Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Side 17
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 17 sókninni einungis að reyna að auka vinsældir sínar heima fyxir. Honum var boðið til veislu og gistingar í höll drottningar en erlendum þjóðarleið- toga hefur ekki verið sýnd slík virðing í áratugi. Málið var gagnrýnt og kenndu starfsmenn hallarinnar ríkis- stjórninni um að hafa boðið Bush í heimsókn en á endanum vildi enginn kannast við að hafa boðið forsetan- um. Breskir fjölmiðlar bjuggu sig nú undir að íjalla um mótmælagöngur en snemma morguns 20. nóvember á síðasta ári sprakk bílsprengju í Istan- búl við breska sendiráðið með þeim afleiðingum að fjöldi manns, þar á meðal breski ræðismaðurinn, lét líf- ið. Fyrirsagnirnar tóku breytingum, lítið var fjallað um annað en hættuna sem stafaði af hryðjuverkum og mót- mælagöngurnar lentu í skugga hryðj uverkafrétta. Bræðrabönd bresta Flokksagi í Bretlandi hefur afltaf verið mikill og það gerist ekki oft að þingmenn úr stjórnarflokki gangi gegn vilja forsætisráðherrans. En þegar kom að því að kjósa um aukin skólagjöld í háskólum í Bretlandi ákvað stór hluti þingmanna Verka- mannaflokksins að kjósa gegn tillög- um ríkisstjórnarinnar. Þetta var í fyrsta sinn frá því Blair tók við sem formaður flokksins að þingmenn hans gáfu honum langt nef. Upp- reisnin var skoðuð í stærra samhengi sem gaf til kynna að Blair hefði að einhverju leyti tapað stuðningi eigin þingmanna og Ijóst að óttinn við flokkssvipuna hafði minnkað. Blair tókst að þvinga málið í gegn á elleftu stund með örfáum umframatkvæð- úm en stór hluti flokksfélaga Blairs kaus gegn honum. I söinu viku var hin umdeilda Hutton-skýrsla gerð opinber. í hnot- skurn var BBC húðskammað fyrir að hafa birt ásakanir Gilligans í garð Campells (aðstoðarmann Blairs), ekkert fannst því athugavert við dauða Kellys og ráðherrar í ríkis- stjórn Blairs og leyniþjónustumenn hennar hátignar gátu andað léttar. Fjölmiðlar og almenningur í Bret- landi trúði vart sínum eigin augum og skýrslan var kölluð hvítþvottur. I könnun hjá sjónvarpsstöðinni Channel 4 kom í ljós að 90 prósent aðspurðra töldu Hutton-skýrsluna óréttláta. Málið fór illa með BBC og æðstu menn þar á bæ sáu sér ekki annan kost en að segja af sér. Afsögn- unum var harðlega mótmælt í blöð- um og sjónvarpi en aflt kom fyrir ekki. Blair lofaði skýrsluna og sagði málið afstaðið. í skýrslunni forðaðist Hutton eftir fremsta megni að fjalla um hvaðan upplýsingarnar um vopnaeign Saddams hefðu komið og sagði Blair og ríkisstjórn hans ekki hafa beitt leyniþjónustuna þrýstingi til þess að ýkja efni hennar. I skýrsl- unni segir Hutton að sannfæring Blairs um tílvist vopnanna gæti hafa haft ómeðvituð áhrif á höfunda skýrslunnar með þeim afleiðingum að hún var stórlega ýkt. Meira er ekki fjallað um málið í skýrslunni og í raun telja flestir Bretar að horft hafl verið fram hjá mörgum sönnunar- gögnum og þáttum sem hefðu getað breytt niðurstöðu hennar. Fjarar undir stríðsréttlætingu Málinu var hins vegar ekki lokið eins og Blair vonaðist til. Bandaríkja- menn voru farnir að draga í efa tilvist gereyðingarvopna í írak. David Kay, vopnaeftirlitssérfræðingur á vegum Bandaríkjanna, komst svo að þeirri niðurstöðu að sennilega hefði ekki verið nein gereyðingarvopn að finna í írak frá því rétt eftir lok Persaflóa- stríðsins. Fjölmiðlar í Bretlandi gripu þessar yfirlýsingar á lofti og um fátt annað var talað en þær yfirlýsingar Blairs um að það tæki Saddam aðeins um 45 mínútur að beita ger- eyðingarvopnum. Öllum að óvörum gaf Blair í kjölfarið út þær yfirlýsingar að hann hefði ekki vitað að 45 mínút- urnar ættu einungis við smærri vopn en ekki stóru gereyðingarvopnin. Gat það verið að sjálfur forsætisráðherr- ann hefði misskilið skýrslur leyni- þjónustunnar? Gat verið að Geoffrey Hoon varnarmálaráðherra hefði ekki sagt honum frá því að 45 mínúturnar ættu einungis við um smærri vopn? í ljós hefur komið að Hoon og fleiri úr leyniþjónustunni vissu fyrir víst að 45 mínúturnar áttu við smærri vopn en af einhverjum ástæðum kusu þeir að segja Blair ekki frá því. Málið þyk- ir allt hið einkennilegasta en enn hef- ur ekki fengist botn í það hver sagði hvað við hvern. Stríðið löglegt eða ólöglegt Allt síðasta ár var breska ríkið að undirbúa málshöfðun gegn Kathrene Gun, fyrrverandi túlki í feyniþjónustu Breta, fyrir að hafa brotið lög um þagnarskyldu þeirra sem fara með ríkisleyndarmáf. Gun komst yfir tölvupóst frá bandarísku leyniþjónustunni þar sem farið var fram á hjálp bresku leyniþjónust- unnar við að hlera önnur ríki í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna rétt áður en Bandaríkin og Bretar réðust inn í írak. Bandaríkjamenn vildu koma í gegn nýrri ályktun sem gerði þeim kleyft að ráðast inn í frak með leyfi Sameinuðu þjóðanna en Frakkar og Rússar vildu leyfa Hans Blix vopnaeftirlitsmanni að kfára verk sitt áður en samin yrði ný ályktun. Tony Blair fór því þess á leit við lögfræðinga utanríkisráðu- neytisins að þeir gæfu álit sitt um hvort stríðið værir löglegt á grund- velli ályktunar öryggisráðs Samein- uðuþjóðanna nr. 1441. Þar segir að fari frak ekki eftir ályktunum Sam- einuðu þjóðanna hafi það í för með sér alvarlegar afleiðingar sem í þessu tilviki var skilgreint sem hernaðarleg íhlutun af hálfu Breta og Bandaríkjamanna. Slík brot hafa reyndar ekki átt við um önnur ríki líkt og ísrael til að mynda sem iðu- lega hefur hundsað ályktanir Sam- einuðu þjóðanna. Þó hefur engum dottið í hug að ráðast inn í ísrael á þeim forsendum. Robin Cook, fyrrverandi utanrík- issráðherra Bretlands, sagði af sér Wmnuii t a i iiTil iWBmt*- Varnarmálaráðherra. Vissi hann eða vissi hann ekkiað hættan afSaddam varýkt? Hvað vissi Blair um málið? zsmmhMiiWMinmimTL Fréttamaður BBC. Sakaði menn Blairs um að láta leyniþjónustuna ýkja hættuna afSaddam. 0uuTHÍIijIi.'c ' Fyrrverandi ráðherra i stjórn Blairs. Upplýsir um hleranir leyniþjónustunnar. vegna andstöðu við innrásina enda væri hún ólögleg án samþykkis Sam- einuðu þjóðanna. Daginn eftir af- sögnina lýsti breski ríkissaksóknar- inn, Goldsmith lávarður, þvf yfir að stríðið væri ekki ólöglegt og því þyrfti ekki til aðra ályktun. Nú hefur reynd- ar komið í ljós að fjölmargir lögfræð- ingar hjá utanríkisráðuneytinu voru ekki sammála lagatúlkunum Goldsmiths og einn lögfræðingurinn sagði af sér þar vegna ágreiningsins. Hleruðu skrifstofur Kofis Annan Nú spyrja menn sig hvort Blair hafi haft áhrif á lagatúlkun ríkissak- sóknara en Goldsmith hefur þver- neitað því fyrir þingi að pólitík hafi mótað fagatúlkun hans. Þetta er ná- skylt máli fröken Gun því breska rfk- ið hefur nú ákveðið að láta málsókn gegn henni niður falla á þeim grund- velli að ekki liggi fyrir nægar sannan- ir um að Gun hafi brotið af sér. Játn- ing Gun liggur fyrir um að hafa lekið fyrrnefndum tölvupósti í dagblaðið The Observer en margir telja að ríkis- stjórnin hafi ekki viljað taka áhætt- una af því að athyglin hefði getað beinst að sambandi Blairs og Goldsmiths lávarðar og túlkun hans á lögmæti stríðsins. Það lá nefnilega fyrir að hluti varnar fröken Gun fólst í því að það hefði verið í almannaþágu að gera efni tölvupóstsins opinbert svo koma mætti í veg fyrir að Bretar fengju stuðning við að fara í ólöglegt stríð með því að beita þrýstingi á aðr- ar þjóðir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það kom sér verulega illa fyrir Tony Blair síðasta fimmtudag þegar Clare Short, fyrrverandi þróunar- málaráðherra Breta, lýsti því svo yfir í viðtali við BBC Radio 4 að Bretar hefðu hlerað skrifstofur Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Þá telja vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna einnig að sam- töl þeirra hafi verið hleruð og Sam- einuðu þjóðirnar segja allar slíkar hleranir ólöglegar. Ljóst er að Tony Blair situr nú ásamt spunalæknum sínum í Downingsstræti 10 og veltir því fyrir sér hvernig hann eigi nú að komast úr klemmunni en Blair hefur reynt að snúa gagnrýnninni yfir á Short og neitar sjálfur að svara spurningum sem viðkoma leyniþjón- ustunni. Fjarar undan forsætisráðherra Flokksbræður og ráðherrar Blairs eru orðnir langþreyttir á Blair. Nokk- ur blöð í Bretíandi hafa sakað Blair um að vera með trúarofstæki en trú- arlegar sannfæringar Blairs virðast hafa mótað afstöðu hans til íraks- stríðsins. Blair sem er afar kristinn maður trúir því nefnilega að hann hafi gert hið eina rétta þegar hann réðst inn í frak. Skýrir þetta að miklu leyti afhverju Bush og Blair hefur orðið svona vel til vina. I raun hefur verið mjög lítið verið fjallað um trú- arsannfæringar Blairs í fjölmiðlum þvf ráðgjafar hans hafa reynt allt hvað þeir geta til þess að beina at- hyglinni frá kristilegu hjarta forsætis- ráðherrans. í könnum sem Guardian gerði í vikunni kom í ljós að 40 prósent Verkamannaflokknsins vilja Blair burt fyrir næstu kosningar. Þessi könnun var gerð áður en ljóst varð að Bretar hefðu hugsanlega hlerað Sameinuðu þjóðirnar og áður en at- hyglin barst að niðurstöðu Goldsmiths lávarðar um lögmæti stríðsins. Gordon Brown fjármála- ráðherra og David Blunkett innan- ríkisráðherra eru klárlega farnir að setja sig í ákveðnir stellingar því ef Blair neyðist til þess að hverfa frá verður eflaust harður slagur um formannsstólinn. Tony Blair tók við Verkamanna- flokknum og gjörbreytti honum með því að færa hann í áttina að miðjunni og sumir töluðu jafnvel um þriðju leiðina. Margir eru nú að hallast á þá skoðun að þriðja leiðin hafi verið lít- ið annað en tilfærsla flokksins til hægri. Þessi tilfærsla flokksins hefur svo ýtt Ihaldsflokknum enn lengra til hægri. Nú kvarta margir flokksbræð- ur hans yfir því að flokkurinn sé kom- inn of langt frá ntiðjunni og spyrja menn sig hvort þriðja leiðin sé kom- in, þegar öllu er á botninn hvolft, í tómar ógöngur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.