Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 29. MARS 2004 1 9 Chelsea heldur áfram aö setja pressu á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea tók Wolves í bakaríið á laugardaginn en getur þó þakkaö það einum manni, Jimmy Floyd Hasselbaink, frekar en öðrum. Hasselbaink með þrjú á afmælisdaginn ÚRVALSDEILD HETJAN... Chelsea gefur ekkert eftir í toppbaráttu ensku úrvalsdeildar- innar og svo virðist sem liðið ætli að veita Arsenal keppni fram í síðustu umferð. Liðið var reyndar ekki sannfærandi gegn Wolves á laugardaginn en sýndi styrk sinn á lokasprettinum skoraði fjögur mörk og vann leikinn, 5-2. eru eftir af tímabilinu úrvalsdeildinni. ensku Leikmenn Chelsea voru í vandræðum fram eftir leik gegn Úlfunum á laugardaginn og þegar varnarmaðurinn Jody Craddock kom Wolves yfir á 57. mínútu virtist sem allur máttur væri úr leikmönnum Chelsea. Þá kallaði Claudio Ranieri hins vegar til sögunnar hollenska framherjann Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom inn á sem varamaður þegar klukkutfmi var liðinn af leiknum og sú skipting átti eftir að borga sig. Frank Lampard jafnaði metin tíu mínútum síðar og Hasselbaink, sem hélt upp á 32ja ára afmælið sitt á laugardaginn, gerði síðan út um leikinn með þremur mörkum á síðustu fjórtán mínútum leiksins. Þessi sigur gerir það að verkum að Chelsea er enn á hælunum á Arsenal og heldur öðru sætinu í greipum sér en það breytti því þó ekki að leikmenn Chelsea sem og Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, vildu lítið tjá sig við fjölmiðla eftir leikinn. Gefumst aldrei upp v Hassel- baink ræddi lftillega við Sky Sports-sjónvarps stöðina eftir leikinn. „Við erum ánægðir með að hafa náð þremur stigum úr þessum leik og nú getum við setið rólegir og fylgst með Arsenal spila gegn Manchester United á morgun. Við vitum að Arsenal er með sterkt lið og það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að þeir misstígi sig. Það er mikil samstaða meðal leikmanna og við ætlum okkur ekki að gefast upp íyrr en í fulla hnefana," sagði Hassel- baink. Ranieri, sem hefur verið í fullu starfi að undanförnu við að verja stöðu sína og neita því að hann sé í viðræðum við önnur lið, sendi aðeins frá sér stutta yfirlýsingu eftir leikinn. „Ég er alveg örugglega ekld að tala við önnur félög í dag. í dag erum við sex stigum á eftir Arsenal og enn í meistaradeildinni. Það eina sem ég einbeiti mér að er að gera mitt besta fyrir Chelsea." Hættum að spila Dave Jones, knatt spyrnustjóri Wolves, var ósáttur eftir leikinn og sagði að sínir menn hefðu kastað sigrinum frá sér með óskynsömum leik í síðari hálfleik. „Við réðum ferðinni fyrstu sjötíu mínúturnar en síðan hættum við. Það þýðir ekki á móti liði eins og Chelsea. Við hættum að spila agað, fórum út úr stöðunum til að reyna að skora þriðja markið sem ég held að hefði komið ef við hefðum beðið þolinmóðir," sagði Dave Jones en hans menn eru í neðsta | sæti deildar- innar þegar að- eins átta umferðir Forssell fær ekki nóg Finnski framherjinn Mikael Forssell hefur heldur betur slegið-í gegn hjá Birmingham síðan hann kom til félagsins frá Chelsea. Hann skoraði tvö mörk á laugardaginn þegar Birmingham tók Leeds í bakaríið, 4-1. Bryan Hughes skoraði einnig tvö mörk fyrir Birmingham og hefði getað skorað þrennu ef hann hefði fengið að taka víta- spyrnuna sem Forssell skoraði seinna mark sitt úr. Forssell var svekktur fyrir hönd Hughes en sagði að Steve Bruce, knattspyrnustjóri liðsins, hefði skipað honum að taka spyrnuna. Forssell var valinn maður leiksins og gaf Hughes kampavíns- flöskuna sem hann fékk að launum í sárabætur. „Það hefði verið gaman fyrir Hughes að ná þrennunni en ég fékk skipun um að taka vítið," sagði Forssell. Steve Bruce varði ákvörðun sína eftir leikinn og sagði að hann vildi frekar vinna 4-1 en 3-1. „Ef Hughes hefði tekið vítið, brennt af og þeir skorað tvö mörk og jafnað leikinn þá hefði ég litið út eins og h'fl og verið tekinn af lífi," sagði Bruce. Blackburn í bullinu Blackburn náði ekki að fylgja eftir góðum útisigri á Aston Villa um síðustu helgi á laugardaginn. Lærisveinar Graemes Souness tóku á móti Portsmouth og biðu lægri hlut, 2-1. Nígeríski framherjinn Ayieg- beni Yakubu skoraði sigurmark Portsmouth átta mínútum fyrir leikslok en markið kom Portsmouth úr fallsæti í fyrsta sinn í langan tíma. Stuðningsmenn Blackburn bauluðu á sína menn að leik loknum og Souness sagðist skilja þá vel. „Ég skil viðbrögð stuðnings- manna okkar. Við höfum ekki séð þeim fyrir neinni skemmtun í vetur. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og við brugðumst stuðnings- mönnum okkar," sagði Souness. Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, var heldur hressari að leik loknum enda var þetta annar sigur hans manna í röð. „Þetta er búin að vera frábær vika fyrir okkur. Sex stig í höfn og ég gæti bara ekki beðið um meira. Við megum hins vegar ekki gleyma okkur því að það er hörð barátta framundan um að halda sætinu í úrvalsdeildinni." Villa enn í Evrópubaráttu Aston Villa skaust aftur í bar- áttuna um fjórða sætið í deildinni með því að vinna mikilvægan sigur á Charlton á útivelli. Darius Vassell var í fínu formi fyrir Aston Villa með Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englands, á áhorfendapöllunum og skoraði fyrra mark Aston Villa. Claus Jensen gat jafnað metin fyrir Charlton á lokamínútu leiksins en „EfHughes hefði tekið vítið, brennt því afog þeirskorað tvö mörk og jafnað leikinn þá hefði ég litið út eins og fífl og verið tekinn aflífi." skaut yfir mark Aston Villa úr vítaspyrnu. Nokkrar vangaveltur hafa verið um að nýir eigendur muni taka við Aston Villa á næstunni en David O’Leary, knatt- spyrnustjóri liðsins, sagðist ekki nenna að velta sér upp úr mögulegum eigendaskiptum. „Það eina sem ég get gert er að standa mig sem best. Ég hugsa ekki út í það hver á félagið. Síðan ég kom hingað hafa margir verið orðaðir við félagið sem hugsanlegir kaupendur og ég væri orðinn bilaður ef ég myndi velta mér upp úr því." Alan Curbishley, knattspyrnu- stjóri Charlton, var ósáttur eftir leikinn og sagði að menn sínir væri vonsviknir. „Við hefðum svo sannarlega getað notað eitt stig úr þessum leik sem hefði þýtt að Aston Villa væri enn þremur stigum á eftir okkur," sagði Cubishley sem var meðal annars án Hermanns Hreiðarssonar sem er meiddur á læri. oskar@dv.is Aiyegbeni Yakubu AiyegbeniYakubu, framherji Portsmouth, hefur heldur betur reynst sínum dýrmætur í undanförnum leikjum. Yakubu skoraði sigurmark liðsins gegn Southampton fyrir rúmri viku og á laugardaginn var hann aftur réttur maður á réttum stað. Hann skoraði þá sigur- mark Portsmouth gegn Black- burn þegar átta mínútur voru til leiksloka, mark sem gerði það að verkum að Portsmouth er komið úr fallsæti í fyrsta sinn í langan tíma. URVALSDEILD ...SKÚRKURINN ClausJensen Claus Jensen hinn danski miðjumaður Charlton hefur hingað tii verið meðal traust- ustu leikmanna liðsins. Honum brást hins vegar illilega boga- listin á iaugardaginn í leiknum gegn Aston Villa. Jensen gat tryggt sínum mönnum jafntefli með þvf að skora úr vítaspyrnu á síðustu mínútu en skaut himinhátt yfir. Þar með missti Charlton af einu stigi en auk þess komst Aston Villa upp fyrir Charlton með betra markahlutfall. Bestu ummæli helgarinnar „Ég sagði við hann eftir leikinn að ég yrði að fá Sven til að horfa á fleiri leiki hjá okkur því hann spilaði í dag eins og hann spilar fyrir England og ég gæti alveg þegið það oftar," sagði David O'Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, eftir að Darius Vassell hafði átt stórleik fyrir liðið gegn Charlton með Sven- Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga, á áhorfendapöllunum. Eriksson valdi Vassell í hópinn gegn Svíum eftir leikinn. Lið umferdarinnar 27.-28. mors 2004 Frank Lampard Chelsea Bryan Hughes Bimingham RonnyJohnsen Aston Villa KoloToure Arsenal * Anttí Niemi Southampton Aleksej Smc Portsmouth Joseph Yobo Everton ' WmM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.