Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 9 Skiptirsér ekki affjöl- miðlanefnd Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráð- herra segist ekki skipta sér af nefnd sem forveri hennar skipaði til að athuga hvort setja þyrfti lög um eignar- hald á fjölmiðlum. Nefndin átti að skila niðurstöðum nú um mánaðamótin. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra á Alþingi í gær hvort hún ætlaði ekki að tryggja að niðurstöðurnar skiluðu sér sem fyrst til að minnka óvissu þeirra sem standa í fjölmiðlarekstri. Hún sagðist hafa fengið þau skilaboð að nefndin ætlaði að skila niðurstöðum síðar í mánuðinum og eðlilegt væri að hún fengi til þess þann tíma sem hún þyrfti. Viðgerðar- maður í lögreglu- vanda Skömmu eftir hádegi á sunnudag barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við hús í austurborginni. Var lögreglunni sagt að þarna væri maður á ferð með verkfæratösku að stússa eitthvað fyrir utan útidyr á húsi áður en hon- um tókst að komast inn í húsið. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu kom í ljós er lögreglumenn komu á staðinn að þarna var um að ræða viðgerðarmann í löglegum erindum. Lögregl- an segir að þarna hafí ná- grannar brugðist rétt við þegar þeir urðu varir við að einhver sem þeir könnuðust ekki við væri að fara inn í húsið. Vilja vinnufrið Lögreglunema sem gleymdi sér í ástaratlotum inni á Hverfis- barnum var vísað úr lög- regluskól- anum á föstudag- inn. Félag- ar hans töldu hann ganga of langt þegar ung stúlka brá sér undir borð og hafði við hann munnmök. Heim- ildir DV herma að neminn íhugi að kæra brottrekstur- inn en Arnar Guðmunds- son, skólastjóri Lögreglu- stjórans, segir það „ekki hafa komið til tals". Skóla- stjórinn vildi ekki svara fleiri spurningum, sagði: „Nú viljum við einfaldlega vinnufrið". Rósant Birgis- son, skemmtanastjóri Hverfisbarsins, segir lög- reglumenn vera fastakúnna á staðnum og ávallt til sóma. Auglýsingastofan Gott fólk gerði það gott á auglýsingahátíðinni um helgina og vann í sjö flokkum af tíu. Það kom því flatt upp á framkvæmdastjórann þegar þrír af mikilvægustu mönnum fyrirtækisins sögðu upp með símskeyti. Gott fólk McCann við Laugaveg Ekki eins glatt á hjalla og ætla mætti eftir sig- urgöngu á imarkhátiöinni. Þrír lykilmenn sögðu upp og varviðskilnaðurinn hinn hrá- slagalegasti. Þeir voru umsvifalaust sviptir fyrirtækjasimum og óljóst hvort þeir vinna uppsagnarfrest. Þpíp lykilmenn gange írá Gððu íólki „Þetta kom mér í opna skjöldu. Þeir hafa ekki gefið mér neina formlega skýringu á þessu. Ég fékk bara sent símskeyti þar sem stóð: Ég undirritaður segi hér með upp störfum hjá Góðu fólki. Óneitan- lega svolítið sérstakt eftir þennan frábæra árangur okkar á IMARK-hátíðinni," segir Gunnlaugur Þrá- insson, framkvæmdastjóri Góðs fólks McCann. Þrír af lykilmönnum auglýsingastofunnar, en þar starfa rúmlega 30 manns, þeir Sveinn L. Jó- hannsson, Hjörvar Harðarson og Dagur Hilmars- son, sögðu störfum sínum lausum og var viðskiln- aðurinn fremur hráslagalegur. Þeir þrír hafa verið mikilvægir í starfseminni og allir eiga þeir að baki áralangan feril hjá Góðu fólki. „Auövitað hefði ég viljað hafa þá áfram, en hér er hver maður mikil- vægur," segir Gunnlaugur. Dagur Hilmarsson vildi lítt tjá sig um þetta mál í samtali við DV í gær. „Ég er búinn að vera á sama staðnum í sjö ár og oft hugleitt hvort ekki væri kominn tími á þetta. Er einn af elstu mönnunum á staðnum. Ég stend á tímamótum prívat og per- sónulega." Dagur hafði gert ráð fyrir því að vinna út upp- sagnarfrestinn, sem er 3 mánuðir, en ekki er farið fram á það og þá voru fyrirtækjasímar þeir sem þremenningarnir höfðu umsvifalaust teknir af þeim. Dagur segist vera að ná áttum eins og er. Gunnlaugur segir áhöld um hvort þeir vinni upp- sagnarfrestinn og býst við þeim til starfa í dag. Hins vegar sé erfitt að hafa menn sem eru að vinna gegn fyrirtækinu innan dyra, einkum þegar svo viðkvæmur bransi sem auglýsingageirinn er ann- ars vegar. Hjörvar segir hafa verið kominn tíma á þetta. „Sambandið milli okkar, jahh, hjónabandið var bara búið, menn höfðu fjarlægst. Ekki ætlunin að fara með skelli en það fór öðruvísi en maður von- aði. Og meira viðbrögðin sem kalla á það en ann- að. í sjálfu sér hefðum við viljað klára uppsagnar- frestinn," segir Hjörvar og að ekki hafi verið tekin „Ég fékk bara sent símskeyti þarsem stóð: Ég undirritaður segi hér með upp störfum hjá Góðufólki." um það ákvörðun að setja á fót nýja auglýsinga- stofu heldur ætli menn að klára sín mál hjá Góðu fólki McCann fyrst. „Sveinn og Hjörvar hafa í um hálfan mánuð verið að tala um að kaupa hlut í fyrirtækinu og sett afarkosti. Dagur hins vegar hafði látið í það skína að hann stæði mín megin og því kom það mér mjög á óvart að hann væri með þeim í þessum uppsögnum," segir Gunnlaugur. Hann sendi þeim SMS-skeyti á IMARK-hátíðinni þar sem hann gaf þeim kost á að láta þetta gleymt og grafið en þeir vildu ekki íhuga það. jakob@dv.is Ákærður en stefnir Lífeyrissjóðnum Framsýn vegna riftunar á starfslokasamningi Vill tíu milljónir og vexti frá Framsýn Karl Benediktsson, fyrrverandi ffamkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, hefur stefnt sjóðnum fyrir riftun á starfslokasamningi. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Framsýn gerði starfslokasamning við Karl í júní árið 2000. í desember árið 2001 taldi lögmaður lífeyris- sjóðsins að Karl hefði gerst brotlegur í starfi sfnu á meðan hann gegndi því. Hætt var að greiða Karli sam- kvæmt starfslokasamningnum ffá og með maí 2002. Mánaðarlegar greiðslur áttu að nema tæpum 500 þúsund krónum. Kröfur Karls nema alls 10,1 milljón króná, auk dráttar- vaxta. Karl sagðist í bréfi til stjórnar Framsýnar í maí 2002 telja samning- inn í fullu gildi. í aprfl 2003 sendi Karl sjóðstjórninni aftur bréf og óskaði eftir því að hann fengi greitt samkvæmt samningnum. „Einnig bað ég sjóðstjórn að hlutast til við Fjármálaeftirlitið um að það aftur- kallaði beiðni sína til lögreglu um skoðun á tilteknum málum," segir í enn öðru bréfi sem Karl skrifar til Framsýnar í október sfðastliðins: „Þessi tilmæli hafa verið virt að vettugi. Ég er því tilneyddur til þess að stefna sjóðstjóm til greiðslu sam- kvæmt starfslokasamningnum," sagði Karl. I stefnu lögmanns Karls, Sveins Andra Sveinssonar, segir að greiðsl- urnar samkvæmt samningnum séu í eðli sínu lífeyrisgreiðslur: „Slíkur samningur er ekki uppsegjanlegur," segir lögmaðurinn. I áðurnefndu bréfi frá í október gerir Karl að umræðuefni hversu slaka ávöxtun Framsýn hafi haft á árunum 2000 til 2002. Áður hefur verið sagt frá því í DV að Karl telur fjárfestingarstefnu Framsýnar á þessu tímabili hafa verið ranga. Fé hafi verið bundið erlendis í stað þess að fá á það betri ávöxtun hér innan- lands. Karl segist því tilneyddur að kæra sjóðsstjórnina fyrir brot á lög- um um lífeyrissjóði. „Sjóðstjórn sakar mig að ósekju um að tapa nokkrum milljónum króna en á sama tíma er hún að hafa af okkur sjóðfélögum þúsundir milljóna króna," segir framkvæmda- stjórinn fyrrverandi og bætir við: „Málaferli og kærur vegna vari- efnda vegna málefna lífeyrissjóðsins eru ekki til þess fallnar að efla ímynd hans og auka tiltrú sjóðfélaga á trausta stjórnun og trausta meðferð á fé hans.“ gar@dv.is 11 Karl Benediktsson Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Framsýnar segist tilneyddur að stefna lifeyrissjóðnum vegna vanefnda á starfslokasamningi i kjölfar ásakana um brot i starfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.