Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 Síðast en ekki síst DV Þetta er allt að koma eins og bíó Þetta er allt að koma Sýningin mun líklega slá allt út. Eins og fram kom í leikdómi Páls Baldvins, leikhúsgagnrýnanda DV, þykir uppsetning Baltasars Kormáks Ha? koma, hin fínasta sýning. Þeir leik- húsgestir sem DV hefur haft spurnir af hafa einnig á orði að sýningin sé næstum því eins og bíó. Leikmyndin þykir með því tilþrifameira sem hefur sést hérlendis. Leikararnir á sviðinu eru líkt og þeir séu gegnsýrðir af sjón- varpsmenningunni og syngja kóklag- ið við jólahátíðarhöld og allur salur- inn klappar með í hrifningu, enda vekur lagið líklega fallegar minningar ,hjá áhorfendum af eigin jólahaldi. Fólk fer á myndlistarsýningu og leitar að listinni á tómum veggjum, rétt eins og á sumum söfnum í dag. Lífið hermir eftir listinni sem hermir eftir lífmu og snýst í nokkra hringi. Á með- an hamast 30 manna hópur baksviðs við að gera sýninguna sem tilþrifa- mesta sjónrænt, og eru tæknibrellur allar hinar flottustu. Alveg eins og í bíó. • Bjöm Bjamason dómsmálaráð- herra hefur lengi haft skoðanir á flest- um hliðum mannlífs- ins og skrifað um þær á vefsfðu sinni. í nýjasta pistlinum skrif- ar hann um fréttir af líkfundinum í Nes- kaupstað og segir aug- ljóst að Morgunblaðið hafi flutt bestu fréttimar af málinu frá tj. upphafi. Það var Morgunblaðið sem greindi ffá því að hylki hefði spmngið í iðmm Vaidasar Jucevicusar og inni- haldið dregið hann til dauða. Því hef- Síðast en ekki síst ur lögreglan nú andmælt. Þá hefur Morgunblaðið sagt frá því að játning liggi fyrir í málinu. Um hvað og hver hafi játað hefur ekki enn náðst fram, né heldur hvort játningin sé trúverðug. Það á eft- ir að koma í ljós því eins og allir vita, og Björn þó allra best, þá lýgur Mogginn aldrei.... • Nú velta menn fyrir sér á kaffihús- unum hvað verði um Björn þegar allir tala eins og Geir H. Haarde verði næsti for- maður Sjálfstæðis- flokksins. Það hefur Björn lengi langað til að verða og muna menn eftir því að Björn hafi alla tíð fetað í fót- spor föður síns, Bjama Benediktsson- ar. Bjarni var formaður flokksins á eft- ir hinum litríka leiðtoga Ólafi Thors og varð bæði forsætis- og utanríkis- ráðherra rétt eins og hann var ^ menntamáfaráðherra. Bjarni var líka ritstjóri Morgunblaðsins um skeið og því spá menn því að nái Björn ekki frekari frama í pólitíkinni þar sem Geir Haarde stefni að því að skjóta honum ref fyrir rass með því að verða bæði formaður fiokksins og utanríkis- ráðherra, þá liggi beinast við að Björn taki við sem Moggaritstjóri. Fyrst geti hann starfað við hlið Styrmis Gunn- arssonar, sem eldist með hverju ár- inu, en svo sé hann einmitt rétti mað- urinn sem geti tekið við kyndlinum og jafnvel leitt Morgunbláðið inn í 21. öldina... *- . • Það hefur nætt um fslandsbanka að undanförnu. Nýir kaupendur hafa eignast stóra hluti í bankanum og allt bendir til þess að Björgólfúr Guðmunds- son og Landsbankinn nái yfirráðum í ís- landsbanka. Breyting- arnar hafa leitt til þess að Kristján Ragnarsson hefur látið af starfi sem bankaráðsformaður, sem hann hefur verið frá þvf að bankinn var stofnaður. I meirihlutanum nú verða menn sem hafa starfað gegn Kristjáni og skjólstæðingi hans, BjamaÁrmannssyni bankastjóra. Staða Bjarna er óljós og óvíst hvort hann langi að vinna með nýjum eig- endum sem hafa aðra stefnu í málefnum bankans en hann. Hann er einn af þeim sem hafa notið góðra kaupréttarsamninga og á nú um 0,7% í bankanum, sem hann keypti á mjög lágu gengi. Það er hlutur sem meta má á tæpar 600 milljónir króna. Ætli einhver sér að skipta um bankastjóra gæti Bjarni samið um að fá þennan hlut sinn greiddan... 5^----- BJÖSSIBE, KIRKJUMÁLARÁÖHERRA, ^ TILKyNNTI UM FJÖLSUN í SÉRSVEIT LÖSRESLUNNAR Á BLAbAMANNAFUNDI íiv. NÚ FYRIR SKÖMMU. > ÆTLI NÆSTA SKREF SE EKKI ^ AÐ LÁTA SÉRSAUMA EINN “SÖRINS-JAKKA" Á BJÖSSA MEB FLOTTUM SUNDMEDALÍUM OS VELDISSPROTA. ^ SASDIBJÖSSI AD SAMALL DRAUMUR VÆRI AD RÆTAST MED TILKOMU "MÍNÍ" HERDEILDAR. Þorsteinn og Sindri Feröast um landiö og grína „Við erum að búa til sýningu sem heitir Fútt. Ætlunin er að fara um landið ailt með þá sýningu - keyra á félagsheimilin. Heimsfrum- sýning á þessu verki verður á fimmtudaginn í Bíóhöllinni Akra- nesi," segir Sindri Kjartansson framleiðandi. Fútt gengur út á að sýnd verða leikin atriði á tjaldi og milli þeirra situr Þorsteinn Guðmundsson uppistandari og segir sögur. Eftir að þeir félagar hafa farið með sýning- una hringinn verður frumsýning í Reykjavík í apríl. Þetta er sama fyr- irkomulag og tfðkast í Bandaríkjun- um þar sem leikflokkar fara vítt og breitt áður en til frumsýningar kemur á Broadway. Hugmyndin að baki Fútti byggir á hinum sögufrægu sjónvarpsþátt- um Dave Allen sem margir þeir sem komir eru á miðjan aldur muna. „Ég er gríðarlegur aðdáandi Dave Allen. Horfði á þættina sem krakki og þeir hafa ekki horfið mér úr minni," segir Þorsteinn, sem hef- ur gert tilraunir til að nálgast þessa hetju sína, verið með 'sit down’ í staðinn fyrir 'stand up’ - þp ekki hafi verið nema til að brjóta upp formið. „Þetta gengur mikið til út á að segja sögur í huggulegum félags- skap. Ég gleypti þættina í mig og endurnýjaði kynnin nýlega. Margt þar er alger klassfk. Fútt verður engin eftiröpun en þar er grunn- hugmyndin. Þetta verður auðvitað í mínum anda, maður finnur sinn stíi.“ I hinum leiknu atriðum koma ýmsir gestaleikarar við sögu, til að mynda Fóstbræðragengið og fleiri. Sindri keyrir sýninguna og keyrir leikhópinn milli staða - en hópur- inn samanstendur af þeim tveimur. Eða teljast tveir hópur? jakob@dv.is Þorsteinn og Sindri Eru að undirbúa Fútt, sýningu sem fer um landið allt og verð- ur svo frumsýnd í Reykjavlk. Hugmyndin byggirá DaveAllen og rómuðum sjónvarps- þáttum hans. Krossgátan M i F 1 M 4 r ! Veðrið Lárétt: 1 gjóta, 4 lykkja, 7 spottar,8 atorka, 10 hnjóðsyrði, 12 sár, 13 óá- nægja, 14 galla, 15 mán- uður, 16 glampa, 18 muldra, 21 eiginkona,22 blundi,23 dyggur. Lóðrétt: 1 dauði, 2 gröf, 3 galgopi,4 rangt, 5 fljóta, 6 smábýli, 9 dug- legur, 11 sæti, lötann- stæði, 17 þrá, 19 sjór, 20 eðja. Lausn á krossgátu ■Jne 03'Jbuj 61 'W zt 'ujp6 91 j|0}s u 'llnló 6'ioj 9'bjo s'}sne|p|eg y jde6jn6ue e'6a| 3 jag l Uiajgoj •jnj}£2jjouj ^j'esnds L£'e|iun si 'eo|6 91 'eo6 s l 'Q9f| ÞL 'unj £ 1 'pun z L 'jse| 01 '66o| 8'Jepua l'juog þ'e|og l :U3J?t **** Strekkingur f “tS jiONokkur vindur 'i'-MtSk . . A'; £': ■ Nokkur 54 éNokkur vindur vindur + S***4 ^ Allhvasst 9|C 4 Nokkur vindur +3 ** Strekkingur +6 <P>\ +7 ’ Allhvasst * 4* 4 Strekkingur +7 <Cb\ +6 >A* 4*4 Strekkingur *4* *•* Hvassviðri i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.