Akranes - 01.09.1948, Síða 6

Akranes - 01.09.1948, Síða 6
Hin volduga hurS aS geymsluhólfunum. sem stærri viðskiptamenn bankans geta hvenær sólarhringsins sem er, komið þar fjármunum til geymslu. Fara slíkir böggl- ar í sérstakt eldtryggt geymsluhólf. Vegna dýptar kjallarans liggja allar skolpleiðslur hússins langt undir hinum venjulegu skolpleiðslum bæjarins. Því er þama sérstök sjálfvirk dæla, sem dælir úr húsleiðslunni út í aðalskolpleiðslu bæjarins. í kjallara eru einnig skjalageymslur bankans, kaffi- og matstofur fyrir starfs- fólk ásamt tilheyrandi eldhúsi, allt snot- urt og haganlega fyrir komið. Þar er og fatageymsla og snyrtistofa fyrir starfs- fólk og loks aðal-fjárhirzla bankans. Stofuhœð: Þar er hinn stóri, glæsilegi afgreiðslu salur bankans, en í nánu sambandi við hann er aðalfjárhirzla svo og aðal-bókhald. Eins og áður er sagt, er húsið byggt milli Austurstrætis og Hafnarstrætis, og gegnt í salinn frá báðum götum. Salurinn er sérstaklega rúmgóður og ótrúlega bjartur, þegar þess er gætt, að tvær lengstu hliðar hússins em brunagaflar að nágrannalóð- um. Til þess að bæta úr þessu, er komið fyrir ofanljósi í nokkurn hluta salarins, en það gefur milda og góða birtu. Allt, sem snýr hér að viðskiptamönnum bankans, er mjög fullkomið, og margt nýtt, frá því, sem tíðkast hefur hjá hliðstæðum stofnunum. Sá hluti salarins, sem ætlaður er viðskiptamönnum, er mjög rúmgóður. Þar eru þægileg skrifborð og sæti. Þar er og sérstaklega stór og þægilegur sófi, en á bak við hann er upplýst skreyting lifandi blóma. Áfastur við salinn er snyrtiklefi og tveir símaklefar fyrir viðskiptavini. Er snyrtiklefi þessi fyrir gesti og blómaskreyt- ing áður óþekkt í bönkum hér. Á palli upp úr afgreiðslusalnum, en framan við bókhald og skrifstofu bókara bankans, er komið fyrir þægilegum set- krók, með borðum og hægindastólum. Er þetta ætlað þeim, sem bíða viðtals við 102 bókara, eða ef einhverjir viðskiptamemi bankans þurfa að ganga frá einhverju í sambandi við bankastarfsemina. 1 afgreiðsluborði bankans er auk áfastrar gjaldkerastúku komið fyrir spjaldskrám fyrir sparisjóð og lánadeildir bankans. Allt í sambandi við daglega afgreiðslu er flutt milli afgreiðslumanna og hinna ýmsu deilda bankans á færibandi, sem innbyggt er í afgreiðsluborðið — diskinn. — Gengur það allt hljóðlaust fyrir sig og sparar starfsmönnum mörg spor, miðað við það, sem áður var. Auk þeas er í borðinu fjöldi smátækja til þæginda og öryggis. Borðið er allt úr mahogní, sem og allir aðrir innanstokksmunir bankans. Það er allt gert af miklum hagleik og hugkvæmni til sem mestra þæginda, allt sk .autlaust, ein- falt og ákaflega vel unnið. Þegar komið er í þennan stóra steinsal, er það athyglisvert, að þar bergmálar alls ekki, en það vekur strax þægilega kennd, og hljóta starfsmenn bankans til langframa því betur að meta þennan mikla kost, er þeir starfa þarna lengur. Bergmálið er fyrirbyggt með eftirfarandi: Á syðri lang- vegg salarins er komið fyrir „perforeruð- um“ plötum, sem hleypa hljóðbylgjunum í gegnum sig, en að baki þeirra er komið fyrir á veggnum glerullarlagi, sem drekk- ur í sig hljóðið. Rafmagnslýsingin er svokölluð óbein lýsing og gefur fullnægjandi, milda birtu. Á áður áminnstum vegg er nokkur skreyt- ing, en harla óvenjuleg. Þar gefur að líta kýr, kindur og hesta; bóndabæ og hey- skaparfólk með gömul íslenzk tæki. Þessi skreyting er gerð úr samansnúnum vír- spottum. Ilvað sem sagt verður um þessa einkennilegu skreytingu, verkar hún held ur vel á fólk. „Figúrurnar“ eru ekki mjög „abstrakt,“ veggurinn heldur sér fullkom- lega, hljóðið fer í gegnum skepnurnar, því að ekki eru þær fylltar „holdi“ eða neinum efnum, aðeins ytri línur úr vír- spottum eins og áður er sagt. Listamað urinn er Sigurjón Ólafsson, myndhöggv- ari. Marmaragólf er í afgreiðslusalnum utan disks, en gúmmí innan við hann. II. hcéS. Á 2. hæð eru herbergi bankastjóra, bankaráðs og bankaráðsformanns, sem nú er jafnframt lögfræðilegur ráðunautur bankans. Þar er einnig biðstofa fyrir þá. sem þurfa að ná tali af bankastjóra. Allt er þetta einkar vel unnið og haganlega fyrir komið. Á þessari sömu hæð er og skrifstofa Ný- býlastjómar og teiknistofa landbúnaðarins. III., IV., V. og VI. hæð hússins eru allar svipaðar um gerð og gæði og allar leigðar stofnunum eða einstaklingum. Allir gluggar hússins, — nema stærstu gluggar í aðalsal, — eru óvenjulegir hér. Geymsluhólfin sjálf. I þeim öllum er tvöfalt gler, þ. e. ein rúða í ytra kanti karmsins, og önnur í innra kanti hans, en allur glugginn ein rúða. Er glugginn svo gerður, að hann leikur á ás á miðju, og er hægt að opna hann illan og þó eftir vild sinni mikið eða lítið. Þetta hlýtur sérstaklega að vera mikio hagræði um þrif á þessum stóru gluggtun iangt frá jörð, þar sem hægt er með einu handtaki að snúa þvi inn, sem út snýr. Þá er það nýjung, að í gluggunum eru gluggatjöld — á milli rúðanna — en þau ættu þannig siður að skemmast eða skítna út en venju- leg gluggatjöld. Lyftur verða við báða innganga. Verður önnur lyftan í beinu sambandi fið af- greiðslusal. Utanhúss er á endum hússins — heim að gluggum — lagður marmari alla leið upp að þakhæð. Allar hurðir í húsinu eru úr mahogni, sumar yfirfalsaðar og mjög laglegar. Upphitun. Byggingin er í sambandi við hitaveitu bæjarins, er það að mestu bein vatnshitun, en í kjallar, bankasal og hluta efri hæða er blásið heitu hreinsuðu lofti með hæfi- legu rakamagni, en óhreint loft er sogað burtu og loftnýjun stöðug. Þetta kerfi má einnig nota til að dæla inn hreinu, köldu lofti á sumrum. Olíukyntir katlar eru í húsinu til vara. Þeir, sem unnu a<5 byggingunni. Um þetta segir bankastjórinn, Hilmar Stefánsson, m. a. svo í ræðu sinni, er bankinn opnaði fyrst í hinum nýju húsa- kynnum: „Teikningar af húsinu hefir hr. húsa- meistari Gunnlaugur Halldórsson gert, og hefir hann haft yfirumsjón og eftirlit með smíði þess, og loks haft hönd i bagga með útvegun á mjög miklu af þvi sem til húss- ins hefir þurft. Yfirsmiður er hr. Jón Bergsteinsson, múrarameistari. Utlit, gerð og frágangur sjálfs hússins, innan sem utan, er fyrst og fremst verk þessara AKRANES i

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.