Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Síða 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 9 Fjöldamorð- ingijátar Tæplega fertugur maður í Brasilíu hefur játað að hafa myrt í það minnsta 16 drengi frá árinu 1991. Mað- urinn sem handtekinn var í tengslum við raðmorð í desember á síðasta ári ját- aði morðin á sig eftir að lögreglan fann lík tveggja drengja grafin undir gólfi á heimili hans. Lögreglan segir jafnframt að maður- inn hafi í raun ekki tölu yfir hversu marga hann hefur myrt á ferli sínum en segir töluna geta farið yfir 30. Tveir piltar drukknuðu Lík tveggja sjö ára gam- alla drengja fundust í ísilagðri tjörn í 0stfold í Noregi í gær. Piltarnir höfðu verið á göngu ásamt foreldrum sínum í gær- morgun en orðið viðskila við þá. Björgunarsveitum var gert viðvart og fundu kafararnir lík piltanna tveggja við vök á tjöm. Ekki er vitað af hverju þeir yfirgáfu foreldra sína eða hvernig slysið átti sér stað. Ungabarn varð undir lest Það þykir kraftaverki lík- ast að ungabarn skildi lifa af þá miklu raun að verða undir járnbrautarlest. Fjög- urra mánaða stúlka var skilin eftir á milli járnbraut- arteina á leiðinni milli Vry- burg og War- renton í Suður-Afríku í gær. Lestarstjóri sá lítinn böggul á milli teinanna þegar hann var á leiðinni til War- renton. Hann hugsaði ekki meira um það en á baka- leiðinni sá hann böggulinn aftur og svo virtist sem lítill handleggur teygði sig upp og veifaði. Honum tókst að stöðva lestina og bjarga stúlkunni. Móðir stúlkunn- ar hefur verið ákærð fyrir morðtilraun. Ráðist á helming lög- regluma nna Rúmlega helmingur lög- reglumanna segist hafa orð- ið fyrir líkamsmeiðingum í starfi samkvæmt könnun sem gerð var af Landsambandi lögreglumanna. Sambandið hef- ur áhyggjur af þessari þróun og telur brýnt að draga úr árásum á lögreglumenn og málum þar sem lög- reglumenn eru kærðir af al- menningi fyrir brot í starfi. Á hverju ári eru rúmlega 30 lögreglumenn kærðir og hefur Landsambandið fundað með ríkissaksókn- ara vegna málsins. Fyrsta herdeild Björns Bjarnasonar að fæðast. Liðssveit íslendinga fær vopn og hernaðarlega titla. Fulltrúar í utanríkismáladeild Alþingis koma af fjöllum. fslendingamir 60, sem taka við stjórn á flugvellinum í Kabúl í Afganistan 1. júní nk. til eins árs, verða allir vopnaðir og undir hernaðarlegri yfirstjórn NATO. Þeir fá allir hernaðarlega titla og mynda þannig í reynd íslenska hersveit. Um leið blasir við að þeir verða hernaðarleg skotmörk ef til átaka kemur. Þessi mál hafa ekki verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. íslendingamir 60 fara í þjálfún til Noregs en síðan til Kabúl í ijómm fimmtán manna hópum, þar sem þeir taka að sér stjómunarstörf, flugum- ferðarstjóm, slökkviliðsstörf, hlaðmannastörf og ýmislegt fleira. Má búast við því að þar verði allnokkrir ís- lendingar sem að undanförnu hafa tekið þátt í umsjón íslendinga með Pristina-flugvellinum í Kósóvó. ís- lenskir sérsveitarmenn hafa tekið þátt í friðargæslustörfum þar, vérið vopn- aðir við störf sín og haft fullt lögreglu- vald. Yfirmaður hópsins í Kabúl verður Hallgrímur N. Sigurðsson, borgaraleg- Steingrímur J. Sigfússon Fullt til- efni til að fara betur yfir málin i utanrik- ismálanefnd þings- ins. Guðmundur Árni Stefánsson Lýst ekki á blikuna ef það erveriðað lauma islenskum her inn bakdyra- megin. ur varaframkvæmdastjóri hjá Flug- málastjóm íslands, en hann hefur vegna starfa sinna við Pristina-flugvöll í Kósóvó og formsins vegna fengið hernaðarlegan titil sem colonel eða ofursti. Fyrst lOen nú60 Aðgreining borgaralegra og hem- aðarlegra starfa við ffiðargæslu Islend- inga í Kósóvó hefur verið nokkur og vopnaburður takmarkaður, en öðm máli gegnir um gang máfa í Kabúl, þar sem allir Islendingamir verða vopnað- ir. Þá er ljóst að umfang verkefna ís- lands hefur vaxið frá því sem upp- haflega var áform- að, því í október sl. kynnti utanríkis- ráðuneytið að rík- isstjómin hefði boðið NATO að senda 10 manns til Kabúl. Ekki náðist í Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra í gær og Am- ór Sigurjónsson sendifulltrúi vildi Björn Bjarnason Plön hans um fjöl- menna islenska vopnaða sérsveit þróast áfram i Kabúl. ekki ræða málið við DV. Það er hins vegar greinilegt að fulltrúar stjómar- andstöðunnar í utanríkismálanefnd Alþingis koma af fjöllum aðspurðir um vopnaburð fslendinga í Kabúl og virð- ist framkvæmd þessara mála ekki hafa verið rædd í nefndinni. „Ef þetta er rétt þá er fullt tilefni til að fara betur yfir málin í utanríkismálanefnd þingsins. Þar hefúr þetta ekki verið rætt að frá- töldu því að áformin vom kynnt laus- lega fýrir þó nokkm síðan og tók ég því þannig að þátttaka okkar yrði ein- göngu borgaraleg,'1 segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna og segir augljóst að draga þurfi mörkin þannig að Islendingar séu ekki undir hermennsku seldir. „Það hlýtur að vera hægt að nýta krafta okkar hæfa fólks í annað en það sem telst til her- mennsku. Það em næg verkefni í borg- aralegri ffiðargæslu sem við getum tekið að okkur. Þetta em upplýsingar sem lágu ekki fyrir þegar málið var kynnt í nefndinni." Vopnaburður ekki kynntur Guðmundur Ámi Stef- ánsson, einn fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, tekur undir að málið hafi aðeins lauslega verið reifað í utanríkismálanefnd þingsins fyrir nokkru, sem áform. „Ef það er rétt að 60 íslend- ingar fari til Kabúl og verði þar undir vopnum þá finnst mér það ekki vera í samræmi við það sem kynnt var. Við í Samfylkingunni höfum verið jákvæð í garð þátttöku okkar í friðargæslu en höfum lagt áherslu á aðskilnað borg- aralegra og hemaðarlegra starfa. Með öðmm orðum að skilið sé á milli borg- aralegrar og vopnaðrar gæslu. Ég held að við eigum fýrst og fremst að vera í störfum þar sem við kunnum til verka, en ekki í hernaðarbrölti. Og ekki lýst mér á blikuna ef það er verið að lauma íslenskum her inn bak- dyrameg- in,“ segir Guðmund- ur Árni. Colonel Halli eða Hallgrimur N. Sigurðsson ofursti Vara- framkvæmdastjórinn hjá Flug- málastjórn er orðinn liðssveitar- foringi og ber vopn. Islensk ljóð í Kína „Kínversk skáld standa okkur nær" „Umfjöllunarefni og húmor em eins," segir Linda Vilhjálmsdóttir skáld, ný- komin úr upplestrarferð til borgarinnar Kunming Kína. „Þar starfrækir sænsk kona norræna menningar- miðstöð í gamalli verk- smiðju með aðstoð borgar- yfirvalda og hún fékk þá hugmynd að halda ljóðahátíð; leiða saman átta kínversk skáld og átta norræn. Vegna tengsla minna við sænskt skáld og menningarfrömuð var mér boðið með,“ segir Linda, „og við lásum ljóð á hverju kvöldi í viku.“ Linda segir enskum og kínverskum þýðingum hafa verið brugðið á tjöld meðan á upplestrinum stóð, „en þessi menningarmið- stöð tekur líka á móti norrænum lýðháskólastúd- entum til langdvalar í eins- konar nemendaskiptum og þau reyndust ágætustu túlk- ar. Einnig sækja kínverskir háskólastúdentar miðstöð- ina mikið og þeir gátu ýmsu snarað fyrir okkur. Kína er einhver allt annar heimur, sem ég bjóst ekki við að kynnast," segir Linda Vil- hjálmsdóttir að lokum, „ég er stein- hissa á kínverskri nútímaljóðagerð, hún minnir um svo margt á okkar, ég hélt satt að segja að kínversk skáld væru hefðbundnari." Linda Vilhjálmsdóttir Hjálparstofnanir fá mikið af ónýtum mat Kvarta yfir gjafamat Sigrún Ármanns Reynisdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt, segir það algengt að henni berist kvartanir frá fólki sem fengið hefur útrunnin og skemmd matvæli gefins hjá hjálparstofnunum. „Ég hef hitt fólk sem hefur fengið skyndi- rétti með ýldulykt, fúlt brauð og þrátt smjör frá hjálparstofnun- um,“ segir Sigrún. Lára Eiríksdóttir úr Formaður fátækra Sigrún Ármanns Reynisdóttir fær fjölda kvartana vegna þess að hjálparstofnanir gefa fátækum úldinn mat. Flún segir fátækt hafa stóraukist síðustu fimm árin. Breiðholtinu lýsti því í DV að húr; hefði fengið amerískar kartöfluskífur og danskan pastarétt ffá Mæðrastyrksnefnd, en síðustu söludagar matvælanna voru árið 2002 og 2001. „Fólkáekki að þurfa að fá skemmdan mat sem aðrir eru að henda þó það sé fátækt. Hún á heiður skilinn að koma fram, því fólk er hrætt við að ganga fram með svona nokkuð,“ segir Sigrún. ★ ★ ★ * ★ 'k ★ ★ Rafmagnsgítar magnari poki, ól- snúra -stillir og auka strengjasett. c«« Rafmagnsgítarsett 29.900,- stgr. Söngkerfí Trommusett frá frá 59.900,- 49.900,- stgr. Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★ ★ ★ ★ ★ 'fc ★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.