Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 7

Akranes - 01.09.1948, Blaðsíða 7
manna. Frá bankans hendi hefir hr. aðal- bókari Haukur Þorleifsson, fyrst og fremst verið þessum mönnum til hjálpar og að- stoðar. — Teikningar af afgreiðsluborði og húsgögnum, uppi og niðri, hefir hr. hiisa- meistari Skarphéðinn Jóhannsson gert eða séð um að gerðar væru í Danmörku. — Afgreiðsluborð og húsgögn, sem öll eru af vönduðustu gerð, eru smíðuð af mikilli vandvirkni og hagleik hjá hr. húsgagna- smíðameistara Friðrik Þorsteinssyni. — Járnateikningar hefir gert hr. bæjarverk- fræðingur Bolli Thoroddsen. — Raflagnir hefir teiknað hr. rafveitustjóri Valgarð Thoroddsen. — Hitalögn hefir teiknað hr. Gísli Halldórsson, verkfræðingur. — Hr. Þorlákur Jónsson rafvirkjameistari hefir séð um allar raflagnir og hr. Grímur Bjarnason, pípulagningarmeistari um rör- lagningar og uppsetningu hreinlætistækja. — Málningu utanhúss og að innan á kjall- ara, fyrstu og aðra hæð, hefir hr. málara- meistari, Jóhann Sigurðsson, gert. En innanhússmálningu á þrem efri hæðvrni og rishæð hefir hr. Kjartan Karlsson mál- arameistari og félagar hans gert. Yfir- smiður við tréverk var Magnús Bergsteins- son. Dúkalagningar annaðist Ágúst Mark- ússon. Húsgagnabólstrun annaðist Tryggvi Jónsson. Áklæði á húsgögn hefir frú Karo- lína Guðmundsdóttir ofið, en efni í það er frá Ullarverksmiðjunni Framtiðinni. Veggskreytingu þá, sem hér er á veggjum, hefir gert hr. myndhöggvari Sigurjón Ólafsson. Auk þessara manna, sem þegar eru taldir, hefir mikill fjöldi manna, inn- lendra og erlendra, unnið meira og minna við að koma upp þessu stóra húsi. Tré- smiðir, húsgagnasmiðir, múrarar, verka- menn og ýmsir fleiri, og yrði allt of langt að telja þá alla upp hér. f fyrsta lagi vil ég þakka þremur hinum fyrst töldu, húsa - meistaranum, yfirsmiðnum og samverka- manni mínum, Hauk Þorleifssyni, fyrir þeirra ágæta starf frá upphafi þessa hús- máls. öllum öðrum, sem að þessu húsi hafa unnið, bæði þeim sem ég hefi hér nefnt með nafni og hinum,. sem ég hefi ekki nafngreint, vil ég hér færa þakkir fyrir vel unnin störf.“ Innanstokksmunir bankans hljóta að vekja eftirtekt athugalla manna. Ekki að- eins fyrir afburðagott smíði, heldur einnig lögun þeirra og línur. Þar eru hlutir, efni og form hnitmiðað og samstillt, og bendir til, að teiknarinn ráði vel við verk- efni sitt. Skarphéðinn Jóhannsson er lærður húsgagnateiknari, en nemur nú arkitektur. Litur út fyrir, að íslenzkum húsameisturum bætist þar efnilegur mað- ur, er hann hefur lokið prófi. Starfsfólk bankans nú: Það er augljóst, og gefur auga leið, hver nauðsyn það er stofnun sem þessari, að hafa hverju sinni gott starfsfólk. Fólk, sem ekki aðeins kann störf sín sómasam- lega, heldur jafnframt er samviskusamt, og með traustleik og prúðri framgöngu laðar að sér og stofnuninni þá, sem við er að skipta. Þá veltur það einnig á miklu, hvernig samstarfsandinn er meðal starfs- manna viðkomandi stofnunar. Hvort þeim tekst að gera þennan vettvang að öðru heimili sínu, ef svo má að orði kveða, sem þeir allir standi sameiginlega vörð um. Eg hygg, að Þórður heitinn Sveinsson hafi verið Búnaðarbankanum þetta allt í óvenjulega ríkum mæli og stofnuninni harla þarfur maður. Enda þótt ég þekki núverandi bókara bankans, Hauk Þorleifs- son, minna en Þórð heitinn Sveinsson, hygg ég að hann eigi óskilið mál um fjöl- marga beztu kosti Þórðar Sveinssonar. Það, sem ég hefi heyrt um hann af munni bankastjórans og húsameistarans i sam- bandi við hið nýja hús, sannar þetta full- komlega. En hann var staðgengill banka- stjórans i óteljandi tilfellum meðan á byggingunni stóð. Það má telja til afreka, beggja bókara Búnaðarbankans, að gefa árlega út 2. jan., reikninga slíkrar stofnunar. Er augljóst að þetta er því aðeins gerlegt, að starfið sé vel skipulagt og þeim starfskröftum á að skipa, sem hafa hug á að vinna fljótt og vel. STARFSMANNASKRÁ: Bankaráð: Bankastjóri: Bókari: Féhirðir: Skrifstofa: Afgreiðsla: Hermann Jónasson, alþin., form. Þorsteinn Þorsteinsson, alþm. Kristinn E. Andrésson, ritstjóri. Hilmar Stefónsson. Haukur Þorleifsson. Sveinn Þórðarson, aðalféhirðir. Ragnar Ingólfsson, aðstoðarmaður. Sigurður Þórðarson, fullt. bókara. Þórey Hannesdóttir. Þórhallur Tryggvason, skrifstofustj. Finnbogi Sigurðsson. Garðar Þórhallsson. Gunnar H. Blöndal, ráðinn f. 1. apr. Hannes Pálsson. Haraldur Ólafsson. Ingibjörg Þórólfsdóttir, frá 1. marz Jón Sigurðsson. sr. Magnús Þorsteinsson. Páll J. Briem. Svavar Jóhannesson. Tryggvi Pétursson. Lögfræðingar: Hermann Jónasson. Magnús Árnason, frá 1. ógúst. Bjarni Jónsson. Sigurjón Sigurðsson. Þórhallur Þorgeirsson. Haraldur Guðmundsson. Lárus Stefánsson. Húsvörður í Austurstræti 5: Sigurður Maríasson. Aðstoðarmaður þar: Stefán Tómasson. Stjórnskipaðir endurskoðunarmenn: Einar Gestsson, hóndi, Hæli. Sigurjón A. Ólafsson, alþm.. Útibú ó Akrureyri: Bemharð Stefánsson, útibústjöri. Endurskoðun: Sendimaður: Húsvörður: Næturvörður: Elías Tómasson, fulltrúi. Berghildur Bemharðsd., aðstoðarm. Starfsmenn teiknistofunnar: Forstöðumaður, Þórir Baldvinsson, arkitekt. Aðstoðarmenn, arkitekt- amir Jóhann Fr. Kristjánsson, Þor- leifur Eyjólfsson og Ame Schested Hoff-Möller og auk þess til að- stoðar ungfni Sigriður Ámadóttir. Þessi starfsmannaskrá mun vera óbreytt enn. AS lokum þetta: Þegar ég gekk fyrst um stiga þessa húss, og kom í skrifstofu á efri hæð þess, fannst mér allt svo verklegt, myndarlegt og þó aðlaðandi í senn, að mig langaði stórlega til að kynnast nánar þessari nýju byggingu. Við nánari skoðun hússins, varð áhugi minn og eftirgrenslan ekki fyrir vonbrigð- um, og það er bein afleiðing af þvi, að þessi grein er til orðin. Eins og áður er sagt, var byggingin hafin af fullkominni nauðsyn. Frum- kvæðið að henni á því vafalaust bankastjóri stofnunarinnar, sem nefna má því „yfir- smið“ hennar í óbeinni mérkingu talað. f þvi frinnkvæði og áframhaldandi fram- kvæmd lýsir sér, að ég ætla, ákaflega vel lyndiseinkunn Hilmars Stefánssonar. Að þegar þörf sé að gera einhvern hlut og hægt sé að gera hann, þá sé hann vel gerður og traustlega, svo að til frambúðar sé. Eitthvað likt virðist mér mega segja mn húsameistarann, Gunnlaug Halldórs- son. Sýnist mér allt við bygginguna og framkvæmd hennar lofa þá báða. Húsið er að utan og innan stílhreint, fagurt, og umfram allt traustlegt. Allt i byggingunni vekur geðþekk áhrif, um leið og traust- leiki er í allri framkvæmd í sem fæstum en þó fullkomnustum linum. Gangar hússins vekja t.d. verðuga athygli um traustleika og fegurð í litum og lýsingu. öllu virðist vel og haganlega fyrir komið og bera vott um nákvæma, vakandi hugs- un um allt, sem leysa þarf í sambandi við hvem hlut, hvers herbergis og hæðar, sem og hússins í heild. Gefur það til kynna, að af óvenjulegri alúð og sam- stillingu hafi allir aðilar unnið frá upp- hafi til enda. Við lestur þessarar greinar og lýsingar á húsinu, dettur sjálfsagt einhverjum í hug, að þetta sé ekki þakkarvert, þar sem ekkert hafi þurft að spara. Þegar ég var búinn að kynna mér byggingu hússins, með öllum innanstokksmunum og tilheyr- andi tækjum, smáum og stórum, varð mér á að spyrja um verð alls þessa. Fannst mér það vitanlega skipta miklu máli. Við nákvæma athugun á byggingu hússins, og með hliðsjón af því, sem menn eiga nú að venjast um verðlag á öllum hlutum, mun engan sundla, þótt hann heyri nefnd- Framhald á bls. 115. AKRANES 103

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.