Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004 3 Verkföll í einkageiranum? Það er alþekkt að reglulega fara opinberir starfsmenn í verkföll og stórir hópar fólks eiga í deilum við at- vinnuveitanda sinn, ríkisvaldið. Það sem vekur ekki eins mikla athygli er að verkföU eða hótanir um slíkt á einkamarkaði eru ákaflega fágæt og jafnvel ekki dæmi til um slíkt á ýms- um sviðum atvinnuh'fsins. Hver man síðast þegar ljósmyndarar fóm í verk- fail eða þegar tölvunarffæðingar lögðu allir niður störf á sama tíma? Hvenær lokuðu alíar matvöruversl- anir á sama tíma? Hvenær vom sjoppur síðast lokaðar aliar á sama tíma? Getur hugsast að heildstæðir kjarasamningar séu ekki vænlegir til árangurs og allir séu betur settur með frjálsum samningum? Frjálsir samningar Það er eðlilegt að starfsmenn geri einstaklingsbundna samninga um kjör sín, vinnutíma og annað er starf- inu tengist. Slíkir samningar em góð- ir fyrir starfsmenn og vinnuveitendur og veita báðum öryggi. Hver og einn semur um þau kjör sem hann telur ábatasöm á hverjum tíma. Samning- ar em því eins ólfkir milli fólks og það er margt. Á einkamarkaði þar sem hver og einn semur frjáls um kjör sín em færri vandamál vegna óánægju þar sem hver og einn semur á eigin forsendum. Þar sem einn sækist eftir meiri vinnutíma getur annað viljað aukinn ftítíma og einn óskar hlunn- inda sem annar telur sig ekki þurfa. Allur gangur er því á fyrirkomulagi og forsendum siflö-a samninga. Reyni vinnuveitendur að greiða laun sem ekki duga til ffamfærslu fá þeir enga í starfið. Lögmál framboðs og eftir- spumar hvetur því aðila markaðarins til að hækka laun til samræmis við þarfir starfsfólks. Vmnuveitendur og starfsmenn ná samkomulagi í því jafnvægi þar sem báðir telja sig hagn- ast á viðskiptunum. Heildstæðir samningar Þar sem heildstæðir samningar koma til er samið um ákveðin kjör fyr- ir stóran hóp fólks. Ekkert tillit er tek- ið til sérþarfa hvers og eins við gerð slíkra samninga og einstaklingurinn skiptir litlu en heildin öllu. Ekki er greint á um aukna framleiðni sam- Irliða auknum tekjum. Komi aukin ifamleiðni ekki til mun launahækkun við kjarasamninga aðeins leiða til hærra verðlags. Á tímum þess er lög- Kjallari Friðbjörn Orri Ketilsson vill endurskoða samningamál. bundin skylduaðild var að verkalýðs- félögum höfðu einstaklingar enga möguleika á sérsamningum. Enn í dag er slíkt fyrirkomulag ríkjandi í heilbrigðis- og menntageira hér á landi. Samningar um kaup og kjör starfsfólks í heimahjúkrun hafa verið í uppnámi, læknar leita til annarra landa þár sem þeir geta frjálsir rekið fyrirtæki, kennarar leggja niður störf með nokkurra ára millibili vegna heildstæðra samninga, og erlendis leggjast samgöngur reglulega niður vegna verkfalla. Vandinn ekki á einkamarkaði Það er áberandi að þau svið at- vinnulífsins sem hvað ffjálsust em og laus við ríkisafskipti em þau svið sem hvað sjaldnast em í brennidepli vegna átaka launafólks. Enginn man eftir hatrömmum átökum milli starfs- manna tölvufyrirtækja og eigenda þeirra. Enginn man heldur eftir átök- um milli starfsmanna bflaumboða og eigenda þeirra. Ástæðan er að ánáegja er mest þar sem ffelsi er í samning- um. Laun em almennt hærri þar sem hver og einn getur aukið laun sín og hag með auknu vinnuffamlagi eða hagræðingu. Viðskiptavinir einka- fyrirtækja gera kröfu um gæði og gott verð og slfldr hvatar skila góðum af- köstum og gæðum ffá fyrirtækjunum því neytendur geta snúið sér annað sé þörfum þeirra ekki svarað. Starfs- menn hafa því hvata til að auka þjón- ustu sem og gæði, sem eykur viðskipti og hækkar þar með laun þeirra. Hjá ríkisfyrirtækjum eða á sviðum heild- stæðra kjarasamninga em hvatar ekki til staðar í sama mæli. Gefnir launa- taxtar og ákvæði um vinnutíma, vinnuframlag, o.s.ffv. em allsráðandi og stighækkandi laun fara eftir starfs- aldri ffemur en gæðum og eiginleik- um starfsmanna. Viðskiptavinir ríkis- fyrirtækja em ekki neytendur í sama skilningi því þeir geta ekki snúið sér annað og oft glæpur að gera slíkt, lfkt og í tilviki ÁTVR. Frelsið er lausnin Það er ekki að ástæðulausu að þeir sem hvað hæst laun hafa hér á landi sem annars staðar starfa á einka- markaði. Þar sem hver og einn er metinn að verðleikum og hæfileikum er mests árangurs að vænta fyrir laun- þega, neytendur og fyrirtækjarekend- ur. Verkföll koma öllum illa, neytend- ur verða af þjónustu sem oft er lífs- nauðsynleg, launþegar verða af tekj- um, sóun verðmæta á sér stað og oft skaði unninn sem ekki verður bættur. Einkafyrirtæki loka ekki í mótmæla- skyni því þá verða þau af tekjum. Starfsmenn hóta ekki yfirmönnum sínum verkfalli til að fá hærri laun, þeir einfaldlega segja upp og fara annað þar sem þeir njóta hærri tekna eða ffíðinda. Gangverk hins ffjálsa markaðar jaftiar því út óánægju og mismunandi mat fólks á gæðum þannig að allir eru næst því að vera sáttir. Fjölbreytileiki einkamarkaðar og valfrelsi tryggir öllum sem besta nálgun á að finna það form sem hent- ar viðkomandi best. Árlega mæla ýmsir aðilar ánægju starfsmanna í fýrirtækjum. Það er ekki að ástæðulausu að ár hvert vinn- ur einkafyrirtæki slflcar mælingar. Frjálsir einstaklingar með laun og hlunnindi í takt við þarfir sínar virðist því vera ánægðari en opinberir starfs- menn sem þurfa að sætta sig við heildstæða kjarasamninga þar sem eitt gengur yfir alla. Verkföll og heildstæðir kjarasamn- ingar eru einkenni fortíðar. Samn- ingaffelsi, auknar tekjur, bætt öryggi og hagur allra er framtíðin. £ AircraftEi Spurning dagsins Hvernig líst þér á nýju sérsveitina? Dómsmálaráðherra í tindátaleik „Er dómsmátaráðherra ekki í einhverjum tindátaleik eins og alltaf? Ég held að við þurfum ekki svona sérsveit; mér hefur sýnst að víkingasveitin sinni starfi sínu ágætlega. Kannski er Björn að undirbúa sig fyrir for- mannsslaginn með því að setja á laggirnar þessa stormsveit og tekur síðan Valhöll með áhlauþi." Andri Ólafsson, starfsmaður hjá Hinu Húsinu „Þetta er bara dverglið Björns Bjarnasonar. Hvað ætla 50 manns að gera efeinhver ófriður brýst út? Ég skil ekki afhverju Björn sér ekki frekar sóma sinn I að útfæra hugmyndir mínar að alþjóðlegu friðargæsluliði I Keflavík. Efþessir 50 kaþþar eiga að vera einhvers konar heimavarnarlið gegn hernaðarátökum hefur Björn slegið vindhögg. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi „Hann á bara að vera I sinni sérsveit - þá er hann alsæll. Ætli gamla slagorðið Björn í herinn og herinn burt eigi ekki ennþá ágætlega við I dag.“ Birna Þórðardóttir blaðamaður „Held að það sé paranojan að bresta á hérna á frónni. SlæmtAmer- íkusmit." Rúnar Júlíusson tónlistarmaður „I fyrsta sinn á 40 árum sem mér tekst að sofa rólegur á nóttunni" Ævar Örn Jósepsson glæpasagnahöfundur Bjöm Bjarnason tilkynnti í gærmorgun um stofnun nýrrar sérsveitar. Mínus Hafnað afSamfés. Mínusmálið Tryggvi Ólafsson skrifar: Ég á persónulega bágt með að skilja þá kröfu Samfés að Mínusar- piltar hafi átt að skrifa undir yfirlýs- ingu þess efnis að þeir hefðu aldrei, hvorki fyrr né síðar skilst manni, neytt ólöglegra vímuefna ef þeir Lesendur vildu koma fram á tónleikum fyrir unglingana í Samfés. Þetta er frekar einkennileg krafa þar sem maður hefur nú heyrt viðtöl við til að mynda stjórnmálamenn þar sem þeir játa á sig að hafa einhvern tíma reykt hass. En hass er ólöglegt fíkni- efni og samkvæmt könnunum sem maður les um í blöðunum hefur stór hluti þjóðarinnar einhvern tíma prófað eitthvað af þessum fíkniefnum. Svo það er mjög erfitt að gera svona strangar kröfur til listamanna. Þeir eru bara venjulegt fólk og ég veit ekki betur en það sé talið að um þriðjungur þjóðarinnar endi einhvern tíma í meðferð vegna vímuefnaneyslu, hvort sem þáð sé brennivín eða dóp. Við verðum að doka við og hægja á þessu ofstopa- fólki sem gerir kröfur sem einfald- lega eru óraunhæfar því nú má Bubbi Morthens ekki einu sinni spila og syngja fyrir unglinga! Burt með bjórinn! Sigríður Á. Björgvinsdóttir hringdi: Mér finnst til skammar að fjöl- miðlar séu að minnast þess eins og einhvers sigurdags í íslenskri menn- ingu að nú séu 15 ár liðin frá því að bjórinn var leyfður á Islandi. Það vita það að allir að bjórinn hefur haft í för með sér viðurstyggð eyðileggingar- innar fyrir fjölda heimila á landinu, þar sem matarpeningarnir eru núna lagðir í bjór og aftur bjór. Þá hefur bjórinn haft þær afleiðingar að fjöldi unglinga sem ekki hefði byrjað að drekka í æsku er nú ofurölvi úti um allt varla kominn af bamsaldri. Mér finnst að allar verstu hrakspámar sem við bindindismenn höfðum uppi þegar bjórinn var leyfður hafi því miður ræst. Það er skammarlegt fýrir íslenskt samfélag að þetta eitur sé leyft í landinu og meira að segja selt í verslunum ríkisins. Ég vil beina því til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að hún beiti sér fyrir því að bjórinn verði bannaður aftur. Hún á ung böm og ætti því að renna blóðið til skyldunnar að koma í veg fyrir að þessi viðbjóður verði fljót- andi um adlt þegar börnin hennar komast á unglingsaldur. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og ( gagnabönkum án endurgjalds. FERMINGATILBOÐ Fermingatilboð á einstaklingsrúmum. Verð fra kr. 29.900,- (90x200) Fáanlegt í ýmsum stærðum Verð án fylgihluta Fáanlegt með besta 5 svæða aunutid sem völ erá. yggtidýnuna. 80X200 Verðfrá 90x200 Verðfrá 100x200 Verðlrá 120 x 200 Verð frá • Pífur • Rúmceppi • Heilsukoddar • Náttborð • Speglar • Skatthol • Kommóður • Kistlar • og íslenskar gæðadýnur á heildsöluverði Fri heimscnding á nimum á stór-ReyHjavfkursvæflinu TILBOÐSVERÐ. kr.67.9Q0,- kr.79.700,- kr.83.600,- kr.116.000,- : : : — Verslunin RúmGott Smiðjuvegi 2 -Kópavogi Opió virka daga fri kl. 10 tii I8 • Opið á faugardögum fra kl. 11 cjI Sími 544 2121

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.