Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Page 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 13 íslenskt raf- magn til Skotlands? Skoska blaðið The Skotsman segir frá því að verðandi forsætisráðherra fslands, Halldór Ásgrímsson, vilji skoða þann möguleika að flytja raf- magn frá Islandi til Skotlands í gegn- um sæ- streng. Vitnað er í Halldór þar sem hann segir: „Tæknilega sé er þetta mögulegt. Það myndi kosta sitt en ég trúi því að ísland muni tengjast Evrópu með þessum hætti einhvern dag- inn." Sæstrengur sem þessi þyrfti að vera meira en 500 sjómflur að lengd og kostn- aður við slflcar framkvæmdir myndu nema um 500 milij- ónum punda, að því er blað- ið segir. Sendiráði Breta á ís- landi lokað? Utanríkisráðuneyti Bretlands vinnur nó að nýjum tiflögum þar sem gert er ráð fyrir mikilli fækkun sendiráða Bret- lands í heiminum. Ætíun- in er að draga úr starfsemi í að minnsta kosti 40 löndum og jafnvel loka nokkrum sendiráðum. Ekki hefur verið gefið út hvaða lönd séu meðal þessara 40 en samkvæmt heimUdum fréttastofu Telegraph eru ísland og Nýja-Sjáland í þeim hópi. Óku vélsleða utia Vélsleðaslys varð innst í Ólafsfirði þegar feðgar óku sleða sínum ofan í á um miðjan laugardaginn. Ann- ar mannanna brotnaði Ula á fæti en hinn slapp með skrámur að sögn lögregl- unnar á Ólafsfirði. Menn- irnir voru einir á ferð þegar slysið varð en annar vélsleðamaður kom að þeim skömmu eftir óhapp- ið og gat látið lögreglu vita. Ró og spekt í ríkinu - að mestu Að sögn lögreglunnar voru landsmenn með ró- legasta móti um helgina. Á Selfossi var einn settur í svartholið vegna ölvunar og óspekta, lögreglan á Blönduósi var köUuð út að- faranótt sunnudags þegar bfll fór út af veginum rétt sunnan við Hvammstanga, ekki urðu alvarleg slys á mönnum. Slökkviliðið í Reykjavík var tvisvar kallað út þó ekki vegna elda held- ur vatnsleka. Töluvert tjón varð á bflaverkstæði í Kópavogi þegar háþrýsti- slanga fór úr sambandi og vatn gusaðist úr henni alla aðfaranótt laugardags. Bóndinn í Lukku í Vestmannaeyjum sparar gaddavírinn í girðingar sínar sem veldur því að fé festist ítrekað í þeim. Raunar á að vera net samkvæmt lögum en eftir því er ekki farið. Kindurnar viti sínu fjær af hræðslu þegar þær voru loks klipptar úr girðingunni. Kindur pikkfastar í nlöglegri girðingu „Við vorum búin að sjá kindurnar þarna í að minnsta kosti tvo daga þegar við komum upp eftir og sáum að þær voru fastar,“ segir Sigurður Páll Ásmundsson í Vestmannaeyjum um kindur sem héngu fastar í gaddavír í að minnsta kosti tvo daga. Þeim líður hreint ekki vel Sjá má á myndinni hvernig gaddavírinn er fastur í ull þeirra og þær geta sig ekki hreyft. Væntanlega bæði þyrstar, þjáðar og svangar. vera með búfénað. Við úthlutum þá leyfum og setjum ákveðin skilyrði og þar á meðai hvernig girðingar eigi að vera. Lengi vel hafa þessi mál verið í ólestri hér,“ segir Frosti. Gunnar Árnason bóndi í Lukku vildi ekki tjá sig við blaðið þegar eft- ir því var leitað en fannst furðulegt að hann skildi ekki látinn vita. Gunnar Páll viðurkennir að hafa ekki látið bóndann vita í þetta sinn enda til lítils því hann bregðist alltaf illa við þegar þetta er rætt við hann. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við skerum fé úr girðingunum hans,“ segir Sigurður Páll. farið upp eftir og komum við þá að kindunum viti sínu fjær af hræðslu. Það var mjög erfltt að skera þær lausar því þær voru svo hræddar," segir Sigurður Páll og bendir á að þær hafi verið búnar að spæna jörð- ina upp og verið í drullusvaði. Það bendi til að þær hafi verið fastar í einhvern tíma. „Girðingin er ekki nægilega þétt en það vantar að minnsta kosti einn gaddavírsstreng í hana auk þess sem strengirnir eru ekki nægilega strekktir. Þá er ekki leyfilegt að hafa gaddavír, heldur á að vera net," segir hann. Frosti Gíslason framkvæmda- stjóri umhverfis- og framkvæmda- sviðs hjá Vestmannaeyjabæ neitar því að bóndanum Gunnari Árnasyni á Lukku hafi verið gefin undanþága til að vera ekki með net í girðing- unni. „Við höfum verið að koma skikki á búfjárhald hér í Vestmanna- eyjum og nú 31. mars, rennur út frestur til að sækja um leyfi til að Kindurnar eru eign bóndans í Lukku sem er ekki fjarri flugvellin- um í Vestmannaeyjum. Handan við girðingarnar er Landgræðslan með uppgræðslu og því er fylgst vel með því hvort kindur hafi komist yfir girðinguna og’ inn á svæði Land- græðslunnar. Sigurður Páll segir að frá því deginum áður hafi þeir séð til kindanna þar sem þær hreyfðust ekki úr stað. „Daginn eftir var því Kindurnar fastar Hér má sjá þær fastar i girðingunni. Skömmu síðar er girðingin klippt og kimdurnar látnar lausar. Skólastjórnendur gagnrýna auglýsingamennsku Sótt að skólakrökkum „Það er litið á grunnskólanem- endur sem markhóp og okkur er gert að dreifa auglýsingunum," seg- ir Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Isafirði. Skarphéð- inn hefur skrifað pistil á heimasíðu skólans þar sem hann gagnrýnir auglýsingar í skólum. Upp úr sauð hjá honum í vetur þegar Skólavefur- inn ehf sendi, í annað sinn, auglýs- ingaspjöld og óskaði þess að þeim yrði dreift til nemenda. Þar var grunnskólanemendum sem þreyta áttu samræmd próf í 4., 7. og 10. bekk bent á að á vef fyrirtækisins væri unnt að taka gagnvirk æfinga- próf gegn því að gerast áskrifandi. Skarphéðinn hefur í tvígang skrifað fyrirtækinu bréf þar sem hann mót- mælir þessum sendingum harðlega. Annað dæmi sem Skarphéðinn bendir á er bréf sem barst frá íþrótta- og Ólympíusambandi ís- lands nýlega þar sem auglýst er teiknimyndasamkeppni fyrir börn og „þar er VISA-merkið það fyrsta sem blasir við börnunum." Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfull- trúi ÍTR segir að félagsmiðstöðvarn- ar á höfuðborgarsvæðinu finni vissulega fyrir ásókn fyrirtækja sem vilja auglýsa sig. „Við vegum og metum hvert mál fyrir sig og förum eftir uppeldislegum gildum" segir Soffía. I félagsmiðstöðvum hanga oft uppi auglýsingaspjöld, meðal annars frá íþróttafélögum um starf- semina og skólum um skemmtanir en Soffi'a segir að það sé í lagi „en það yrði aldrei leyft að auglýsa t.d. fatnað eða bjór enda er hópurinn viðkvæmur fyrir slíku áreiti". Hellbrlgðis- og trygglngamálaráðuneytlð er flutt að vegmúla 3 í Reykjavík og tekur til starfa á nýjum stað á morgun, þriðjudaginn 30. mars. Afgreiðslutími er alla virka daga frá 8:30 til kl. 16:00 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Vegmúla 3-150 Reykjavík Sími 545 8700 - Bréfasími 551 9165 Póstfang: postur@htr.stjr.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.