Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Fréttir DV Bílþjófar með þýfi Töluverður erill var hjá lögreglunni í Hafnarflrði og nágrenni um síðustu helgi í um- ferðarmál- um og vegna ölv- unar. Þá var þrennt tekið á stolnum bíl með það sém talið er þýfl í bflnum.- Gistir þetta fólk nú fanga- geymslur. Þá voru tvö inn- brot í bifreiðar tilkynnt til lögreglunnar aðfaranótt mánudagsins. Tvö minni- háttar fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnar- firði um helgina. í öðru mál- inu var lagt hald á það sem talið er vera amfetamín og í hinu málinu var lagt hald á kannabis og tæki til neyslu þess. Sjómenn styrkja stelpur Áhöfnin á frystitogaran- um Vestmannaey VE hefur ákveðið að styrkja stelp- urnar í handboltaliði IBV svo þær geti haldið áfram sigurför sinni í Evr- ópukeppni. Stúlkurnar sigruðu franska lið- ið Le Havre á dögunum og eru komnar í 8 liða úrslit í Áskorenda- keppni Evrópu. Kostnað- urinn við keppnina er að sliga félagið, en næst þurfa stúlkurnar að fara til Króa- tíu. Útgerð Vestmannaeyj- ar VE, Bergur I luginn, hef- ur stutt við handbolta- stelpurnar undanfarið ár og kemur nú áhöfnin í kjölfarið. Ekkert óhapp á ísafirði Eftir þriggja vikna bið svarar forsætisráðuneytið aðeins i hálfkveðnum vísum að- spurt um veislu sem Davíð Oddsson hélt í Iðnó fyrir ráðherra, ráðuneytisstjóra og maka í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar. Þó er upplýst að matur og vín kost- aði um eina milljón króna og að matseðilinn var fjórrétta. um Forsætisráðherrahjónin buðu til veislu í Iðnó í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar Forsætisráðuneytið segist hafa myndir til ráðstöfunar úr ráðherraveislu Daviðs Oddssonar en hefur ekki orðið við beiðni DV um að fá þær til birtingar. Meðal þeirra sem mættu voru margir fyrrverandi ráðherrar úr forverum núverandi stjórnarandstöðuflokka á Alþingi. Mynd Cninnpr 0. Vigfússnn Forsætisráðuneytið gefur ekki upp heildar- kostnað vegna veislu sem Davíð Oddsson forsæt- isráðherra hélt í Iðnó laugardagskvöldið 7. febrú- ar. Veislan var haldin í nafni Davíðs og eiginkonu hans Ástríðar Thoroddsen en greidd úr ríkissjóði. Tilefni veislunnar var 100 ára afmæli heima- stjórnarinnar. Gestir voru fyrst og fremst fyrrver- andi og núverandi ráðherrar og ráðuneytisstjórar ásamt mökum. DV óskaði eftir því við forsætis- ráðuneytið íyrir þremur vikum að fá upplýsingar um gesti, matseðil, skemmtiatriði og kostnað. Matur og drykkur á milljón I svari ráðuneytisins, sem barst í gær eftir að fyrirspurn DV var ítrekuð í síðustu viku, kemur fram að kostnaðurinn vegna matar og drykkjar- fanga hafi verið „um ein milljón króna“. Ekki er getið um kostnað við aðra þætti á borð við leiguna á Iðnó, laun starfsmanna eða þóknun skemmti- krafta. Veislan stóð frá hálfátta til miðnættis, að sögn forsætisráðuneytisins. Spurt um það hver skemmtiatriði í veislunni voru svarar ráðuneyt- ið aðeins: „Tveir söngvarar ásamt undirleikara." Ekki er upplýst af hálfu ráðuneytisins hverjir •þessir þrír tónlistarmenn voru. Samkvæmt heim- ildum DV komu jónas Ingimundarson píanóleik- ari og Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari fram í veislunni. Fjórrétta með vínum Sömuleiðis eru svör af skornum skammti þeg- ar spurt er um þá einstaklinga sem boðið var til veislunnar: „Núverandi og fyrrverandi ráðherr- um, núverandi ráðuneytisstjórum, nokkrum starfsmönnum og mökum. Samtals mættu 95 manns,“ segir í svari forsætisráðuneytisins. Ekki er upplýst nánar hverjir þessir ónefndu „nokkrir starfsmenn" eru. Það sama er uppi á teningnum þegar spurt er „Spurt um það hver skemmti- atriði í veislunni voru svarar ráðuneytið aðeins: „Tveir söngvarar ásamt undirleik- ara'Y' um matseðil veislunnar: „Fjórrétta með vínum,“ er stutt svar forsætisráðuneytisins. Einnig var beðið um að það yrði upplýst af hvaða rekstrarlið ráðherraveisla forsætisráðherra var greidd. Svarið er að það var af liðnum Ýmis verkefni í fjárlögum 2004. DV hefur þegar óskað eftir því við forsætis- ráðuneytið að það gefi fyllri svör um veislu for- sætisráðherra. gar@dv.is Algengast að reynt sé að smygla fikniefnum frá Danmörku Kókaín með flugi en e-pillur í pósti Hass Kemur að mestu leyti frá Danmörku. Ekkert umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á fsafirði alla síðustu viku og þykir það í frásögur fær- andi. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni gerist slíkt mjög sjaldan. Það þýðir þó ekki að lögreglumenn bæjarins hafi eytt allri vik- unni í kaffi og smók á stöð- inni því lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum vegna um- ferðarlagabrota. „Ég hefþað bara mjög gott í augnablik- inu en maður veit alltafaf hyldýpinu undir tilver- unni efsvo má að orði komast," segir Valdi- mar Örn Flygenring leikari, sem nú leikur eitt afaðalhlut- verkunum í leikritinu„Þetta er allt að koma".„Og það gengur bara vel hjá mér á sýningum Hvernig hefur þú það? en þar leik ég mín eigin skyld- menni eins og áður hefur komið fyrir. Það er að segja ég leik föður stúlkunnar og föður sjálfs mín og erþannig eigin- lega minn eigin afi. Og mér llður vel með þetta hlutverk enda skrifað afæskuvini mln- um, Hallgrlmi Helgasyni, sem ég hef þekkt síðan við vorum sex ára gamlir og ólumst upp I sama hverfinu." Samkvæmt yfirliti frá embætti ríkislögreglustjóra um haldlögð fíkniefni á landamærum landsins á síðasta ári kemur m.a. fram að allt kókaín sem lagt var hald á kom hingað með flugi og allar e-töflur sem lagt var hald á komu hingað með pósti. Af haldlagningu lögreglu og tollgæslu á landamærum árið 2003 að dæma er algengast að reynt sé að smygla fíkniefnum frá Dan- mörku, Hollandi og Bretlandi. Ef farið er nánar ofan í saumana á þeim tilvikum kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Við skoðun á flutn- ingsleiðum efna eftir magni þeirra má sjá að mest af hassi og am- fetamíni kemur með skipum en kókaín kemur sem fyrr segir með flugi, Maríjúana, eins og e-pillur, er mest haldlagt í póstsendingum. 72 aðilar voru handteknir vegna smygls á fíkniefnum á liðnu ári, 65 karlar og 7 konur. 17 aðilar voru yngri en 25 ára, þar af ein kona. í yfirlitinu segir: „Þess ber að geta að hér er eingöngu upptalning á fíkni- efnum sem tekin eru á landamærum en erfiðara er að geta sér til um flutningsleiðir fíkniefna sem hald- lögð eru innan landamæra." Þegar skoðaðar eru tölur urn magn sem lagt var hald á við landa- mærin kemur í ljós að langmest er frá Danmörku. Þannig náðust um 42,5 kfló af hassi frá Danmörku en það land sem næst kemur í magni er Spánn með rúm 3 kfló. Kókaín kem- ur einnig að mestu frá Danmörku, um 424 grömm á síðasta ári, en næstmest kom frá Hollandi, 325 grömm.. Valdimar Örn Flygenring Leikari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.