hefur verið breytt á þessa leið og þannig á það auðvitað að vera. Við höfum fyrst og fremst þeirra hagsmuna að gæta að hugsa um ávöxtun þess fjár sem er í sjóðnum en ekki taka þátt í valda- tafli innan fyrirtækja." Undir þetta tekur Guðmundur Þ. Jónsson, annar varaformaður Efl- ingar, sem á einnig sæti í stjórn Framsýnar. „Við höfum tekið ákvörðun um það að skipa ekki menn úr okkar röðum inn í stjórnir fyrirtækja," seg- ir Guðmundur. „Það er nú ekki meiningin að við séum að nota pen- inga sjóðsins í þágu einskaka stjórn- armanna til að koma sér áfram í stjórnum annarra fyrirtækja. Okkar hagsmunir eru að ávaxta fé og tryggja lífeyri fyrir okkar félags- menn. Við kaupum og seljum eftir því sem okkur þykir henta en eigum ekki hlut í ákveðnum fyrirtækjum til að eiga stjórnarsæti heldur til að græða og þannig tryggja lífeyri okkar félagsmanna." Guðmundur Þ. Jónsson Segirlifeyri launamanna ekki notaðan i valdatafl at- vinnurekenda. Hann segir markmið iifeyris- sjóðanna að tryggja lifeyri félagsmanna. *£ttÍÉÉÉÉsí- f \ Sigurður Bessason Verklagsreglurum að stjórarmenn Framsýnar megi ekki sitja i stjórn- um annarra fyrirtækja eru skýrar að sögn Sig- urðar sem á sæti istjórn lifeyrissjóðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.