Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2004, Side 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5000 SKAFTAHLÍÐ24 WSREYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5505000 • Það kvað við nýjan tón á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónustunn- ^ ar sem haldin var á Hótel Sögu fyrir nokkrum dögum. Á göngum ræddu menn í undrun og ánægju þær breytingar sem orðið hafa á heim- sóknum ferðamanna hingað til lands síð- ustu mánuði. Janú- ar, febrúar og mars hafa hingað til verið dauðustu mánuðir ársins og reyndar allt að því steindauðir. Nú voru menn hins vegar á því að þvílík örtröð ferða- manna hefði verið síðustu mán- uði að afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu, hótel og bflaleigur hefðu vart undan. Öðruvísi mönnum áður brá í ferðaþjón- . ***• ustunni og var samkeppni Iceland Express og Icelandair þakkað... • Ákveðið hefur verið að slá Pressukvöld Ríkissjónvarpsins af en þátturinn hóf göngu sína í haust og hefur ekki skilað því áhorfi sem vonast hafði verið eftir. í Pressukvöldi sitja áhrifamenn í þjóðfélaginu fyrir svörum frétta- manna sem eru fengnir að láni utan úr bæ. Fyrsti þátturinn var á dagskrá 15. októ- ber og þá sat Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir fyrir svörum. Þegar síðasta skoðana- könnun var gerð sat Alfreð Þor- steinsson fyrir svörum og fylgd- ust alltof fáir með... Rokkar fyrir Dorrit! / Forsetinn Kaupir rafmagnsgítar Helgi Hjörvar með konu og barni Isjöunda himni með nýjan sima; getur nú notað símaskrá, dagbók og alls kyns stillingar sem eru í GSM-símum. „Ótrúlegt hvað margir senda mér sjónlausum manni SMS!“ segir Helgi Hjörvar alþingismaður meðal annars í grein sem hann skrifar á heimsíðu sína. Helgi hefur verið í sjöunda himni að undanförnu vegna þess að hann er nýbúinn að fá síma sem talar. Munar þar miklu því Helgi heyrir sem kunnugt er miklu betur en hann sér. Segist Helgi vart hafa verið viðmælandi síðustu daga vegna þessa. Talandi GSM-sími sé að breyta líFi hans svo um munar: „Því miður talar hann ekki ^íslensku, þó það standi til bóta. En '**nú get ég loksins farið að nota símaskrá, dagbók og alls kyns stillingar á símanum...Maður er auðvitað svolítið eins og geimvera úti á götu með sfma sem talar við mann, en maður verður þá ekki einmana á meðan,“ segir Helgi Hjörvar á heimasíðu sinni. Og heldur áfram: „Til að geta haft talforrit í símanum þarf maður að hafa myndavélarsíma, þannig að blindir og sjónskertir þurfa myndavélarsíma! Það kemur sér auðvitað vel ef maður villist, þá tekur maður bara mynd, sendir hana heim, hringir svo þangað og spyr Þórhildi: Sérðu nokkuð hvar ég er?“ „Þetta er eitt af toppmerkjun- um,“ segir Kristján Grétarsson í Hljóðfærahúsinu á Laugavegi sem seldi forseta Islands rafmagnsgítar á dögunum. Gítarinn sem Ólafur Ragnar Grímsson keypti í Hljóð- færahúsinu er af Ibanez-gerð, hinn veglegasti gripur og löngu viður- kenndur sem einn hinna bestu. Steve Vai í Whitesnake notar Ibanez, Joe Satriane líka og svo tveir gítar- leikarar í hljómsveitinni Korn sem væntanleg er hingað til lands í vor. Þá á Þórður Árnason, gítarleikari Stuðmanna, einn slíkan og notar grimmt þegar í á að heyrast. Kristján Grétarsson í Hljóðfæra- húsinu veit sitthvað um gítara og önnur hljóðfæri enda sonur Grétars Örvarssonar sem verið hefur í fremstu víglínu íslenskra poppara um áratugaskeið: „Forsetinn ætlaði upphaflega ekki að kaupa svona dýran gítar en endaði með því að taka mark á sér- fræðingum okkar sem sýndu honum fram á gæðin. Svona Ibanez-gítar kostar um 60 þúsund krónur og við fréttum af forsetanum í öðrum hljóðfæraverslunum. Hann endaði þó hjá okkur og fyrir það erum við þakklátir og stoltir," segir Kristján í Hljóðfærahúsinu. Ekki er vitað hvað forseti íslands ætlar að gera við rafmagnsgítarinn, hvort hann ætlar að læra á hann sjálfur eða gefa öðrum. Ekki er vitað til þess að Ólafur Ragnar leiki á hljóðfæri né sé söngmaður en yndi hefur hann af allri tónlist. Til að mynda lágu leiðir hans og Dorritar Moussaieff saman með afdrifaríkum og happasælum hætti á tónleikum í London. Þá vekur jafnframt athygli að forsetinn keypti ekki magnara með rafmagnsgítarnum þannig að hann hlýtur að eiga einn slíkan. Kristján (Hljóðfærahús- inu meö Ibanez-gítarinn Joe Satriane, Steve Vai og Þórður Árnason leika allir á svona gitar. . . - MANUDAGUR IILMÆÐII, GODAPYLSUR TIL GLEÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.