Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 16
76 ÞRIÐJUDAGUR2. MARS2004
Fréttir DV
Tony Blair berst þessa dagana fyrir
pólitísku lífi sínu í Bretlandi. Síöustu
daga, vikur og raunar mánuöi, hefur
hvert vandræðamálið rekiö annað og
spunalæknar hans hafa þurft aö
vinna fyrir kaupinu. Brestir eru í
bræðraböndum, margir flokksfélagar
fullir gremju og breskir Qölmiðlar
velta því nú upp hvort Íraksstríðið
verði Blair að falli.
Áður en Blair skuldbatt bresku
þjóðina til þess að ráðast inn í írak, f
félagi við Bandaríkjamenn, var Blair
einn farsælasti forsætisráðherra
Breta. Eftir atburði síðustu mánuða
er forsætisráðherrann hins vegar rú-
inn trausti. Þegar almenningi í Bret-
landi varð ljóst að uppbyggingin í
Irak gengi ekki sem skyldi og að auð-
veldara væri að finna nál í heystakki
en efnavopn í Irak fóru fjölmiðlar að
rýna ofan í mistök leyniþjónustunn-
ar. Strax í maí í fyrra sakaði Andrew
Gilligan, blaðamaður BBC, Alister
Cambell aðsoðarmann Blairs um að
hafa beðið leyniþjónustuna um að
„poppa upp" leyniþjónustuskýrsluna
urn hættuna sem stafaði af Saddam
Hussein. Ríkisstjórnin lak því til fjöl-
miðla að David Kelly vopnasérfræð-
ingur bæri ábyrgð á röngum upplýs-
ingum í skýrslunni en í henni var
meðal annars undirstrikað að það
myndi einungis taka Saddam
Hussein um 45 mínútur að beita
gjöreyðingar- og/eða efnavopnum
gegn Bretum. Blair sór af sér alla vit-
neskju um þessi mistök í skýrslunni
og þrýstingur á leyniþjónustuna og
Kelly jókst.
Sjálfsvíg Kellys
í opinberri heimsókn Tonys Blair
til Washington barst símtal frá
Whitehall, breska stjórnarráðinu,
sem setti allt á annan endann. David
Kelly hafði framið sjálfsmorð. Málið
þótti allt hið dularfyllsta og ríkis-
stjórnin var sökuð um að hafa borið í
það minnsta óbeint ábyrgð á dauða
Kellys. Blair skipaði snarasta sérstaka
nefnd með Hutton lávarði í forsvari
sem komast átti að kjarna málsins.
Rammi rannsóknar Huttons var
þröngur en hann átti einungis að
rannsaka dauða Kellys og ásakanir
BBC-fféttamannsins Andrews Gillig-
an. I opinberri heimsókn Bush
Bandaríkjaforseta til Bretlands var
Ijóst að Blair hafði hrapað í vinsæld-
um. Fjölmargar mótmælagöngur
voru skipulagðar til þess að mót-
mæla komu Bush og flestir voru sam-
mála um að Bush væri með heim-