Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 5
Ár Sparisjóður Innlán sskírteini ' Hlaupareikningur Samtals
kr. kr. kr. kr.
1930 828.545.73 80.000.00 142.813.32 1.051.359.05
1931 1.258.863.76 248.035.80 87.241.46 1.594.141.02
1932 1.325.196.05 285.409.55 266.938.79 1.877.544.39
1933 1.442.104.37 332.454.11 381.299.07 2.155-857-55
1934 1.644.105.97 396.581.76 430.101.91 2.470.789.64
1935 361.605.23 794.434.94 2.770.706.73
1936 1.848.281.06 387.313.58 1.204.657.42 3.440.252.06
!93 7 2.025.489.31 514.921.92 1.031.368.56 3-571-779-79
1938 785.945.64 1.564.334.89 4.593.881.01
*939 1.018.288.10 1.563.230.93 5.402.215.69
1940 4.808.026.59 1.489.035.83 2.502.112.20 8.799.174.62
1941 9.226.413.89 1.185.589.23 4.504.647.86 14.916.650.98
1942 13.348.717.68 1.144.556.31 6.483.110.83 19-977-384-82
1943 22.406.944.78 1.143.742.10 10.544.246.79 34.094.933.67
1944 30.107.165.78 1.143.865.84 17.760.381.27 49.011.412.89
!945 35.585.610.95 833-399-14 13.496.742.76 49-915-752.85
1946 36.977.898.48 831.522.91 11.402.040.70 49.211.462.09
!947 39.696.290.84 3.163.629.61 7.884.059.27 50.743.979.72
Velta bankans (SparisjóSsdeildarinnar)
var 1930 kr. 23.645.397.98, en 1947 var
hún kr. 1.456.912.848.88.
Afgreiðslufjöldi var 1937: 36.211, en
1947: 103.878.
Til ársloka 1947 hefur verið lánað úr
Ræktunarsjóði sem hér segir:
Til ræktunar- og áburðarh. kr. 5.360.400.00
— húsabóta ............. — 3.777.710.00
— rafmagnsstöðva .... — 434.280.00
— girðinga o. fl.........— 441.590.00
Samtals 2954 lán kr. 10.013.980.00
ÍJr feyggingarsjóði hefur verið lánað til
ársloka 1947:
1042 lán að upphæð kr. 9.603.050.00
þar af á rinu 1947 — 4.944.700.00
I árslok 1947 var skuldlaus eign BúnaS-
arbankans kr. 19.388.031.50, eða tæpar
20 milljónir króna.
Traustir skulu hornsteinar.
Hér að framan hefur nú verið rakin
nokkuð starfssaga Búnaðarbankans til árs-
loka 1947. Hún er um marga hluti merki-
leg og sýnir glögglega hinn öra vöxt bank-
ans og margþættu starfsemi. Af henni má
ljóslega sjá viðgang og vaxtarþörf íslenzks
landbúnaðar á þvi stutta skeiði, sem bank-
inn hefur starfað. Hún sýnir lika, að hér
hefur verið farsællega á málum haldið,
rólega með föstum traustum tökum, eins
og vera ber um það, sem lengi á að standa
og ekki má bila.
Þegar menn sáu hið nýja hús Búnaðar-
bankans rísa af grunni, þótti vist ýmsum
í mikið ráðist um svo unga stofnun. Öþarf-
lega hátt ris og mikill íburður og fulllangt
gengið í fjáraustri.
Hilmar Stefánsson bankastjóri er far-
sæll maður, hygginn og hófsamlegur,
traustur og geðþekkur. Á hans herðum
hefur starfsemi bankans fyrst og fremst
hvílt meira en 2/3 hluta starfsævi bank-
ans. Honum var því ljósara en nokkrum
öðrum þörf bankans fyrir auknu húsrúmi,
og hins vegar hvað bjóða mátti fjárhags-
getu bankans.
Vegna stóraukinnar veltu og þar af leið-
andi fjölgunar starfsfólksins var húsnæði
bankans i Austurstræti 9 orðið mjög þröngt
og óhentugt fyrir hinn síaukna vöxt við-
skiptanna. Mun bankastjórnin hafa ætlað
bankanum að notast enn um stund við
þessi húsakynni, og gerði ítrekaðar til-
Myndin til vinstri: Bankastjóraherbergi. ■—■
Myndin fyrir miSju: Haukur Þorleifsson bók-
ari, á skrifstorfu sinni. — Myndin til hœgri:
bankaráSsherbergi.
raunir til að framlengja leigusamninginn
um húsnæðið. En það var ófrávíkjanleg
krafa eigandans að bakninn yrði að víkja,
þegar er leigutiminn væri á enda. Banka-
stjórinn athugaði þvi ýmsar leiðir um
húsnæðisval, bæði um kaup og leigu, en
árangurslaust. Það var því ekki um annað
að ræða en hefja byggingu bankahúss, og
má áreiðanlega fullyrða að gifta hefur þar
fylgt framkvæmdum, bæði um staðarval,
byggingu og allan búnað.
Húsið er byggt milli Austurstrætis og
Hafnarstrætis, og er inngangur í húsið
frá báðum hliðum. Skal því nú nokkuð
nánar lýst.
Kjallari:
Undir öllu húsinu er kjallari, sem not-
aður er til hinna margvíslegu þarfa bank
ans. Það var mikið verk og vandasamt að
gera þennan kjallara vatnsheldan, — eða
öllu fremur sjóheldan, — þar sem húsið
stendur svo nálægt sjó, og kjallarinn er
um 21/2 m. undir stórstraumsflóðarborði.
En það vita kunnugir, að á svæðinu milli
tjarnar og sjávar fellur út og að í mörgum
húsum á þessu svæði, þegar straum stækk-
ar. Er kunnugt rnn, að í ýmsum tilfellum
hefur verið mjög erfitt að gera kjallara
sjóhelda vegna hins mikla þunga sjávar-
ins, þótt svo eigi að heita, að hér sé um
gamalgróinn og þéttan jarðveg að ræða.
f þessu tilfelli reyndist þetta erfiðleikum
bundið, en endaði með fullkomnum sigri.
Næst Austurstræti eru geymsluhólf
bankans fyrir almenning, 988 að tölu. Eru
þau leigð fyrir sanngjarnt verð. Geta
menn fengið þar geymslu fyrir ýmiss
konar verðmæti, sem geyma þarf örugg-
lega og illt eða óhægt er að geyma heima.
Aðalhurð að þessum hólfum er mikil Völ-
undarsmíð, gerð i Danmörku, af firmanu
Carl Seifert, sem einnig hefur smiðar aðr-
ar hurðir fyrir fjárhirzlur bankans. Þessi
mikla hurð er algerlega vatnsþétt, og þar
sérstaklega miðað við það, sem áður er
sagt um flóðhættu á þesum stað. Rétt við
aðal-dyr bankans frá Austurstræti, er
utan frá komið fyrir afgreiðsluhólfi, þar
AKRANES
101