Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Fréttir DV Fylgishrun forsetans Samkvæmt nýrri Gallup- könnun eru tæplega 66% landsmanna ánægð með störf Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta ís- lands, en 14% eru óánægð. Anægja með störf forsetans hefur þannig minnkað um 8% frá árinu 2001, er rúm- lega 74% lands- manna voru ánægð með störf hans. Ánægja með störf forsetans er meiri á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Á lands- byggðinni sögðust 73% ánægð með störf hans en 61% á Reykjavíkursvæðinu. 60% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sögð- ust ánægð með störf Ólafs Ragnars en 73% þeirra sem styðja hana ekki eru ánægð með störf forsetans. Þegar litið er til menntunar kem- ur í ljós að fjórir af hverjum fimm sem hafa stysta skólagöngu eru ánægðir með forsetann en aðeins rúmlega helmingur fólks með háskólapróf. Skriða féll Aurskriða féll á veginn um Óshlíð seint á sunnu- dagskvöld og varð að loka veginum um tíma af þeim sökum. Skriðan féll við Hvanngjá ytri og barst lög- reglu tilkynning um það á ellefta tímanum á sunnu- dagskvöld. Þegar var hafist handa við að ryðja veginn en ekki var um eiginlega aurskriðu að ræða heldur féllu grjóthnullungar úr hlíðinni og voru þeir stærstu nærri 20 tonn. Er Guð kona? Davíð Þór Jónsson Skemmtikraftur. „Ég held að Guð hafi hvorki farið í mútur né haft á klæð- um og sé því hvorugt. Hvað sem Guð er eða hvaða hug- mynd sem við gerum okkur um hann er alveg ijóst að hann hlýtur að vera yfir x og y- iitninga hafinn." Hann segir / Hún segir „Guð er kona. Guð er bæði karl og kona. Ielstu ritningum á frummálinu er notað orð yfir guðshugtakið sem þýðir„sá sem elur afþrjóstum sér." Það er alveg Ijóst, held ég, að þar með er vísað til hins kvenlega eðlis Guðs um leið og hann er skapari og höfundur lífs. Hann hefur alveg örugglega tvíeðli og það er engin ritningarvilla að halda því fram." Ólína Þorvarðardóttir Þjóðfræðingur og skólameistari Menntaskólans á Isafirði. Hrafn Friðbjörnsson líkamsræktarfrömuður er fluttur úr landi og stundar nú nám í sálfræði í Flórída. Búinn að á nóg af konum í bili eftir heiftarlegan og landsfræg- an skilnað við Ágústu Johnson sem reið honum nær því að fullu. En nú hefur hann náð áttum, situr sæll í sólinni og skrifar bók um skilnaðinn sem hann kallar „Geta pabbar ekki grátið“. Hann horfir fram á veginn - barnanna sinna vegna. skilnaðinn við Anústu „Hér er ég konulaus og kann því vel,“ segir Hrafn Friðbjörnsson, líkamsræktarfrömuður og fyrrverandi eiginmaður Ágústu Johnson, en hann hefur fundið sjálfan sig á ný og hafið nýtt líf í Fort Lauderdale í Flórída. „Ég er einfari að eðl- isfari og kann því vel að vera hér einn. Eiginlega búinn að fá nóg af konum í bili,“ segir hann. Skilnaður Hrafns og Ágústu gekk ekki hávaða- laust fyrir sig og minnstu munaði að Hrafn missti endanlega móðinn. En þar sem er vilji, þar er von. Það hefur sannast á Hrafni í Flórída: „Hér er ég í mastersnámi í sálfræði; sérnámi í geðröskun og ætla alla leið í doktorinn. Ég er mjög feginn því að vera kominn aftur á fullan skrið í náminu og hér nýt ég mín til fulls," segir Hrafn sem er hættur að þjálfa aðra í líkamsræt- arstöðvum og gætir þess eins að þjálfa sjálfan sig mátulega til að halda sér í formi. „Ég er ekki í neinum líkamsræktarbissniss hér úti enda ætl- aði ég að vera hættur því fyrir löngu." Samhliða náminu vinnur Hrafn að gerð bókar sem fjallar í grunninn um skilnað hans og Ágústu og þá sérstaklega hvaða áhrif slíkur skilnaður getur haft á börn: „Ég byggi þetta á eigin reynslu og tel mig fyrst núna vera í andlegu jafnvægi til að fjalla af einhverju viti um þessa reynslu og þennan kafla í lífi mínu. Ég hef séð fólk vera að skrifa um sára reynslu án þess að vera í standi til þess og í þann pytt ætla ég ekki að falla,“ segir Hrafn og vísar þar til bóka Lindu Pétursdóttur og Jónínu Benediktsdóttur. „Þetta verður allt að gera æsingalaust." Hrafni er engin launung á því að börn þeirra Ágústu máttu þola margt í skilnaðinum og stundum getur farið svo að hinir fullorðnu haldi ekki leng- ur haus og brotni undan álag- inu. Eftir standa börnin, skiln- ingsvana og særð. Með Ágústu á Hrafn 72 ára dóttur og 9 ára son. Hrafn Friðbjörnsson Hefurnáð áttum eftir erfiðan skilnað og horfír nú fram á veginn í sólinni í Flórida þarsem hann stundar framhaldsnám í sálfræði. Vinnutitill bókar Hrafns um skilnaðinn við Ágústu er „Geta pabbar ekki grátið". Hrafni er engin launung á því að börn þeirra Ágústu máttu þola margt í skilnaðin um og stundum getur farið svo að hinir fullorðnu haldi ekki lengur haus og brotni undan álaginu Eftir standa börnin, 'skilnings- vana og særð. Með Ágústu á Hrafn 12 ára dóttur og 9 ára son: „Börnin mín eru ekki hjá mér hér úti en ég er í miklu og góðu sambandi við þau auk þess sem þau eru mikið hjá for- eldrum mínum. Nú er hafið nýtt tímabil í lífi mínu og lífi okkar barnanna líka. Mér líður vel og það er skilyrði þess að ég geti látið öðrum líða vel,“ segir Hrafn Friðbjörnsson, líkt og risinn upp frá dauðum með von f brjósti og hamingjuna innan seilingar í Fort Lauderdale í Flór ída. Ágústa Johnson Skildi við Hrafn og tók I saman við Guðlaug Þór Þórðarson al- þingismann. Hrafn segist ekki hafa fengið krónu útúr skitnaðinum og fór allslaus I framhaldsnám til Bandarikjanna. Fjölskylda Grétars Sigurðarsonar vildi nýjan lögmann en það gekk ekki eftir Grétar játaði ekkert „Það liggur engin játning fyrir um eitt eða neitt af Grétars hálfu,“ segir Ólafur Ragnarsson hæstarétt- arlögmaður sem rak að eigin sögn upp stór augu yfir fréttum síðustu daga þar sem fullyrt er að skjól- stæðingur hans, Grétar Sigurðar- son, hafi játað sök í Neskaupstaðar- málinu. „Það er ekki komið frá mér,“ segir Ólafur. Ólafur sagðist ekki vilja ræða mál skjólstæðings síns frekar þar sem hann væri bundinn þagnar- heiti. Grétar vildi reyndar á síðustu dögum segja skilið við Ólaf sem lög- mann. Fjölskylda Grétars mun hafa skrifað honum bréf um helgina og mælst til þess hann skipti Ólafi út þar sem hann væri óreyndur í slík- um málum. Til stóð að fá Grétari í staðinn Brynjar Níelsson hæstaréttarlög- mann sem er margreyndur í saka- málum. Það gekk hins vegar ekki eftir og er Ólafur því enn lögmaður Grétars. Bæði Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas voru fluttir frá I.itla-Hrauni í gær til yfirheyrslu hjá ríkislögreglustjóra. Björgvin Jónsson, lögmaður Tomasar, sagði hann enn halda fram sakleysi sínu. Yfirheyrslur stóðu fram á kvöld. DV náði hvorki tali af lögmanni Jónasar né Arnari Jenssyni, stjórn- anda rannsóknarinnar, áður en , segir lögmaður gengið var frá blaðinu til prentunar. Þrír kafarar af varðskipinu Ægi ásamt lögreglumönnum leituðu gær án árangurs að eggvopninu sem Vaidas Jucuvicus vaf stunginn með fjórum djúpum stungum. Leit- að var á sjávarbotninum úti fyrir Netabryggju á Neskaupstað. Teppið sem keypt var í Byko fyr- ir ferðalag hinna grunuðu manna austur á land hefur ekki fundist. garisidv.is Grétar Sigurðarson Lögmaður Grét- ars Sigurðarsonar segist hafa rekið upp stór augu yfír fréttum um að Grétar hefði játað i Neskaupstaðarmálinu. Til stóð að skipta lögmanninum úten ekki hefur orðið af þvi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.